Þrástagað Jón Sigurðsson skrifar 30. október 2018 07:00 Við og við er olíumálið gamla rifjað upp í fjölmiðlum, síðast í Fréttablaðinu föstudaginn 12. október sl. Það er þá gert til þess að ófrægja minningu látins heiðursmanns, Vilhjálms Þór utanríkisráðherra, forstjóra og seðlabankastjóra. Því er rétt að rifja það líka upp að þáttur Vilhjálms í þessu víðtæka fjársvikamáli var mjög lítill og takmarkaður og snerti eiginhagsmuni Vilhjálms sjálfs ekki. Því miður er því treyst að málsatvik séu gleymd og enginn nenni að andæfa rangindum um þetta. Vilhjálmur Þór bar sem stjórnarformaður formlega ábyrgð á einni ákvörðun um gjaldeyrislán milli fyrirtækja og deilda í Olíufélaginu hf. og Samb. ísl. samvinnufélaga en skylt var að leita og fá heimild hjá stjórnvöldum skv. þágildandi haftalögum. Alsiða var að slíkrar heimildar væri leitað eftir á, sum fyrirtæki tvisvar á ári, önnur oftar eða árlega. Ekki var leitað heimildar fyrir þessari ákvörðun. Lýsti dómarinn undrun yfir því enda auðsótt mál. En skömmu síðar hafði Vilhjálmur horfið af vettvangi til annarra starfa. Hann fylgdist því ekki með afdrifum málsins og treysti á að aðrir ábyrgir starfsmenn lykju málinu með lögmæltum hætti. Vilhjálmur vissi ekki af þessu broti fyrr en málarekstur hófst. Um var að ræða reglur um skilaskyldu gjaldeyris. Við brotinu lá einföld fjársekt og var það fyrnt skv. almennum reglum þegar málið kom til dóms. Löngu er tími til kominn að hætta að þrástaga um þetta og löngu komið mál að ásökunum og söguburði linni um þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Skoðun Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Við og við er olíumálið gamla rifjað upp í fjölmiðlum, síðast í Fréttablaðinu föstudaginn 12. október sl. Það er þá gert til þess að ófrægja minningu látins heiðursmanns, Vilhjálms Þór utanríkisráðherra, forstjóra og seðlabankastjóra. Því er rétt að rifja það líka upp að þáttur Vilhjálms í þessu víðtæka fjársvikamáli var mjög lítill og takmarkaður og snerti eiginhagsmuni Vilhjálms sjálfs ekki. Því miður er því treyst að málsatvik séu gleymd og enginn nenni að andæfa rangindum um þetta. Vilhjálmur Þór bar sem stjórnarformaður formlega ábyrgð á einni ákvörðun um gjaldeyrislán milli fyrirtækja og deilda í Olíufélaginu hf. og Samb. ísl. samvinnufélaga en skylt var að leita og fá heimild hjá stjórnvöldum skv. þágildandi haftalögum. Alsiða var að slíkrar heimildar væri leitað eftir á, sum fyrirtæki tvisvar á ári, önnur oftar eða árlega. Ekki var leitað heimildar fyrir þessari ákvörðun. Lýsti dómarinn undrun yfir því enda auðsótt mál. En skömmu síðar hafði Vilhjálmur horfið af vettvangi til annarra starfa. Hann fylgdist því ekki með afdrifum málsins og treysti á að aðrir ábyrgir starfsmenn lykju málinu með lögmæltum hætti. Vilhjálmur vissi ekki af þessu broti fyrr en málarekstur hófst. Um var að ræða reglur um skilaskyldu gjaldeyris. Við brotinu lá einföld fjársekt og var það fyrnt skv. almennum reglum þegar málið kom til dóms. Löngu er tími til kominn að hætta að þrástaga um þetta og löngu komið mál að ásökunum og söguburði linni um þetta.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar