Öflugari iPad og grænni Air Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. október 2018 15:30 Tim Cook ásamt nýju Macbook Air Skjáskot Eins og tæknigúrúar höfðu spáð reyndust stærstu fréttirnar frá haustkynningu Apple, sem fram fór í New York í dag, vera uppfærslur á MacBook Air-fartölvunni og iPad-spjaldtölvunum. Þar að auki kynnti fyrirtækið uppfærslu á örtölvunni Mac mini, sem og nýjan penna og fjölda smáforrita. Þá er hægt að nálgast iOS 12.1, uppfærslu á snjalltækjastýrikerfi Apple, frá og með deginum í dag.MacBook Air Apple hefur sýnt þunnu fartölvunni sinni litla athygli á síðustu árum. Að frátalinni smávægilegri uppfærslu í fyrra hefur MacBook Air ekki fengið almennilega yfirhalningu í þrjú ár, eða allt frá því að Apple kynnti 12 tommu MacBook-tölvuna til leiks. Tim Cook, forstjóri Apple, tilkynnti að nú yrði breyting þar á. MacBook Air hefur fengið nauðsynlega andlitslyftingu; 13,3 tommu Retina-skjá, hugbúnað sem býður upp á 16GB af RAM og 1.5TB SSD, tvö USB-C tengi og 3,5 millímetra heyrnartólatengi. Þar að auki er hún léttari en fyrri útgáfur, þó munurinn sé ekki nema um 100 grömm. Þá er tölvan jafnframt með fingafaraskanna og stærri músarfleti en snertistikan, hin svokallaða Touch Bar, er hins vegar hveri sjáanleg. Tölvan mun kosta um 1200 dali vestanhafs og er því umtalsvert ódýrari en hefðbundin MacBook-fartölva. Þar að auki er nýja Air-tölvan að miklu leyti framleidd úr endurunnu áli. Apple segir því að um sé að ræða „grænustu“ tölvu á markaðnum.iPad Pro er fáanlegur í tveimur stærðum.AppleiPad Pro Nýja útgáfa spjaldtölvunnar er útlitslega svipuð fyrsta iPadnum því mjúku útlínurnar eru á bak og burt. Hins vegar hefur Apple losað spjaldtölvuna við „home“-takkann, rétt eins og það gerði við snjallsíma fyrirtækisins, og fyrir vikið hefur verið hægt að stækka skjáinn á minni útgáfu spjaldtölvunnar úr 10,5 tommum í 11. Apple var ekkert að spara stóryrðin á kynningunni. Þökk sé A12X Bionic-örgjörvarnum eiga iPad Pro-spjaldtölvurnar að vera öflugari en 92% allra fartölva sem seldar voru á síðasta ári. Þá eiga myndgæðin að jafnast á við XBOX One S-leikjatölvuna. Að sama skapi eigi spjaldtölvan að ráða við um 1 TB af geymsluplássi. Nýju iPad Pro styðjast við USB-C tengi og munu því geta hlaðið rafhlöður nýlegra Apple-snjallsíma. Engu að síður munu núverandi eigendur iPad þurfa að skipta út snúrunum sem þeir hafa reitt sig á til þessa. Þá hefur verðið á spjaldtölvunum verið lækkað, en vestanhafs verður hægt fá 11 tommu iPad Pro frá 799 dölum og þá stærri frá 999 dölum. Báðar eru með 64 GB geymsluplássi. Apple Tengdar fréttir Í beinni: Haustkynning Apple Tæknirisinn kynnir til leiks nýjungar og uppfærslur klukkan 14 að íslenskum tíma. 30. október 2018 13:45 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Eins og tæknigúrúar höfðu spáð reyndust stærstu fréttirnar frá haustkynningu Apple, sem fram fór í New York í dag, vera uppfærslur á MacBook Air-fartölvunni og iPad-spjaldtölvunum. Þar að auki kynnti fyrirtækið uppfærslu á örtölvunni Mac mini, sem og nýjan penna og fjölda smáforrita. Þá er hægt að nálgast iOS 12.1, uppfærslu á snjalltækjastýrikerfi Apple, frá og með deginum í dag.MacBook Air Apple hefur sýnt þunnu fartölvunni sinni litla athygli á síðustu árum. Að frátalinni smávægilegri uppfærslu í fyrra hefur MacBook Air ekki fengið almennilega yfirhalningu í þrjú ár, eða allt frá því að Apple kynnti 12 tommu MacBook-tölvuna til leiks. Tim Cook, forstjóri Apple, tilkynnti að nú yrði breyting þar á. MacBook Air hefur fengið nauðsynlega andlitslyftingu; 13,3 tommu Retina-skjá, hugbúnað sem býður upp á 16GB af RAM og 1.5TB SSD, tvö USB-C tengi og 3,5 millímetra heyrnartólatengi. Þar að auki er hún léttari en fyrri útgáfur, þó munurinn sé ekki nema um 100 grömm. Þá er tölvan jafnframt með fingafaraskanna og stærri músarfleti en snertistikan, hin svokallaða Touch Bar, er hins vegar hveri sjáanleg. Tölvan mun kosta um 1200 dali vestanhafs og er því umtalsvert ódýrari en hefðbundin MacBook-fartölva. Þar að auki er nýja Air-tölvan að miklu leyti framleidd úr endurunnu áli. Apple segir því að um sé að ræða „grænustu“ tölvu á markaðnum.iPad Pro er fáanlegur í tveimur stærðum.AppleiPad Pro Nýja útgáfa spjaldtölvunnar er útlitslega svipuð fyrsta iPadnum því mjúku útlínurnar eru á bak og burt. Hins vegar hefur Apple losað spjaldtölvuna við „home“-takkann, rétt eins og það gerði við snjallsíma fyrirtækisins, og fyrir vikið hefur verið hægt að stækka skjáinn á minni útgáfu spjaldtölvunnar úr 10,5 tommum í 11. Apple var ekkert að spara stóryrðin á kynningunni. Þökk sé A12X Bionic-örgjörvarnum eiga iPad Pro-spjaldtölvurnar að vera öflugari en 92% allra fartölva sem seldar voru á síðasta ári. Þá eiga myndgæðin að jafnast á við XBOX One S-leikjatölvuna. Að sama skapi eigi spjaldtölvan að ráða við um 1 TB af geymsluplássi. Nýju iPad Pro styðjast við USB-C tengi og munu því geta hlaðið rafhlöður nýlegra Apple-snjallsíma. Engu að síður munu núverandi eigendur iPad þurfa að skipta út snúrunum sem þeir hafa reitt sig á til þessa. Þá hefur verðið á spjaldtölvunum verið lækkað, en vestanhafs verður hægt fá 11 tommu iPad Pro frá 799 dölum og þá stærri frá 999 dölum. Báðar eru með 64 GB geymsluplássi.
Apple Tengdar fréttir Í beinni: Haustkynning Apple Tæknirisinn kynnir til leiks nýjungar og uppfærslur klukkan 14 að íslenskum tíma. 30. október 2018 13:45 Mest lesið Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Viðskipti innlent Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í beinni: Haustkynning Apple Tæknirisinn kynnir til leiks nýjungar og uppfærslur klukkan 14 að íslenskum tíma. 30. október 2018 13:45