Viðskipti erlent

Í beinni: Haustkynning Apple

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kynning Apple fer fram í Brook­lyn Academy of Music í New York.
Kynning Apple fer fram í Brook­lyn Academy of Music í New York. Getty/Bloomberg
Haustkynning Apple fer fram í New York í dag. Þar má vænta að nýjungar tæknirisans verði kynntar fyrir fullu húsi. Viðburðurinn verður jafnframt sendur út í beinni útsendingu, auk þess sem greint verður frá honum í beinni textalýsingu. Útsendingin hefst klukkan 14 að íslenskum tíma og er hægt að nálgast hana með því að smella hér.

Eins og venja er hvílir mikil leynd yfir umfjöllunarefni kynningarinnar. Tæknispekúlantar áætla þó að Apple muni kynna til leiks uppfærslur á nokkrum heimilisvinum; eins og spjaldtölvunni iPad, Mac-Book fartölvunni og jafnvel öreinkatölvunni Mac mini.

Rúmur einn og hálfur mánuður er síðan Apple hélt síðast kynningu. Þá fór hún fram í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaliforníu og voru senuþjófarnir þrjár nýjar útgáfur af iPhone-snjallsímunum.

Sem fyrr segir hefst haustkynning Apple klukkan 14 og má nálgast útsendinguna frá New York með því að smella hér. Hér að neðan má svo fylgjast með tístflaumi af fundinum. Athugið að tístin eru á ensku.


Tengdar fréttir

Nýjum Apple-vörum almennt vel tekið

Þrír nýir iPhone-símar, ný snjallúr og ný uppfærsla iOS-stýrikerfisins er á meðal þess sem kynnt var á fundi Apple í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×