Berst um Eystrasaltsbeltið í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. október 2018 09:00 Valgerður Guðsteinsdóttir eyddi tíma í undirbúningnum við æfingar í Svíþjóð með sænskum hnefaleikakonum sem eru í fremstu röð. Fréttablaðið/Anton Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í kvöld. Verður bardagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum. Þetta er fyrsti bardagi Valgerðar síðan hún mætti Katarinu Thanderz í hringnum í mars í bardaga upp á heimsmeistaratitil þar sem Valgerður tapaði samkvæmt dómaraúrskurði. Fékk Valgerður aðeins rúma viku í undirbúning fyrir þann bardaga gegn hinni geysisterku Thanderz og upplifði sitt fyrsta tap. Andstæðingur Valgerðar í þetta skiptið er tífaldur Noregsmeistari í sínum þyngdarflokki. Egner er með yfir 150 áhugamannabardaga á ferilskránni. Valgerður kveðst vel undirbúin fyrir bardagann í kvöld. „Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annars vegar þá fór ég til Svíþjóðar í tíu daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann. Þær Egner voru vigtaðar í gær. „Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu,“ segir Valgerður sem er full eftirvæntingar. „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“ Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Hnefaleikakonan Valgerður Guðsteinsdóttir, eina atvinnuhnefaleikakona Íslands, mætir hinni norsku Ingrid Egner í hringnum í Ósló í kvöld. Verður bardagi þeirra aðalbardagi kvöldsins á This is my House bardagakvöldinu í Ósló og fær sigurvegari kvöldsins Eystrasaltsbeltið (e. Baltic Boxing Union Title) að launum. Þetta er fyrsti bardagi Valgerðar síðan hún mætti Katarinu Thanderz í hringnum í mars í bardaga upp á heimsmeistaratitil þar sem Valgerður tapaði samkvæmt dómaraúrskurði. Fékk Valgerður aðeins rúma viku í undirbúning fyrir þann bardaga gegn hinni geysisterku Thanderz og upplifði sitt fyrsta tap. Andstæðingur Valgerðar í þetta skiptið er tífaldur Noregsmeistari í sínum þyngdarflokki. Egner er með yfir 150 áhugamannabardaga á ferilskránni. Valgerður kveðst vel undirbúin fyrir bardagann í kvöld. „Ég gerði hlutina aðeins öðruvísi fyrir þennan bardaga en vanalega. Annars vegar þá fór ég til Svíþjóðar í tíu daga og æfði þar með frábærum boxurum, þeirra á meðal Mikaelu Lauren sem er margfaldur heimsmeistari. Ég hef aldrei verið tilbúnari en akkúrat núna,“ segir Valgerður í fréttatilkynningu um bardagann. Þær Egner voru vigtaðar í gær. „Ég hitti hana áðan. Hún lítur út fyrir að vera almennileg stelpa. Engir stælar eða slíkt. Hún er bara metnaðarfull íþróttakona eins og ég. Hún er í hörkuformi og er með glæsilegan áhugamannaferil að baki, en hvað atvinnubox varðar þá hef ég meiri reynslu,“ segir Valgerður sem er full eftirvæntingar. „Box er mín ástríða og með því að fá að keppa á svona stórum viðburðum þá eru draumar mínir að rætast. Ég er búin að leggja hart að mér til að komast hingað og ég hlakka til að sýna enn og aftur að ég á fullt erindi á meðal þeirra bestu.“
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira