Skýringar smyglara á kókaíni í nærbuxunum „afar fjarstæðukendar“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2018 17:34 Kókaín hefur haft það orð á sér að vera fíkniefni ríka mannsins sökum þess hversu dýrt það er. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/anton brink Tveir Litháar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á um 700 grömmum af kókaíni hingað til lands. Dómara þótti skýringar annars mannsins á því hvernig efnin rötuðu í hendur hans „afar fjarstæðukenndar“. Mennirnir voru handteknir er þeir komu hingað til lands með flugi frá Amsterdam í mars síðastliðnum. Við líkamsleit fundu tollverðir tvær pakkningar sem mennirnir höfðu falið í nærbuxum sínum, hvor með eina pakkningu sem innihélt um 350 grömm af kókaíni. Annar maðurinn játaði að hafa flutt kókaínið hingað til lands en sagðist ekki hafa vitað hversu mikið magn væri í pakkningu sem hann faldi í nærbuxunum. Bar hann því við að efnið væri til eigin neyslu enda hefði hann á þessum tíma neytt á milli þriggja til sex gramma af kókaíni á dag.Sagðist hafa fundið nærbuxurnar á klósetti á flugvellinum í Amsterdam Hinn maðurinn neitaði hins vegar sök og sagði hann að hann hefði fyrir tilviljun rekist á pakka sem búið var að festa neðan í vegghangandi klósett á flugvellinum í Amsterdam. Pakkinn hefði verið vafinn með svörtu límbandi og festur við nærbuxur. Hann hafi tekið þá skyndiákvörðun að taka pakkann með sér.Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaÞví hafi hann farið í nærbuxurnar sem pakkinn var í utan yfir sínar eigin nærbuxur. Sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis er hann fann pakkann, annars hefði honum aldrei dottið í hug að taka pakkann með. Hann hafi hins vegar ekki vitað hvað væri í pakkanum en hafi farið að gruna að eitthvað ólöglegt væri í pakkanum þegar hann var stöðvaður við komuna hingað til lands.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir hins vegar að þessar skýringar mannsins verði að teljast „afar fjarstæðukenndar“. Ekkert haldbært hafi komið fram við rannsókn málsins sem styðji frásögn hans af atvikunum sem hann lýsti. Þvert á móti liggi það fyrir að pakkningin var að lögun og gerð sambærileg þeirri pakkningu sem félagi hans flutti til landsins, auk þess sem þær innihéldu nánast sama magn af kókaíni.„Með vísan til alls þessa þykir dómnum mega slá því föstu að pakkningarnar hafi verið útbúnar af sama eða sömu aðilum. Að öllu þessu gættu þykir framburður ákærða vera svo ótrúverðugur að ekki verði á honum byggt að neinu leyti við úrlausn málsins,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Voru mennirnir sem fyrr segir dæmdir í átján mánaða fangelsi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Tveir Litháar hafa verið dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að innfluttningi á um 700 grömmum af kókaíni hingað til lands. Dómara þótti skýringar annars mannsins á því hvernig efnin rötuðu í hendur hans „afar fjarstæðukenndar“. Mennirnir voru handteknir er þeir komu hingað til lands með flugi frá Amsterdam í mars síðastliðnum. Við líkamsleit fundu tollverðir tvær pakkningar sem mennirnir höfðu falið í nærbuxum sínum, hvor með eina pakkningu sem innihélt um 350 grömm af kókaíni. Annar maðurinn játaði að hafa flutt kókaínið hingað til lands en sagðist ekki hafa vitað hversu mikið magn væri í pakkningu sem hann faldi í nærbuxunum. Bar hann því við að efnið væri til eigin neyslu enda hefði hann á þessum tíma neytt á milli þriggja til sex gramma af kókaíni á dag.Sagðist hafa fundið nærbuxurnar á klósetti á flugvellinum í Amsterdam Hinn maðurinn neitaði hins vegar sök og sagði hann að hann hefði fyrir tilviljun rekist á pakka sem búið var að festa neðan í vegghangandi klósett á flugvellinum í Amsterdam. Pakkinn hefði verið vafinn með svörtu límbandi og festur við nærbuxur. Hann hafi tekið þá skyndiákvörðun að taka pakkann með sér.Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness.Fréttablaðið/gvaÞví hafi hann farið í nærbuxurnar sem pakkinn var í utan yfir sínar eigin nærbuxur. Sagðist hann hafa verið undir áhrifum áfengis er hann fann pakkann, annars hefði honum aldrei dottið í hug að taka pakkann með. Hann hafi hins vegar ekki vitað hvað væri í pakkanum en hafi farið að gruna að eitthvað ólöglegt væri í pakkanum þegar hann var stöðvaður við komuna hingað til lands.Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir hins vegar að þessar skýringar mannsins verði að teljast „afar fjarstæðukenndar“. Ekkert haldbært hafi komið fram við rannsókn málsins sem styðji frásögn hans af atvikunum sem hann lýsti. Þvert á móti liggi það fyrir að pakkningin var að lögun og gerð sambærileg þeirri pakkningu sem félagi hans flutti til landsins, auk þess sem þær innihéldu nánast sama magn af kókaíni.„Með vísan til alls þessa þykir dómnum mega slá því föstu að pakkningarnar hafi verið útbúnar af sama eða sömu aðilum. Að öllu þessu gættu þykir framburður ákærða vera svo ótrúverðugur að ekki verði á honum byggt að neinu leyti við úrlausn málsins,“ að því er segir í dómi héraðsdóms.Voru mennirnir sem fyrr segir dæmdir í átján mánaða fangelsi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira