Skorpulifur verður æ algengari hér á landi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Bjór í hillum í verslun ÁTVR, Ríkinu, sem er eina verslunin sem selja má áfengi. fréttablaðið/ernir Nýgengi á skorpulifur vegna áfengisneyslu hefur aukist um 10 prósent á ári,“ segir Einar Stefán Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum við læknadeild Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknar þessa efnis verða kynntar á íslenska lyflæknaþinginu sem fer fram í Hörpu um næstu mánaðamót. „Við erum að nálgast mjög mikið tíðni skorpulifrar á Norðurlöndunum,“ segir Einar og bendir á að árið 1980 hafi Íslendingar drukkið að meðaltali 4 lítra af áfengi á ári en neyslan hafi aukist um helming síðan þá og sé komin upp í 8 lítra. Fjölgun í nýgengi á skorpulifur og bráðri brisbólgu hefur orðið samfara þessari auknu áfengisneyslu.Lifrin bregst aðeins sumum Áfengi virðist hins vegar ekki valda lifrarsjúkdómum hjá öllum sem ofnota áfengi. „Hjá þeim sem ofnota alkóhól eru 15 til 20 prósent sem fá skorpulifur og við vitum ekki af hverju sumir fá þetta og aðrir ekki,“ segir Einar. Einar segir hins vegar að það sé þekkt að þegar neysla áfengis aukist í þjóðfélaginu þá aukist tíðni skorpulifrar. Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem greinast, eða 70 prósent. Einar segir að þrátt fyrir að konur séu í minnihluta þeirra sem greinast hafi líka verið sýnt fram á að þær séu viðkvæmari. Þær þurfi minni neyslu til að veikjast í lifur. Meðalaldur við greiningu á skorpulifur er 59 ár og þá eru margir þeirra sem greinast búnir að drekka mjög mikið mjög lengi.Léttvínið ekkert betra en vodki Einar segir að rannsóknum beri ekki saman um áhrif mismunandi tegunda áfengis á lifrina. Í danskri rannsókn var sýnt fram á að þeir sem drykkju frekar léttvín en bjór eða sterkt vín væru ekki eins líklegir til að fá skorpulifur. Í ítalskri rannsókn var ekki hægt að slá þessu föstu og niðurstöður þeirrar rannsóknar voru að skorpulifur væri jafnalgeng meðal þeirra sem drykkju frekar léttvín. Einar segir eina rannsókn hafa verið gerða um þetta hér á landi. „Við bárum saman þá sem voru á Vogi og höfðu ekki fengið skorpulifur við þá sem greinst höfðu og fundum mjög lítinn mun á áfengisdrykkjunni.“Dagdrykkjan er verst Það sem hins vegar skiptir sköpum, segir Einar, er mynstur drykkjunnar. Þeir sem dreifa drykkjunni á marga daga eða drekka daglega eru líklegri til að fá lifrarsjúkdóma. „Skorpulifur og lifrarsjúkdómar voru mjög sjaldgæfir á Íslandi hér áður fyrr og meðal skýringa á því er að menn voru bara að drekka um helgar. Nú er fólk farið að drekka meira á virkum dögum og dreifa drykkjunni á fleiri daga og það eykur mjög álagið á lifrina. XSkaðar heilann að sturta í sig Einar mælir þó ekki með því að við skiptum beint aftur í gamla gírinn og dettum frekar í það um helgar enda þurfi að huga að fleiri líffærum en bara lifrinni. Áfengi hefur líka skaðleg áhrif á heilann og miðtaugakerfið sérstaklega ef mikið áfengi er innbyrt í einu lagi. Þá hefur það líka eitrunaráhrif á önnur líffæri eins og bris og smágirni og beinmerg. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Nýgengi á skorpulifur vegna áfengisneyslu hefur aukist um 10 prósent á ári,“ segir Einar Stefán Björnsson, prófessor og yfirlæknir í lyflækningum við læknadeild Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknar þessa efnis verða kynntar á íslenska lyflæknaþinginu sem fer fram í Hörpu um næstu mánaðamót. „Við erum að nálgast mjög mikið tíðni skorpulifrar á Norðurlöndunum,“ segir Einar og bendir á að árið 1980 hafi Íslendingar drukkið að meðaltali 4 lítra af áfengi á ári en neyslan hafi aukist um helming síðan þá og sé komin upp í 8 lítra. Fjölgun í nýgengi á skorpulifur og bráðri brisbólgu hefur orðið samfara þessari auknu áfengisneyslu.Lifrin bregst aðeins sumum Áfengi virðist hins vegar ekki valda lifrarsjúkdómum hjá öllum sem ofnota áfengi. „Hjá þeim sem ofnota alkóhól eru 15 til 20 prósent sem fá skorpulifur og við vitum ekki af hverju sumir fá þetta og aðrir ekki,“ segir Einar. Einar segir hins vegar að það sé þekkt að þegar neysla áfengis aukist í þjóðfélaginu þá aukist tíðni skorpulifrar. Karlar eru í miklum meirihluta þeirra sem greinast, eða 70 prósent. Einar segir að þrátt fyrir að konur séu í minnihluta þeirra sem greinast hafi líka verið sýnt fram á að þær séu viðkvæmari. Þær þurfi minni neyslu til að veikjast í lifur. Meðalaldur við greiningu á skorpulifur er 59 ár og þá eru margir þeirra sem greinast búnir að drekka mjög mikið mjög lengi.Léttvínið ekkert betra en vodki Einar segir að rannsóknum beri ekki saman um áhrif mismunandi tegunda áfengis á lifrina. Í danskri rannsókn var sýnt fram á að þeir sem drykkju frekar léttvín en bjór eða sterkt vín væru ekki eins líklegir til að fá skorpulifur. Í ítalskri rannsókn var ekki hægt að slá þessu föstu og niðurstöður þeirrar rannsóknar voru að skorpulifur væri jafnalgeng meðal þeirra sem drykkju frekar léttvín. Einar segir eina rannsókn hafa verið gerða um þetta hér á landi. „Við bárum saman þá sem voru á Vogi og höfðu ekki fengið skorpulifur við þá sem greinst höfðu og fundum mjög lítinn mun á áfengisdrykkjunni.“Dagdrykkjan er verst Það sem hins vegar skiptir sköpum, segir Einar, er mynstur drykkjunnar. Þeir sem dreifa drykkjunni á marga daga eða drekka daglega eru líklegri til að fá lifrarsjúkdóma. „Skorpulifur og lifrarsjúkdómar voru mjög sjaldgæfir á Íslandi hér áður fyrr og meðal skýringa á því er að menn voru bara að drekka um helgar. Nú er fólk farið að drekka meira á virkum dögum og dreifa drykkjunni á fleiri daga og það eykur mjög álagið á lifrina. XSkaðar heilann að sturta í sig Einar mælir þó ekki með því að við skiptum beint aftur í gamla gírinn og dettum frekar í það um helgar enda þurfi að huga að fleiri líffærum en bara lifrinni. Áfengi hefur líka skaðleg áhrif á heilann og miðtaugakerfið sérstaklega ef mikið áfengi er innbyrt í einu lagi. Þá hefur það líka eitrunaráhrif á önnur líffæri eins og bris og smágirni og beinmerg.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira