Jöfnuður, líf og heilsa Þorvaldur Gylfason skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Reykjavík – Hvað skyldu Brussel, Hamborg, London, Stokkhólmur og Vín eiga sameiginlegt? Þessar fimm borgir eru á lista hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) yfir tíu ríkustu svæði Norður-Evrópu. London leiðir listann. Á hinn bóginn eru níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Hér er hún lifandi komin ein helzta skýringin á því hvers vegna 52% brezkra kjósenda kusu útgöngu úr ESB (Brexit) í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Kjósendur sem töldu sig hafa orðið undir í baráttunni um brauðið ákváðu að rísa upp gegn ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem efndi til atkvæðagreiðslunnar til að reyna að friða óstýriláta ESB-andstæðinga í þingflokknum. Landlæg misskipting auðs og tekna í Bretlandi utan Skotlands hefur gert London að ríkasta bletti álfunnar meðan landsbyggðin hefur setið á hakanum. Þessa misvægis gjalda Bretar nú með pólitískri upplausn og óvissu um framhaldið sem enn sér ekki fyrir endann á. Í þessu ljósi er vert að skoða sjálfstæðisþrá margra Skota. Heilbrigðistölur bera vitni. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður.Bandaríkin: Sama saga Svipaða sögu er að segja um sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Þar í landi stóð kaupmáttur launa í stað um langt árabil þótt forstjórar fyrirtækja skömmtuðu sér sífellt hærri laun. Forstjóralaun námu að jafnaði tuttuguföldum launum venjulegs verkafólks 1965 og 312-földum meðallaunum 2017. Hvað gera menn þá? Þeir fleygja Mólótov-kokkteilum úr kjörklefanum, sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore sem spáði Trump sigri einn örfárra. Trump var þeirra Mólótov. Fylgi Trumps um landið var mest þar sem reiðin var mest og þar sem mest var um ótímabær dauðsföll í örvæntingu af völdum lyfjanotkunar, faraldurs sem kostaði 72.000 mannslíf í Bandaríkjunum í fyrra. Enn bera heilbrigðistölur vitni. Langlífi í Bandaríkjunum dróst saman 2015 og 2016. Ef í ljós kemur að meðalævi Bandaríkjamanna hélt áfram að styttast 2017, þá verður það í fyrsta sinn síðan í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 að meðalævi Bandaríkjamanna styttist þrjú ár í röð. Við bætist að munurinn á langlífi ólíkra þjóðfélagshópa er mikill og vaxandi. Bandarískir hátekjumenn lifa nú að jafnaði 10 árum (konur) til 15 árum (karlar) lengur en fólk með lágar tekjur.Ísland: Í humátt á eftir hinum Margt bendir til að Ísland hafi látið berast á svipaðar slóðir og Bandaríkin og Bretland. Samtök atvinnulífsins verjast nú kaupkröfum launþega m.a. með því að benda á að jöfnuður í tekjuskiptingu á Íslandi mælist nú aftur meiri en annars staðar á OECD-svæðinu. Atburðir síðustu ára vekja þó tortryggni um opinberar tölur um tekjuskiptingu þar eð fjármagnstekjur aðrar en vaxtatekjur eru ekki enn teknar með í reikninginn. Við bætist að mikill fjöldi íslenzkra nafna (600!) sem fannst í Panama-skjölunum bendir til að miklar eignir margra Íslendinga séu faldar einnig í öðrum skattaskjólum, t.d. á Kýpur, auk þess sem fyrir liggur að enginn þykist vita hvað varð um hrunþýfið úr bönkunum og tekjurnar sem „eigendur“ þess hafa af því. Laun alþingismanna hækkuðu um 111% frá 2011 til 2018 meðan verðlag hækkaði um 26%. Laun sumra bæjarstjóra í litlum sveitarfélögum eru hærri en laun borgarstjóranna í London, París og New York. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni nema 17-földum lágmarkslaunum sem er mun hærra hlutfall en áður. Allt bendir þetta til aukinnar tilætlunarsemi af hálfu sjálftökusveitanna sem telja sér ekki lengur fært að una við launahlutföll fyrri tíðar og segja líkt og John F. Kennedy sagði forðum til að vara við ójafnaðarmönnum: Mitt er mitt, við semjum um hitt.Tvisvar áður Og enn bera heilbrigðistölur vitni. Meðalævi Íslendinga stóð í stað frá 2012 til 2016 þótt barnadauði héldi áfram að minnka skv. upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það gerist sjaldan um okkar daga að ævilíkur haldist óbreyttar í fjögur ár. Slíkt hefur gerzt aðeins tvisvar áður á Íslandi. Hér lengdust ævir manna úr 30 árum 1860-1870 í 73,4 ár 1960 og síðan upp í 82,5 ár 2012 og 2016. Ævilíkurnar minnkuðu lítillega eftir að síldin hvarf 1967-1968 eða úr 73,8 árum 1967 í 73,6 ár 1971. Ævilíkurnar drógust aftur saman eftir að verðbólgan var barin niður úr hæstu hæðum eftir 1983 eða úr 77,6 árum 1984 niður í 77,1 ár 1988. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um óbreyttar ævilíkur 2012-2016. Hrunið virðist hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag. Enn er lítið vitað um muninn á ævilíkum ólíkra þjóðfélags- og tekjuhópa á Íslandi. Þar er verk að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Hvað skyldu Brussel, Hamborg, London, Stokkhólmur og Vín eiga sameiginlegt? Þessar fimm borgir eru á lista hagstofu Evrópusambandsins (Eurostat) yfir tíu ríkustu svæði Norður-Evrópu. London leiðir listann. Á hinn bóginn eru níu af tíu fátækustu svæðum Norður-Evrópu öll í Bretlandi, þó ekki Skotlandi. Hér er hún lifandi komin ein helzta skýringin á því hvers vegna 52% brezkra kjósenda kusu útgöngu úr ESB (Brexit) í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Kjósendur sem töldu sig hafa orðið undir í baráttunni um brauðið ákváðu að rísa upp gegn ríkisstjórn Íhaldsflokksins sem efndi til atkvæðagreiðslunnar til að reyna að friða óstýriláta ESB-andstæðinga í þingflokknum. Landlæg misskipting auðs og tekna í Bretlandi utan Skotlands hefur gert London að ríkasta bletti álfunnar meðan landsbyggðin hefur setið á hakanum. Þessa misvægis gjalda Bretar nú með pólitískri upplausn og óvissu um framhaldið sem enn sér ekki fyrir endann á. Í þessu ljósi er vert að skoða sjálfstæðisþrá margra Skota. Heilbrigðistölur bera vitni. Langlífi í Bretlandi stóð í stað frá 2011 til 2016. Það hefur ekki gerzt þar áður.Bandaríkin: Sama saga Svipaða sögu er að segja um sigur Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Þar í landi stóð kaupmáttur launa í stað um langt árabil þótt forstjórar fyrirtækja skömmtuðu sér sífellt hærri laun. Forstjóralaun námu að jafnaði tuttuguföldum launum venjulegs verkafólks 1965 og 312-földum meðallaunum 2017. Hvað gera menn þá? Þeir fleygja Mólótov-kokkteilum úr kjörklefanum, sagði kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore sem spáði Trump sigri einn örfárra. Trump var þeirra Mólótov. Fylgi Trumps um landið var mest þar sem reiðin var mest og þar sem mest var um ótímabær dauðsföll í örvæntingu af völdum lyfjanotkunar, faraldurs sem kostaði 72.000 mannslíf í Bandaríkjunum í fyrra. Enn bera heilbrigðistölur vitni. Langlífi í Bandaríkjunum dróst saman 2015 og 2016. Ef í ljós kemur að meðalævi Bandaríkjamanna hélt áfram að styttast 2017, þá verður það í fyrsta sinn síðan í fyrri heimsstyrjöldinni 1914-1918 að meðalævi Bandaríkjamanna styttist þrjú ár í röð. Við bætist að munurinn á langlífi ólíkra þjóðfélagshópa er mikill og vaxandi. Bandarískir hátekjumenn lifa nú að jafnaði 10 árum (konur) til 15 árum (karlar) lengur en fólk með lágar tekjur.Ísland: Í humátt á eftir hinum Margt bendir til að Ísland hafi látið berast á svipaðar slóðir og Bandaríkin og Bretland. Samtök atvinnulífsins verjast nú kaupkröfum launþega m.a. með því að benda á að jöfnuður í tekjuskiptingu á Íslandi mælist nú aftur meiri en annars staðar á OECD-svæðinu. Atburðir síðustu ára vekja þó tortryggni um opinberar tölur um tekjuskiptingu þar eð fjármagnstekjur aðrar en vaxtatekjur eru ekki enn teknar með í reikninginn. Við bætist að mikill fjöldi íslenzkra nafna (600!) sem fannst í Panama-skjölunum bendir til að miklar eignir margra Íslendinga séu faldar einnig í öðrum skattaskjólum, t.d. á Kýpur, auk þess sem fyrir liggur að enginn þykist vita hvað varð um hrunþýfið úr bönkunum og tekjurnar sem „eigendur“ þess hafa af því. Laun alþingismanna hækkuðu um 111% frá 2011 til 2018 meðan verðlag hækkaði um 26%. Laun sumra bæjarstjóra í litlum sveitarfélögum eru hærri en laun borgarstjóranna í London, París og New York. Meðallaun forstjóra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni nema 17-földum lágmarkslaunum sem er mun hærra hlutfall en áður. Allt bendir þetta til aukinnar tilætlunarsemi af hálfu sjálftökusveitanna sem telja sér ekki lengur fært að una við launahlutföll fyrri tíðar og segja líkt og John F. Kennedy sagði forðum til að vara við ójafnaðarmönnum: Mitt er mitt, við semjum um hitt.Tvisvar áður Og enn bera heilbrigðistölur vitni. Meðalævi Íslendinga stóð í stað frá 2012 til 2016 þótt barnadauði héldi áfram að minnka skv. upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Það gerist sjaldan um okkar daga að ævilíkur haldist óbreyttar í fjögur ár. Slíkt hefur gerzt aðeins tvisvar áður á Íslandi. Hér lengdust ævir manna úr 30 árum 1860-1870 í 73,4 ár 1960 og síðan upp í 82,5 ár 2012 og 2016. Ævilíkurnar minnkuðu lítillega eftir að síldin hvarf 1967-1968 eða úr 73,8 árum 1967 í 73,6 ár 1971. Ævilíkurnar drógust aftur saman eftir að verðbólgan var barin niður úr hæstu hæðum eftir 1983 eða úr 77,6 árum 1984 niður í 77,1 ár 1988. Í þessu ljósi virðist nærtækt að kenna eftirköstum hrunsins um óbreyttar ævilíkur 2012-2016. Hrunið virðist hafa spillt heilsu manna og langlífi og ekki bara efnahag. Enn er lítið vitað um muninn á ævilíkum ólíkra þjóðfélags- og tekjuhópa á Íslandi. Þar er verk að vinna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun