Eiturlyfjamarkaðurinn sá stöðugasti á Íslandi Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2018 09:00 Um aldamótin kostaði gramm af kókaíni um 25 þúsund krónur. Átján árum síðar kostar það fimmtán þúsund krónur. Fréttablaðið/GVA Verð á helstu fíkniefnum hér á landi hefur verið afar stöðugt það sem af er á þessari öld. Verðið lækkar mjög hægt en örugglega. Ytri hagsveiflur í íslensku efnahagslífi virðast ekki hafa nokkur áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi ef frá er talinn örlítill kippur árið 2008. Verð á kannabis fór hæst í um 5.000 krónur grammið í byrjun árs 2009 en hefur hægt og rólega leitað niður á við síðan þá, eða í rúman áratug. Er svo komið að nú tíu árum eftir hrun er verðið á gramminu komið undir þrjú þúsund krónurnar. Verð á hassi stendur í stað en bæði framboð og eftirspurn þar hefur nánast hrunið enda sinnir innlend framleiðsla kannabis öllum þeim markaði. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir mikið jafnvægi í framboði og eftirspurn. „Þetta er mjög stöðugur markaður þar sem verðið lækkar hægt og rólega. Markaðurinn á þessum efnum lýtur sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og það hefur áhrif á verðið,“ segir Arnþór. „Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf einhverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin,“ heldur Arnþór áfram. „Það kostar alltaf minna og minna að kaupa þessi efni en það gerði hér áður fyrr, það er bara þannig.“ Sama þróun hefur átt sér stað í verðlagningu amfetamíns og kókaíns. Um aldamótin kostaði grammið af kókaíni hérlendis um 25.000 krónur. Nú, átján árum síðar, kostar grammið um fimmtán þúsund krónur og sama þróun á sér stað í amfetamíni sem hefur lækkað um helming á þessu tímabili. Arnþór segir einnig að SÁÁ sé með verðkannanir á ópíóðum og menn séu að nota þau lyf í meiri mæli. „Einnig liggur það fyrir að fleiri og fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda,“ bendir formaður SÁÁ sömuleiðis á. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Verð á helstu fíkniefnum hér á landi hefur verið afar stöðugt það sem af er á þessari öld. Verðið lækkar mjög hægt en örugglega. Ytri hagsveiflur í íslensku efnahagslífi virðast ekki hafa nokkur áhrif á fíkniefnamarkaðinn hér á landi ef frá er talinn örlítill kippur árið 2008. Verð á kannabis fór hæst í um 5.000 krónur grammið í byrjun árs 2009 en hefur hægt og rólega leitað niður á við síðan þá, eða í rúman áratug. Er svo komið að nú tíu árum eftir hrun er verðið á gramminu komið undir þrjú þúsund krónurnar. Verð á hassi stendur í stað en bæði framboð og eftirspurn þar hefur nánast hrunið enda sinnir innlend framleiðsla kannabis öllum þeim markaði. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir mikið jafnvægi í framboði og eftirspurn. „Þetta er mjög stöðugur markaður þar sem verðið lækkar hægt og rólega. Markaðurinn á þessum efnum lýtur sömu lögmálum um framboð og eftirspurn og það hefur áhrif á verðið,“ segir Arnþór. „Það virðist vera þannig að það er alltaf nóg til af efnum og alltaf einhverjir á hinum endanum sem vilja nota efnin,“ heldur Arnþór áfram. „Það kostar alltaf minna og minna að kaupa þessi efni en það gerði hér áður fyrr, það er bara þannig.“ Sama þróun hefur átt sér stað í verðlagningu amfetamíns og kókaíns. Um aldamótin kostaði grammið af kókaíni hérlendis um 25.000 krónur. Nú, átján árum síðar, kostar grammið um fimmtán þúsund krónur og sama þróun á sér stað í amfetamíni sem hefur lækkað um helming á þessu tímabili. Arnþór segir einnig að SÁÁ sé með verðkannanir á ópíóðum og menn séu að nota þau lyf í meiri mæli. „Einnig liggur það fyrir að fleiri og fleiri þurfa á okkar þjónustu að halda,“ bendir formaður SÁÁ sömuleiðis á.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira