Sport

Hafnaði 36 milljarða króna samningi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryce Harper.
Bryce Harper. Vísir/Getty
Það eru svo sannarlega miklir peningar í bandaríska hafnarboltanum en það eru þó ekki allir sem segja já við risasamningnum. Bryce Harper er gott dæmi um það.

Bandarískir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að hafnarboltamaðurinn Bryce Harper hafi hafnað 300 milljón dollara samningstilboði frá Washington Nationals á síðasta tímabili.

Samningur Bryce Harper og Washington Nationals rann út eftir þetta tímabil og forráðamenn Nationals vildu endilega festa hann og koma í veg fyrir að hann kæmist út á markaðinn.

Nationals buðu Bryce Harper því um 300 milljón dollara, 36,2 milljarða íslenskra króna, fyrir tíu ára samning. Harper sagði nei og ætlar að sjá hvað annað er í boði.





Samingurinn hefði verið sá næsthæsti í sögunni en Bryce Harper hélt upp á 26 ára afmælið sitt í síðasta mánuði. Harper er frábær leikmaður og mun örugglega fá fullt af tilboðum en hvort hann fái annað svona risatilboð á eftir að koma í ljós.

Washington Nationals vill áfram semja við Bryce Harper en hefur tekið risasamninginn af borðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×