Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Grindavík 71-70 | Stólarnir lokuðu á Grindvíkinga og náðu í sigurinn Árni Jóhannsson skrifar 8. nóvember 2018 22:00 Pétur Rúnar Birgisson. Vísir/Eyþór Tindastóll tók á móti Grindvíkingum í Síkinu fyrr í kvöld þar sem Grindvíkingar komu inn í leikinn í góðum gír eftir tvo sigurleiki en Tindastóll að jafna sig eftir tap á móti KR. Grindvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik eftir brösuga byrjun sóknarlega og leiddu með 10 stigum í hálfleik eftir að hafa náð góðum sprett í lok hálfleiksins en Stólarnir höfðu lagt mikla orku í að jafna leikinn með hörðum varnarleik. Í seinni hálfleik náðu heimamenn undirtökunum og var það varnarleikurinn sem skilaði þeim forskoti sem þeir náðu að halda út allan hálfleikinn. Grindvíkingar fengu marga og ágæta sénsa til að allavega jafna leikinn en þeir nýttu ekki skotin sín utan af velli en leikurinn var þó spennandi í lok leiksins. Dæmd var óíþróttamannsleg villa á heimamenn þannig að gestirnir náðu að minnka muninn í eitt stig og fengu boltann aftur en náðu ekki að nýta þá sókn en fengu boltann aftur og fengu tvö skot í lokasókninni sem bæði geiguðu og því náðu Stólarnir að innbyrða sigurinn eftir pínu ljótan leik.Afhverju vann Tindastóll?Það var varnarleikurinn í seinni hálfleik hjá Stólunum sem skilaði þessu í lokin ásamt því að gestirnir köstuðu pínu frá sér sigirinum með því að nýta ekki skotin sín sem þeir fengu. Grindvíkingar voru góðir í fyrri hálfleik en með vörnina að vopni náðu Stólarnir að vinna seinni háfleikinn með 11 stigum en höfðu tapað þeim fyrri með 10.Bestu menn vallarins.Eins og svo oft áður var Urald King maðurinn sem leitað var til þegar þurfti að ná í körfurnar fyrir heimamenn. Hann skoraði 23 stig og náði í 12 fráköst ásamt því að verja tvö skot. Hjá Grindavík var stigaskorið jafnt en fjórir byrjunarliðsmenn skoruðu yfir 14 stig þar sem Jordy Kuiper var stigahæstur með 17 stig og Bamba náði í 15 stig og 13 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli.Þrátt fyrir að Grindvíkinga hafi náð í 13 stig eftir sóknarfráköst á móti sex heimamanna þá tapa þeir leiknum samt. Það eru þá aðrir þættir sem þarf að skoða en það er t.d. að þeir skora einu víti færra, einum þrist færri og tveimur tveggja stiga skotum færra en Stólarnir. Þetta telur allt saman í lokin.Hvað næst?Stólarnir fá verðugt verkefni en þeir fara í Garðabæinn sem eru sárir eftir tap í kvöld. Þetta er stórleikur en þeir munu líklega skipta máli þegar raðað verður í úrslitakeppnina í vor. Grindvíkingar fá nágranna sína úr Njarðvík í heimsókn en það eru iðulega hörkuleikir þegar þessi lið mætast. Grindvíkingar þurfa að verja heimavöllinn sinn en þeir eru fyrir utan úrslitakeppnissætið eins og staða er núna.Ólafur Ólafsson: Allt annað að sjá okkur Fyrirliði Grindvíkinga var spurður að því hvað hefði mátt betur fara í lok leiksins til að ná í sigurinn eftir svekkjandi tap hans manna fyrr í kvöld. „Þeir settu bara erfið skot ofan í og við vissum að þeir myndu koma með sprett þar sem þeir eru með mjög gott lið. Við hefðum kannski getað skipt betur á mönnunum og verið meira vakandi í vörninni þannig að þeir hefðu fengið þess skot sín. Hrós á þá en mér fannst við vera mjög góðir í dag og hefðum átt að vinna þennan leik en ef þú sofnar á móti Tindastól þá taparðu bara, það er bara svoleiðis“. „Ég er ánægðastu með baráttuna, leikgleðina og svo var varnarleikurinn allt í lagi á löngum köflum. Þetta er allt annað að okkur í þessum tveimur seinustu leikjum á móti fyrstu fjórum leikjunum í deildinni. Þetta er klárlega skref upp á við að tapa með einu stigi hérna og ég er bara ánægður með þetta“, sagði Ólafur ánægður með bætinguna á liði sínu undanfarið en það stefndi í bras og vesen hjá piltunum úr Grindavík ef ekkert hefði verið aðhafst. Næst eiga Grindvíkingar leik við granna sína úr Njarðvík og var hann spurður að því hvað þyrfti að laga fyrir þann leik. „Sóknarlega megum við ekki láta ýta okkur út úr okkar aðgerðum og eigum við að vera rólegri og fá þannig betri skot. Við verðum svo að halda vörninni áfram og þá er erfitt að eiga við okkur“.Jóhann Ólafsson: Við vorum svolítið mjúkir í seinni hálfleik „Við vorum svolítið mjúkir í seinni hálfleik og vorum að leyfa þeim að ýta okkur út úr okkar stöðum. En hvað við hefðum getað gert betur er spursmál, þetta er hörkulið sem við vorum að spila við og sjálfsagt erfiðasti útivöllur landsins þannig að það sem ég horfi í er fín frammistaða hjá mínu liði. Þetta er klárlega skref í rétta átt en augljóslega svekkjandi að fá ekkert út úr leiknum. Þriðji eða fjórði leikurinn hérna í röð sem ég tapa á seinustu sókninni, það er sárt en það er bara áfram gakk“, sagði þjálfari Grindvíkinga eftir tap á móti Tindastól í kvöld. Hvað var Jóhann mest ánægður með í leik sinna manna í kvöld? „Fyrri háfleikurinn var mjög góður og það komu kaflar þar sem við vorum í mómenti til að halda okkur inni í leiknum. Við hefðum auðveldlega getað brotnað í seinni hálfleik en gerðum vel og við hefðum getað náð okkur í betra skot í seinustu sókninni en það þýðir ekkert að grenja þetta þó það sé sárt“. „Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkar leik, áttum flottan leik í bikarnum og við verðum að halda áfram að það sem við gerum vel. Næst er bara risaslagur í geggjaðri deild“, sagði Jóhann að lokum um framhaldið.Israel Martin: Við verðum að trúa á vörnina Að mati þjálfara Tindastóls var mjög auðvelt að finna það sem þurfti að bæta í seinni hálfleik til að ná í sigurinn í kvöld á móti Grindavík. „Við verðum að trúa á vörnina okkar. Við erum með nokkrar reglur sem við höfum sett okkur sem við verðum að fylgja. Í sókninni erum við ekki að hitta vel eða öllu heldur þá erum við ekki að velja góðu skotin til að taka. Þetta kemur samt þegar við trúum á vörnina okkar“. Israel var ánægðastur með karakterinn í sínu liði í kvöld. „Þetta er annar leikurinn hjá okkur þar sem er spenna og við sönnuðum það fyrir okkur að við getum unnið svona leiki. Við vorum þolinmóðir og héldum einbeitingunni jafnvel þegar allt var undir á lokasekúndunum. Kröftug vörn skilaði þessu og er ég mjög ánægður með hversu þroskaðir við vorum og við sóttum þennan sigur“. Um næsta leik sagði Israel: „Þetta er stórleikur en það er eiginlega stórleikur í hverri umferð. Ég hef ekki séð mikið af Stjörnunni en þeir eru með gott lið en við verðum tilbúnir að keppa við þá. Það er mikilvægast fyrir okkur þegar við förum á útivelli að mæta tilbúnir til leiks og berjast fram á síðustu sekúndu og gefa okkur tækifæri á að vinna leikina“.Pétur Rúnar Birgisson: Jákvætt að klára jafnan leik „Við byrjuðum bara á sömu nótum og við enduðum seinasta leik. Við vorum flatir á móti KR og byrjum þennan leik á hælunum. Svo bara náum við að stappa stálinu í hvorn annan, náum stoppum í vörninni og framkvæmum sóknarleikinn vel og þannig komumst við inn í þetta. Byrjuðum líka að hitta opnu skotunum og var þetta lykillinn að sigrinum í kvöld“, sagði Pétur Rúnar eftir nauman sigur sinna manna á Grindavík í kvöld. Pétur var, eins og þjálfari sinn, ánægðastur með karakterinn í sínu liði í leiknum í kvöld og leit til framtíðar en Tindastóll mætir Stjörnunni í næsta leik á útivelli. „Við lendum undir í byrjun og komumst inn í leikinn aftur og náum bara að klára jafnan leik sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Mér líst svo vel á að mæta Stjörnunni, það var frábært að ná þessum sigri í kvöld og við verðum að koma tilbúnir á móti Stjörnunni í næstu viku“. Dominos-deild karla
Tindastóll tók á móti Grindvíkingum í Síkinu fyrr í kvöld þar sem Grindvíkingar komu inn í leikinn í góðum gír eftir tvo sigurleiki en Tindastóll að jafna sig eftir tap á móti KR. Grindvíkingar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik eftir brösuga byrjun sóknarlega og leiddu með 10 stigum í hálfleik eftir að hafa náð góðum sprett í lok hálfleiksins en Stólarnir höfðu lagt mikla orku í að jafna leikinn með hörðum varnarleik. Í seinni hálfleik náðu heimamenn undirtökunum og var það varnarleikurinn sem skilaði þeim forskoti sem þeir náðu að halda út allan hálfleikinn. Grindvíkingar fengu marga og ágæta sénsa til að allavega jafna leikinn en þeir nýttu ekki skotin sín utan af velli en leikurinn var þó spennandi í lok leiksins. Dæmd var óíþróttamannsleg villa á heimamenn þannig að gestirnir náðu að minnka muninn í eitt stig og fengu boltann aftur en náðu ekki að nýta þá sókn en fengu boltann aftur og fengu tvö skot í lokasókninni sem bæði geiguðu og því náðu Stólarnir að innbyrða sigurinn eftir pínu ljótan leik.Afhverju vann Tindastóll?Það var varnarleikurinn í seinni hálfleik hjá Stólunum sem skilaði þessu í lokin ásamt því að gestirnir köstuðu pínu frá sér sigirinum með því að nýta ekki skotin sín sem þeir fengu. Grindvíkingar voru góðir í fyrri hálfleik en með vörnina að vopni náðu Stólarnir að vinna seinni háfleikinn með 11 stigum en höfðu tapað þeim fyrri með 10.Bestu menn vallarins.Eins og svo oft áður var Urald King maðurinn sem leitað var til þegar þurfti að ná í körfurnar fyrir heimamenn. Hann skoraði 23 stig og náði í 12 fráköst ásamt því að verja tvö skot. Hjá Grindavík var stigaskorið jafnt en fjórir byrjunarliðsmenn skoruðu yfir 14 stig þar sem Jordy Kuiper var stigahæstur með 17 stig og Bamba náði í 15 stig og 13 fráköst.Tölfræði sem vakti athygli.Þrátt fyrir að Grindvíkinga hafi náð í 13 stig eftir sóknarfráköst á móti sex heimamanna þá tapa þeir leiknum samt. Það eru þá aðrir þættir sem þarf að skoða en það er t.d. að þeir skora einu víti færra, einum þrist færri og tveimur tveggja stiga skotum færra en Stólarnir. Þetta telur allt saman í lokin.Hvað næst?Stólarnir fá verðugt verkefni en þeir fara í Garðabæinn sem eru sárir eftir tap í kvöld. Þetta er stórleikur en þeir munu líklega skipta máli þegar raðað verður í úrslitakeppnina í vor. Grindvíkingar fá nágranna sína úr Njarðvík í heimsókn en það eru iðulega hörkuleikir þegar þessi lið mætast. Grindvíkingar þurfa að verja heimavöllinn sinn en þeir eru fyrir utan úrslitakeppnissætið eins og staða er núna.Ólafur Ólafsson: Allt annað að sjá okkur Fyrirliði Grindvíkinga var spurður að því hvað hefði mátt betur fara í lok leiksins til að ná í sigurinn eftir svekkjandi tap hans manna fyrr í kvöld. „Þeir settu bara erfið skot ofan í og við vissum að þeir myndu koma með sprett þar sem þeir eru með mjög gott lið. Við hefðum kannski getað skipt betur á mönnunum og verið meira vakandi í vörninni þannig að þeir hefðu fengið þess skot sín. Hrós á þá en mér fannst við vera mjög góðir í dag og hefðum átt að vinna þennan leik en ef þú sofnar á móti Tindastól þá taparðu bara, það er bara svoleiðis“. „Ég er ánægðastu með baráttuna, leikgleðina og svo var varnarleikurinn allt í lagi á löngum köflum. Þetta er allt annað að okkur í þessum tveimur seinustu leikjum á móti fyrstu fjórum leikjunum í deildinni. Þetta er klárlega skref upp á við að tapa með einu stigi hérna og ég er bara ánægður með þetta“, sagði Ólafur ánægður með bætinguna á liði sínu undanfarið en það stefndi í bras og vesen hjá piltunum úr Grindavík ef ekkert hefði verið aðhafst. Næst eiga Grindvíkingar leik við granna sína úr Njarðvík og var hann spurður að því hvað þyrfti að laga fyrir þann leik. „Sóknarlega megum við ekki láta ýta okkur út úr okkar aðgerðum og eigum við að vera rólegri og fá þannig betri skot. Við verðum svo að halda vörninni áfram og þá er erfitt að eiga við okkur“.Jóhann Ólafsson: Við vorum svolítið mjúkir í seinni hálfleik „Við vorum svolítið mjúkir í seinni hálfleik og vorum að leyfa þeim að ýta okkur út úr okkar stöðum. En hvað við hefðum getað gert betur er spursmál, þetta er hörkulið sem við vorum að spila við og sjálfsagt erfiðasti útivöllur landsins þannig að það sem ég horfi í er fín frammistaða hjá mínu liði. Þetta er klárlega skref í rétta átt en augljóslega svekkjandi að fá ekkert út úr leiknum. Þriðji eða fjórði leikurinn hérna í röð sem ég tapa á seinustu sókninni, það er sárt en það er bara áfram gakk“, sagði þjálfari Grindvíkinga eftir tap á móti Tindastól í kvöld. Hvað var Jóhann mest ánægður með í leik sinna manna í kvöld? „Fyrri háfleikurinn var mjög góður og það komu kaflar þar sem við vorum í mómenti til að halda okkur inni í leiknum. Við hefðum auðveldlega getað brotnað í seinni hálfleik en gerðum vel og við hefðum getað náð okkur í betra skot í seinustu sókninni en það þýðir ekkert að grenja þetta þó það sé sárt“. „Við þurfum bara að halda áfram að bæta okkar leik, áttum flottan leik í bikarnum og við verðum að halda áfram að það sem við gerum vel. Næst er bara risaslagur í geggjaðri deild“, sagði Jóhann að lokum um framhaldið.Israel Martin: Við verðum að trúa á vörnina Að mati þjálfara Tindastóls var mjög auðvelt að finna það sem þurfti að bæta í seinni hálfleik til að ná í sigurinn í kvöld á móti Grindavík. „Við verðum að trúa á vörnina okkar. Við erum með nokkrar reglur sem við höfum sett okkur sem við verðum að fylgja. Í sókninni erum við ekki að hitta vel eða öllu heldur þá erum við ekki að velja góðu skotin til að taka. Þetta kemur samt þegar við trúum á vörnina okkar“. Israel var ánægðastur með karakterinn í sínu liði í kvöld. „Þetta er annar leikurinn hjá okkur þar sem er spenna og við sönnuðum það fyrir okkur að við getum unnið svona leiki. Við vorum þolinmóðir og héldum einbeitingunni jafnvel þegar allt var undir á lokasekúndunum. Kröftug vörn skilaði þessu og er ég mjög ánægður með hversu þroskaðir við vorum og við sóttum þennan sigur“. Um næsta leik sagði Israel: „Þetta er stórleikur en það er eiginlega stórleikur í hverri umferð. Ég hef ekki séð mikið af Stjörnunni en þeir eru með gott lið en við verðum tilbúnir að keppa við þá. Það er mikilvægast fyrir okkur þegar við förum á útivelli að mæta tilbúnir til leiks og berjast fram á síðustu sekúndu og gefa okkur tækifæri á að vinna leikina“.Pétur Rúnar Birgisson: Jákvætt að klára jafnan leik „Við byrjuðum bara á sömu nótum og við enduðum seinasta leik. Við vorum flatir á móti KR og byrjum þennan leik á hælunum. Svo bara náum við að stappa stálinu í hvorn annan, náum stoppum í vörninni og framkvæmum sóknarleikinn vel og þannig komumst við inn í þetta. Byrjuðum líka að hitta opnu skotunum og var þetta lykillinn að sigrinum í kvöld“, sagði Pétur Rúnar eftir nauman sigur sinna manna á Grindavík í kvöld. Pétur var, eins og þjálfari sinn, ánægðastur með karakterinn í sínu liði í leiknum í kvöld og leit til framtíðar en Tindastóll mætir Stjörnunni í næsta leik á útivelli. „Við lendum undir í byrjun og komumst inn í leikinn aftur og náum bara að klára jafnan leik sem er mjög jákvætt fyrir okkur. Mér líst svo vel á að mæta Stjörnunni, það var frábært að ná þessum sigri í kvöld og við verðum að koma tilbúnir á móti Stjörnunni í næstu viku“.