Bogi Nils segir ekki sjálfbært að miðaverð haldist lágt til lengdar Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. nóvember 2018 20:00 Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group segir fargjöld Wow Air mjög lág og ráða má af orðum hans að þau muni hækka. Hann segir að margvísleg samlegðaráhrif fylgi kaupum Icelandair á Wow Air gangi þau eftir. Bogi segir að viðræður hans og Skúla Mogensen forstjóra Wow Air, sem leiddu á endanum til þess að Icelandair keypti Wow Air, hafi borið brátt að. „Þær hófust með samtali á föstudagskvöldið. Síðan fór þetta í gang á laugardagsmorgun og kláraðist svo um hádegið í gær,“ segir Bogi. Munu neytendur sjá einhverjar breytingar hjá Wow Air ef kaupin ganga eftir? „Ekki út af þessum kaupum en eins og við höfum séð þá hafa fargjöld verið mjög lág og margir velta fyrir sér hvort það sé sjálfbært til lengri tíma. Félögin verða eftir sem áður í mikilli samkeppni við fullt af stórum flugfélögum sem eru að fljúga hingað til lands og líka þau sem eru að fljúga yfir hafið. Þannig að þó að þessi viðskipti gangi í gegn þá verður samkeppnin mjög mikil áfram og það mun ekkert breytast út af þessum viðskiptum.“ Hann segir að margvísleg samlegðaráhrif fylgi kaupum Icelandair á Wow Air. „Að hafa stærri rekstur felur í sér samlegð. Að geta nýtt starfsfólk, tölvukerfi og fleira. Þegar félög stækka þá verður samlegð.“Verður Skúli Mogensen áfram forstjóri Wow Air? „Þessi samruni er ekki genginn í gegn. Það eru mjög mörg skilyrði sem þarf að klára áður en að hann gengur í gegn. Það hefur ekkert verið rætt. En ég vona svo sannarlega að Skúli Mogensen verði áfram viðloðandi félagið ef við tökum við því.“Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR.Fjárhagsstaða Wow Air mun skipta sköpum Kaupin voru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, samþykki hluthafafundar Icelandair Group og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Um er að ræða svokallaðan láréttan samruna því Icelandair er að kaupa keppinaut á sama markaði. Reglan um fyrirtæki á fallandi fæti (e. failing firm defence) er viðurkennd í íslenskum samkeppnisrétti og hefur verið litið til túlkunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á reglunni við mat á samrunum á innri markaðnum. Í reglunni felst að samruni fyrirtækis á fallandi fæti er heimilaður þrátt fyrir að samruninn hafi í för með sér samkeppnishamlandi afleiðingar. Heimir Örn Herbertsson sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins muni velta á því hvernig markaðir flugfélaganna tveggja eru skilgreindir. „Mér finnst mjög líklegt að staða Wow Air, hugsanleg rekstrarvandræði eða erfiðar framtíðarhorfur hjá því félagi, mér finnst mjög líklegt að það skipti verulegu máli varðandi það hvaða viðtökur þessi samruni fær (hjá Samkeppniseftirlitinu),“ segir Heimir Örn. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30 Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs Jóhannes Þór Skúlason formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að kaup Icelandair Group á WOW air hafi að mestu eytt óvissuástandi innan ferðaþjónustunnar á Íslandi. 6. nóvember 2018 18:43 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15 Bréf Icelandair lækka á ný Það sem af er morgni hafa hlutabréf í Icelandair lækkað um næstum sex prósent. 6. nóvember 2018 11:20 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Bogi Nils Bogason starfandi forstjóri Icelandair Group segir fargjöld Wow Air mjög lág og ráða má af orðum hans að þau muni hækka. Hann segir að margvísleg samlegðaráhrif fylgi kaupum Icelandair á Wow Air gangi þau eftir. Bogi segir að viðræður hans og Skúla Mogensen forstjóra Wow Air, sem leiddu á endanum til þess að Icelandair keypti Wow Air, hafi borið brátt að. „Þær hófust með samtali á föstudagskvöldið. Síðan fór þetta í gang á laugardagsmorgun og kláraðist svo um hádegið í gær,“ segir Bogi. Munu neytendur sjá einhverjar breytingar hjá Wow Air ef kaupin ganga eftir? „Ekki út af þessum kaupum en eins og við höfum séð þá hafa fargjöld verið mjög lág og margir velta fyrir sér hvort það sé sjálfbært til lengri tíma. Félögin verða eftir sem áður í mikilli samkeppni við fullt af stórum flugfélögum sem eru að fljúga hingað til lands og líka þau sem eru að fljúga yfir hafið. Þannig að þó að þessi viðskipti gangi í gegn þá verður samkeppnin mjög mikil áfram og það mun ekkert breytast út af þessum viðskiptum.“ Hann segir að margvísleg samlegðaráhrif fylgi kaupum Icelandair á Wow Air. „Að hafa stærri rekstur felur í sér samlegð. Að geta nýtt starfsfólk, tölvukerfi og fleira. Þegar félög stækka þá verður samlegð.“Verður Skúli Mogensen áfram forstjóri Wow Air? „Þessi samruni er ekki genginn í gegn. Það eru mjög mörg skilyrði sem þarf að klára áður en að hann gengur í gegn. Það hefur ekkert verið rætt. En ég vona svo sannarlega að Skúli Mogensen verði áfram viðloðandi félagið ef við tökum við því.“Heimir Örn Herbertsson hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR.Fjárhagsstaða Wow Air mun skipta sköpum Kaupin voru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, samþykki hluthafafundar Icelandair Group og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Um er að ræða svokallaðan láréttan samruna því Icelandair er að kaupa keppinaut á sama markaði. Reglan um fyrirtæki á fallandi fæti (e. failing firm defence) er viðurkennd í íslenskum samkeppnisrétti og hefur verið litið til túlkunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á reglunni við mat á samrunum á innri markaðnum. Í reglunni felst að samruni fyrirtækis á fallandi fæti er heimilaður þrátt fyrir að samruninn hafi í för með sér samkeppnishamlandi afleiðingar. Heimir Örn Herbertsson sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins muni velta á því hvernig markaðir flugfélaganna tveggja eru skilgreindir. „Mér finnst mjög líklegt að staða Wow Air, hugsanleg rekstrarvandræði eða erfiðar framtíðarhorfur hjá því félagi, mér finnst mjög líklegt að það skipti verulegu máli varðandi það hvaða viðtökur þessi samruni fær (hjá Samkeppniseftirlitinu),“ segir Heimir Örn.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30 Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30 Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs Jóhannes Þór Skúlason formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að kaup Icelandair Group á WOW air hafi að mestu eytt óvissuástandi innan ferðaþjónustunnar á Íslandi. 6. nóvember 2018 18:43 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15 Bréf Icelandair lækka á ný Það sem af er morgni hafa hlutabréf í Icelandair lækkað um næstum sex prósent. 6. nóvember 2018 11:20 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30
Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á Wow Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búinn til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður 5. nóvember 2018 13:30
Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25
Staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs Jóhannes Þór Skúlason formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að kaup Icelandair Group á WOW air hafi að mestu eytt óvissuástandi innan ferðaþjónustunnar á Íslandi. 6. nóvember 2018 18:43
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30
Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15
Bréf Icelandair lækka á ný Það sem af er morgni hafa hlutabréf í Icelandair lækkað um næstum sex prósent. 6. nóvember 2018 11:20
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30