Samsung sýndi samanbrjótanlegan snjallsíma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2018 22:30 Síminn þykir nýstárlegur. Mynd/Samsung Suður-kóreska tæknifyrirtækið Samsung sýndi samanbrjótalegan farsíma á viðburði í San Fransisco í Bandaríkjunum í kvöld. Fyrirtækið hefur unnið að því að kynna samanbrjótanleg snjalltæki undanfarin fimm ár. Tæknin að baki samanbrjótanleikanum heitir Infinity Flex Display og segir Samsung að tæknin verði grundvöllur farsíma framtíðarinnar. Síminn virðist vera nokkuð fjölhæfur en þegar síminn er ekki samanbrotinn líkist hann 7,3 tommu spjaldtölvu. Þegar síminn er hins vegar samanbrotinn er annar skjár á hliðinni. Síminn var reyndar ekki sýndur til fulls en hlutar af honum voru huldir almenningi á kynningunni en Samsung segir engu að síður að framleiðsla muni hefjast á næstu mánuðum. Samsung hefur átt í harðri samkeppni við kínverska símaframleiðandann Huawei að undanförnu. Hefur sala á Samsung-símum dalað og minnkaði markaðshlutdeild fyrirtækisins á símamarkaði sé litið til síðustu tólf mánuða. Í frétt BBC segir þó að greinendur á markaði telji líklegt að síminn samanbrjótanlegi geti styrkt Samsung-fyrirtækið á ný og gert það að verkum að fyrirtækið fá vind í seglinn. Samsung Tækni Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Suður-kóreska tæknifyrirtækið Samsung sýndi samanbrjótalegan farsíma á viðburði í San Fransisco í Bandaríkjunum í kvöld. Fyrirtækið hefur unnið að því að kynna samanbrjótanleg snjalltæki undanfarin fimm ár. Tæknin að baki samanbrjótanleikanum heitir Infinity Flex Display og segir Samsung að tæknin verði grundvöllur farsíma framtíðarinnar. Síminn virðist vera nokkuð fjölhæfur en þegar síminn er ekki samanbrotinn líkist hann 7,3 tommu spjaldtölvu. Þegar síminn er hins vegar samanbrotinn er annar skjár á hliðinni. Síminn var reyndar ekki sýndur til fulls en hlutar af honum voru huldir almenningi á kynningunni en Samsung segir engu að síður að framleiðsla muni hefjast á næstu mánuðum. Samsung hefur átt í harðri samkeppni við kínverska símaframleiðandann Huawei að undanförnu. Hefur sala á Samsung-símum dalað og minnkaði markaðshlutdeild fyrirtækisins á símamarkaði sé litið til síðustu tólf mánuða. Í frétt BBC segir þó að greinendur á markaði telji líklegt að síminn samanbrjótanlegi geti styrkt Samsung-fyrirtækið á ný og gert það að verkum að fyrirtækið fá vind í seglinn.
Samsung Tækni Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira