Ólafía Hrönn benti á fáránleika leigumarkaðarins í tilfinningaþrunginni ræðu Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2018 13:43 Ólafía Hrönn á Húsnæðisþingi á Hilton Nordica. Vísir/Vilhelm Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona flutti tilfinningaþrungna ræðu á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag þar sem hún lét stjórnvöld heyra það vegna ástandsins á fasteignamarkaði. Í fyrra lék Ólafía Hrönn í Álfahöllinni sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu en þar var kastljósinu beint að því að það eru um 6.000 börn sem lifa við fátækt á Íslandi. Ólafía Hrönn setti sér það verkefni að kynna sér fátækt á Íslandi í tengslum við sýninguna. Á Húsnæðisþinginu sagði hún að fátækt sé raunverulega til á Íslandi og það sé stór hópur sem lifi við þær aðstæður. Sumir hafa það verra en þrælar Hún sagði ótrúlegt til þess að hugsa að í dag þurfi að halda Húsnæðisþing með yfirskriftinni Húsnæði fyrir alla. Allir ættu að eiga aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Hún sagði fasteignamarkaðinn gera það að verkum að fólk lifi við mikla fátækt. Líkti hún stöðu sumra við þræla þar sem þeir eiga aðeins fyrir mat og gistingu. Aðrir hafa það hins vegar verra en þrælar, eiga ekki fyrir mat út mánuðinn.Ólafía kannaði stöðu fátækra vegna leikritsins Álfahallarinnar sem hún lék í. Vísir/VilhelmHún rakti sögu einnar konu sem hún kynntist vegna rannsóknar sinnar á fátækt. Um var að ræða einstæða konu sem reyndi að halda þremur börnum sínum uppi með því að vinna 110 prósenta starfi. Konan var kvænt manni og áttu þau íbúð saman sem þau misstu í hruninu og skildu í kjölfarið. Konan samdi við eitt af stóru leigufélögunum um að leigja fjögurra herbergja íbúð. Samningurinn gilti ávallt bara til eins árs í senn. Í upphafi kostaði leigan 220 þúsund en hún hækkaði ávallt um tíu þúsund krónur í hvert skipti sem hún samdi á ný til eins árs. Síðasta sumar var 20 þúsund króna hækkun boðuð á leigunni sem stóð þá í 270 þúsund krónum. Stóru leigufélögin breyttu öllu Ólafía Hrönn benti á að leigumarkaðurinn hefði verið viðráðanlegur en eftir að stóru leigufélögin tóku hann yfir fór hann úr böndunum. Í hruninu árið 2008 missti fjöldi íbúðir sínar sem Íbúðalánasjóður tók yfir og seldi síðan stóru leigufélögunum þær því þannig fékkst besta verðið. Hún sagði nöturlegt til þess að hugsa að þessi leigufélög þurfi að skila arði því þau séu að nýta sér neyð fólks sem getur ekki leitað annað. Tók Ólafía Hrönn fram að hún hefði skilning á því að peningar þyrftu að vera einhvers staðar, en spurði hvort þeir mættu ekki vera annars staðar? Hún sagði stjórnvöld hafa verið sofandi á verðinum á meðan leigufélögin þrýstu fasteignaverðinum upp og náðu þannig að réttlæta hækkun á leiguverði. Þessar hækkanir væru vissulega jákvæðar fyrir þá sem eiga peninga og þá sem selja eignirnar, yfirgefa landið og koma aldrei aftur. Unnið fyrir peningaheiminn með alþýðan situr á hakanum Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að hér sé verið að braska stjórnlaust með fasteignir og að stjórnvöld væru búin að vinna aðeins of lengi fyrir peningaheiminn á meðan alþýðan er látin sitja á hakanum. Hér þurfi að gera fólki kleift að búa í öruggu húsnæði og eiga eitthvað líf.Drífa Snædal, nýkjörinn forseti ASÍ, og Ásmundur Einar Daðason ráðherra hlýddu á ræðu Ólafíu Hrannar. Vísir/VilhelmÓlafía hafði kannað hvernig leigumarkaðurinn væri í nágrannalöndum okkar. Í Danmörku og Svíþjóð eru húsaleigunefndir þar sem aðilar beggja megin borðsins finna sanngjarnt verð fyrir báða aðila. Miðast er við stærð, staðsetningu og samgöngumöguleika, ef farið er upp fyrir verðið er hægt að klaga til húsaleigunefndarinnar. Í Hollandi eru reglur að hennar sögn sem tryggja að ekki megi leigja íbúð fyrir meira en fjórðung af launum leigutakans. Hún sagðist gera sér grein fyrir að vafalaust séu einhverjir agnúar á þessum reglum, en það sé allavega verið að reyna í þessum löndum.Vantaði 5.000 krónur upp á Ólafía rakti því næst sögu sonar síns sem keypti sér íbúð fyrir fimm árum. Hann hafði safnað sér 1,5 milljónum með því að búa heima hjá mömmu sinni og leggja þannig fyrir. Hann fann íbúð á 12,5 milljónir króna en komst ekki gegnum greiðslumat því hann var með of lág laun að mati bankans. 5.000 krónur vantaði upp á svo hann næði að greiða af 70 þúsund krónur á mánuði í afborgun. Ólafía benti á að enginn hefði hins vegar bannað honum að leigja íbúð fyrir tvöfalt eða þrefalt hærri upphæð. „Hvernig í ósköpunum á fólk að geta eignast sína fyrstu íbúð,“ sagði Ólafía. „Eigum við að láta fasteignaverð hrynja? Ég vona að ég verði ekki skotin fyrir að segja þetta. Eigum við að setja sömu reglur og í Hollandi þar sem þú mátt ekki leigja fyrir meira en fjórðung launa leigutakans?“ Hún velti því einnig upp hvort ekki mætti byggja fleiri verkamannabústaði. „Ég hendi þessari bombu í ykkur. Ég veit að peningar verða að vera einhvers staðar, en það má ekki nýta sér neyð fólks. Það er ekki töff.“ Hún sagðist ekki vera að tala vegna sinnar stöðu eða barna sinna, þau væru komin í skjól. „Ég er bara hér sem manneskja sem er ekki sama.“ Húsnæðismál Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
Ólafía Hrönn Jónsdóttir leikkona flutti tilfinningaþrungna ræðu á Húsnæðisþingi Íbúðalánasjóðs í dag þar sem hún lét stjórnvöld heyra það vegna ástandsins á fasteignamarkaði. Í fyrra lék Ólafía Hrönn í Álfahöllinni sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu en þar var kastljósinu beint að því að það eru um 6.000 börn sem lifa við fátækt á Íslandi. Ólafía Hrönn setti sér það verkefni að kynna sér fátækt á Íslandi í tengslum við sýninguna. Á Húsnæðisþinginu sagði hún að fátækt sé raunverulega til á Íslandi og það sé stór hópur sem lifi við þær aðstæður. Sumir hafa það verra en þrælar Hún sagði ótrúlegt til þess að hugsa að í dag þurfi að halda Húsnæðisþing með yfirskriftinni Húsnæði fyrir alla. Allir ættu að eiga aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði. Hún sagði fasteignamarkaðinn gera það að verkum að fólk lifi við mikla fátækt. Líkti hún stöðu sumra við þræla þar sem þeir eiga aðeins fyrir mat og gistingu. Aðrir hafa það hins vegar verra en þrælar, eiga ekki fyrir mat út mánuðinn.Ólafía kannaði stöðu fátækra vegna leikritsins Álfahallarinnar sem hún lék í. Vísir/VilhelmHún rakti sögu einnar konu sem hún kynntist vegna rannsóknar sinnar á fátækt. Um var að ræða einstæða konu sem reyndi að halda þremur börnum sínum uppi með því að vinna 110 prósenta starfi. Konan var kvænt manni og áttu þau íbúð saman sem þau misstu í hruninu og skildu í kjölfarið. Konan samdi við eitt af stóru leigufélögunum um að leigja fjögurra herbergja íbúð. Samningurinn gilti ávallt bara til eins árs í senn. Í upphafi kostaði leigan 220 þúsund en hún hækkaði ávallt um tíu þúsund krónur í hvert skipti sem hún samdi á ný til eins árs. Síðasta sumar var 20 þúsund króna hækkun boðuð á leigunni sem stóð þá í 270 þúsund krónum. Stóru leigufélögin breyttu öllu Ólafía Hrönn benti á að leigumarkaðurinn hefði verið viðráðanlegur en eftir að stóru leigufélögin tóku hann yfir fór hann úr böndunum. Í hruninu árið 2008 missti fjöldi íbúðir sínar sem Íbúðalánasjóður tók yfir og seldi síðan stóru leigufélögunum þær því þannig fékkst besta verðið. Hún sagði nöturlegt til þess að hugsa að þessi leigufélög þurfi að skila arði því þau séu að nýta sér neyð fólks sem getur ekki leitað annað. Tók Ólafía Hrönn fram að hún hefði skilning á því að peningar þyrftu að vera einhvers staðar, en spurði hvort þeir mættu ekki vera annars staðar? Hún sagði stjórnvöld hafa verið sofandi á verðinum á meðan leigufélögin þrýstu fasteignaverðinum upp og náðu þannig að réttlæta hækkun á leiguverði. Þessar hækkanir væru vissulega jákvæðar fyrir þá sem eiga peninga og þá sem selja eignirnar, yfirgefa landið og koma aldrei aftur. Unnið fyrir peningaheiminn með alþýðan situr á hakanum Hún sagðist vera þeirrar skoðunar að hér sé verið að braska stjórnlaust með fasteignir og að stjórnvöld væru búin að vinna aðeins of lengi fyrir peningaheiminn á meðan alþýðan er látin sitja á hakanum. Hér þurfi að gera fólki kleift að búa í öruggu húsnæði og eiga eitthvað líf.Drífa Snædal, nýkjörinn forseti ASÍ, og Ásmundur Einar Daðason ráðherra hlýddu á ræðu Ólafíu Hrannar. Vísir/VilhelmÓlafía hafði kannað hvernig leigumarkaðurinn væri í nágrannalöndum okkar. Í Danmörku og Svíþjóð eru húsaleigunefndir þar sem aðilar beggja megin borðsins finna sanngjarnt verð fyrir báða aðila. Miðast er við stærð, staðsetningu og samgöngumöguleika, ef farið er upp fyrir verðið er hægt að klaga til húsaleigunefndarinnar. Í Hollandi eru reglur að hennar sögn sem tryggja að ekki megi leigja íbúð fyrir meira en fjórðung af launum leigutakans. Hún sagðist gera sér grein fyrir að vafalaust séu einhverjir agnúar á þessum reglum, en það sé allavega verið að reyna í þessum löndum.Vantaði 5.000 krónur upp á Ólafía rakti því næst sögu sonar síns sem keypti sér íbúð fyrir fimm árum. Hann hafði safnað sér 1,5 milljónum með því að búa heima hjá mömmu sinni og leggja þannig fyrir. Hann fann íbúð á 12,5 milljónir króna en komst ekki gegnum greiðslumat því hann var með of lág laun að mati bankans. 5.000 krónur vantaði upp á svo hann næði að greiða af 70 þúsund krónur á mánuði í afborgun. Ólafía benti á að enginn hefði hins vegar bannað honum að leigja íbúð fyrir tvöfalt eða þrefalt hærri upphæð. „Hvernig í ósköpunum á fólk að geta eignast sína fyrstu íbúð,“ sagði Ólafía. „Eigum við að láta fasteignaverð hrynja? Ég vona að ég verði ekki skotin fyrir að segja þetta. Eigum við að setja sömu reglur og í Hollandi þar sem þú mátt ekki leigja fyrir meira en fjórðung launa leigutakans?“ Hún velti því einnig upp hvort ekki mætti byggja fleiri verkamannabústaði. „Ég hendi þessari bombu í ykkur. Ég veit að peningar verða að vera einhvers staðar, en það má ekki nýta sér neyð fólks. Það er ekki töff.“ Hún sagðist ekki vera að tala vegna sinnar stöðu eða barna sinna, þau væru komin í skjól. „Ég er bara hér sem manneskja sem er ekki sama.“
Húsnæðismál Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira