Körfubolti

Elvar Már í Njarðvík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar Már er á leið heim.
Elvar Már er á leið heim. vísir/ernir
Elvar Már Friðriksson er á leiðinni í Njarðvík en þetta staðfesti Teitur Örlygsson, einn spekingur Domino's Körfuboltakvölds, í þætti kvöldsins.

Elvar gekk í raðir Denain Voltaire í sumar en liðið leikur í B-deildinni í Frakklandi. Hann hafði áður leikið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Nú hefur Elvar ákveðið að koma heim en landsliðsmaðurinn lék síðast tvo leiki með Njarðvík tímabilið 2015. Hann er uppalinn í Njarðvík og er því að koma heim í heimahaganna.

Njarðvík vann í kvöld öflugan sigur á KR í Dominos-deildinni en það er ljóst að þetta mun styrkja lið Njarðvíkur til muna.

Þeir hafa unnið fimm af fyrstu sex leikjum sínum og eru á toppi Dominos-deildarinnar ásamt Tindastól og Keflavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×