Jemen – Ákall um aðstoð Kristín S. Hjálmtýsdóttir og Sveinn Kristinsson skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen sem er fyrst og fremst til komin vegna vopnaðra átaka í landinu. Með þessu tekur Rauði krossinn þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna þess alvarlega ástands sem íbúar í landinu standa frammi fyrir og bregst um leið við ákalli alþjóðasamfélagsins vegna þeirrar neyðar sem nú þegar ríkir í Jemen.Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins á ÍslandiHafnbann og lyfjaskortur Áætlað er að 60% jemensku þjóðarinnar skorti mat eða um 17,8 milljónir einstaklinga. Ástandið í landinu hefur einnig leitt til þess að heilbrigðiskerfi landsins hefur hrunið, bæði vegna árása á spítala og heilbrigðisstarfsfólk, en einnig er skortur á lyfjum og lækningatækjum sem er afleiðing hafnbanns og lokunar flugvallarins í Sanaa, höfuðborg Jemens. Skortur á lyfjum og lækningatækjum veldur því að börn eru ekki bólusett, einnig er mikill fjöldi barna vannærður og eykst sá fjöldi enn! Þetta hefur í för með sér að útbreiðsla sjúkdóma meðal barna hefur stóraukist, oft með banvænum afleiðingum. Hreint vatn og lyf eru nú lúxusvara í Jemen sem aftur veldur því að sjúkdómar á borð við kóleru og mislinga leggjast á fleiri og fleiri Jemena. Rauði krossinn hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að bregðast við þessu ófremdarástandi.Lífshættulegar aðstæður Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Rauði hálfmáninn í Jemen reyna eftir megni að aðstoða bágstadda við afar erfiðar og oft lífshættulegar aðstæður. Á fyrri hluta ársins 2018 veitti Rauði krossinn um 500 þúsund manns mataraðstoð, hjálpaði yfir tveimur milljónum Jemena með aðgengi að vatni og auknu hreinlæti og hjúkraði um 14 þúsund manns sem höfðu særst í átökunum. Aðgengi Rauða krossins og annarra mannúðarsamtaka að þolendum átaka og hungurs er því miður takmarkað. Sömuleiðis eru miklar hindranir á innflutningi hjálpargagna og hefur þetta gert allt hjálparstarf mjög erfitt. Það er ljóst að mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann geta hvorki leyst átökin né fætt jemensku þjóðina til framtíðar. Rauði krossinn og önnur mannúðarsamtök geta hins vegar veitt lífsbjargandi aðstoð til barna og fullorðinna í aðstæðum sem þessum. Við minnum á að það er á ábyrgð stríðandi fylkinga og alþjóðasamfélagsins að tryggja varanlegan frið svo íbúar Jemens geti hafið endurreisn og byggt sér og komandi kynslóðum betri framtíð.Verðum að bregðast við Rauði krossinn á Íslandi kallar nú eftir auknum viðbrögðum og stuðningi íslenskra stjórnvalda vegna þess ástands sem nú blasir við íbúum Jemens. Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar vakið athygli á ástandinu í Jemen á alþjóðavettvangi – því miður aðeins eitt fárra ríkja sem það hefur gert! En betur má ef duga skal. Rauði krossinn á Íslandi skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir pólitískri lausn á átökunum samhliða því að tala fyrir öruggu aðgengi mannúðarsamtaka og hjálpargagna inn í landið. Opna þarf á ný flugvöllinn í Sanaa og tryggja að hafnbanni verði aflétt. Ástandið í Jemen er með öllu óásættanlegt. Hungursneyð og ónýtt heilbrigðiskerfi, innviðir landsins og efnahagur eru í rúst. Milljónir eru á flótta og milljónir fara svangar að sofa. Þetta ástand er bein afleiðing af síendurteknum brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum og virðingarleysi gegn mannlegri reisn. Af þessum sökum deyr mikill fjöldi saklausra borgara á degi hverjum, sumir úr næringarskorti og hungri, aðrir úr læknanlegum sjúkdómum og enn aðrir af völdum vopnaðra átaka. Á meðan ástandið í Jemen lagast ekki eru það mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann sem standa vaktina. Nauðsynlegt er að safna fjármagni svo hægt sé að senda mikið magn hjálpargagna til bágstaddra í Jemen og þannig bregðast við þeirri hungursneyð sem mikill meirihluti borgara landsins stendur frammi fyrir. Tíminn skiptir máli, því líf milljóna Jemena er í húfi. Þú getur stutt lífsbjargandi mannúðarstarf Rauða krossins í Jemen með 2.900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hjálparstarf Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna yfirvofandi hungursneyðar í Jemen sem er fyrst og fremst til komin vegna vopnaðra átaka í landinu. Með þessu tekur Rauði krossinn þátt í samræmdu átaki Rauða kross hreyfingarinnar vegna þess alvarlega ástands sem íbúar í landinu standa frammi fyrir og bregst um leið við ákalli alþjóðasamfélagsins vegna þeirrar neyðar sem nú þegar ríkir í Jemen.Sveinn Kristinsson formaður Rauða krossins á ÍslandiHafnbann og lyfjaskortur Áætlað er að 60% jemensku þjóðarinnar skorti mat eða um 17,8 milljónir einstaklinga. Ástandið í landinu hefur einnig leitt til þess að heilbrigðiskerfi landsins hefur hrunið, bæði vegna árása á spítala og heilbrigðisstarfsfólk, en einnig er skortur á lyfjum og lækningatækjum sem er afleiðing hafnbanns og lokunar flugvallarins í Sanaa, höfuðborg Jemens. Skortur á lyfjum og lækningatækjum veldur því að börn eru ekki bólusett, einnig er mikill fjöldi barna vannærður og eykst sá fjöldi enn! Þetta hefur í för með sér að útbreiðsla sjúkdóma meðal barna hefur stóraukist, oft með banvænum afleiðingum. Hreint vatn og lyf eru nú lúxusvara í Jemen sem aftur veldur því að sjúkdómar á borð við kóleru og mislinga leggjast á fleiri og fleiri Jemena. Rauði krossinn hefur gert allt sem í hans valdi stendur til að bregðast við þessu ófremdarástandi.Lífshættulegar aðstæður Alþjóðaráð Rauða krossins (ICRC) og Rauði hálfmáninn í Jemen reyna eftir megni að aðstoða bágstadda við afar erfiðar og oft lífshættulegar aðstæður. Á fyrri hluta ársins 2018 veitti Rauði krossinn um 500 þúsund manns mataraðstoð, hjálpaði yfir tveimur milljónum Jemena með aðgengi að vatni og auknu hreinlæti og hjúkraði um 14 þúsund manns sem höfðu særst í átökunum. Aðgengi Rauða krossins og annarra mannúðarsamtaka að þolendum átaka og hungurs er því miður takmarkað. Sömuleiðis eru miklar hindranir á innflutningi hjálpargagna og hefur þetta gert allt hjálparstarf mjög erfitt. Það er ljóst að mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann geta hvorki leyst átökin né fætt jemensku þjóðina til framtíðar. Rauði krossinn og önnur mannúðarsamtök geta hins vegar veitt lífsbjargandi aðstoð til barna og fullorðinna í aðstæðum sem þessum. Við minnum á að það er á ábyrgð stríðandi fylkinga og alþjóðasamfélagsins að tryggja varanlegan frið svo íbúar Jemens geti hafið endurreisn og byggt sér og komandi kynslóðum betri framtíð.Verðum að bregðast við Rauði krossinn á Íslandi kallar nú eftir auknum viðbrögðum og stuðningi íslenskra stjórnvalda vegna þess ástands sem nú blasir við íbúum Jemens. Íslensk stjórnvöld hafa nú þegar vakið athygli á ástandinu í Jemen á alþjóðavettvangi – því miður aðeins eitt fárra ríkja sem það hefur gert! En betur má ef duga skal. Rauði krossinn á Íslandi skorar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir pólitískri lausn á átökunum samhliða því að tala fyrir öruggu aðgengi mannúðarsamtaka og hjálpargagna inn í landið. Opna þarf á ný flugvöllinn í Sanaa og tryggja að hafnbanni verði aflétt. Ástandið í Jemen er með öllu óásættanlegt. Hungursneyð og ónýtt heilbrigðiskerfi, innviðir landsins og efnahagur eru í rúst. Milljónir eru á flótta og milljónir fara svangar að sofa. Þetta ástand er bein afleiðing af síendurteknum brotum á alþjóðlegum mannúðarlögum og virðingarleysi gegn mannlegri reisn. Af þessum sökum deyr mikill fjöldi saklausra borgara á degi hverjum, sumir úr næringarskorti og hungri, aðrir úr læknanlegum sjúkdómum og enn aðrir af völdum vopnaðra átaka. Á meðan ástandið í Jemen lagast ekki eru það mannúðarsamtök á borð við Rauða krossinn og Rauða hálfmánann sem standa vaktina. Nauðsynlegt er að safna fjármagni svo hægt sé að senda mikið magn hjálpargagna til bágstaddra í Jemen og þannig bregðast við þeirri hungursneyð sem mikill meirihluti borgara landsins stendur frammi fyrir. Tíminn skiptir máli, því líf milljóna Jemena er í húfi. Þú getur stutt lífsbjargandi mannúðarstarf Rauða krossins í Jemen með 2.900 kr. framlagi með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar