Notar dagblöð í stað plastpoka þegar hún hirðir upp eftir hundinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 19:00 Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. Bannað verður að nota einnota plastpoka, plasthnífapör, diska og glös eftir nokkur ár. Það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að plastmálum. Í Reykjavík býr sjö manna fjölskylda byrjaði á því fyrir fjórum árum. Dóra Magnúsdóttir umhverfisgæðingur segir að gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum. „Ég nota til dæmis kókosolíu í glerkrukku í stað hreinsikrems í plasti til að taka af mér farða. Við notum handsápu sem er ekki í plastumbúðum. Það eru að sjálfsögðu umhverfisvænir pokar í ruslinu. Þá fer ég með saumaða poka í búðina til að setja í grænmeti og ávexti. Ég er alltaf með margnota poka í bílnum og ef ég gleymi þeim þegar ég fer að versla tíni ég matinn inní bílinn og sæki poka til að bera hann inn þegar heim er komið. Við kaupum ekki smjörva því hann er í plastíláti heldur hreint smjör sem við geymum mjúkt á eldhúsbekknum. Við kaupum heldur ekki gosdrykki í plasti en eigum sódastreamtæki,“ segir Dóra. Fjölskyldan flokkar allt rusl og hefur komið sér upp moltu. „Ég og maðurinn minn erum alveg eitt í þessu en krakkarnir henda stundum banönum í almenna ruslið og fá þá alveg að heyra það,“ segir Dóra og brosir. Á heimilinu er hundur og þegar Dóra fer með hann út þá notar hún dagblöð í stað plastpoka til að hirða upp eftir hann. Dóra segir að móðir hennar hafi verið á undan samtímanum þegar kom að umhverfismálum. „Mamma saumaði til að mynda margnota jólapoka sem við fjölskyldan notum í stað umbúðapappírs. Fyrst fannst mér þetta hálfleiðinegt en núna eru þessi pokar bara heilagir,“ segir hún að lokum. Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Sjö manna fjölskylda í Reykjavík hefur markvisst dregið úr plastnotkun á síðustu árum. Húsmóðirin segir að þau hafi náð sex af tíu stigum í aðgerðum sínum. Hún notar dagblöð í stað plastpoka til að hreinsa upp eftir hundinn og setur ávexti og grænmeti í verslunum í saumaða poka. Bannað verður að nota einnota plastpoka, plasthnífapör, diska og glös eftir nokkur ár. Það er því ekki seinna vænna en að fara að huga að plastmálum. Í Reykjavík býr sjö manna fjölskylda byrjaði á því fyrir fjórum árum. Dóra Magnúsdóttir umhverfisgæðingur segir að gripið hafi verið til margvíslegra ráðstafana á síðustu árum. „Ég nota til dæmis kókosolíu í glerkrukku í stað hreinsikrems í plasti til að taka af mér farða. Við notum handsápu sem er ekki í plastumbúðum. Það eru að sjálfsögðu umhverfisvænir pokar í ruslinu. Þá fer ég með saumaða poka í búðina til að setja í grænmeti og ávexti. Ég er alltaf með margnota poka í bílnum og ef ég gleymi þeim þegar ég fer að versla tíni ég matinn inní bílinn og sæki poka til að bera hann inn þegar heim er komið. Við kaupum ekki smjörva því hann er í plastíláti heldur hreint smjör sem við geymum mjúkt á eldhúsbekknum. Við kaupum heldur ekki gosdrykki í plasti en eigum sódastreamtæki,“ segir Dóra. Fjölskyldan flokkar allt rusl og hefur komið sér upp moltu. „Ég og maðurinn minn erum alveg eitt í þessu en krakkarnir henda stundum banönum í almenna ruslið og fá þá alveg að heyra það,“ segir Dóra og brosir. Á heimilinu er hundur og þegar Dóra fer með hann út þá notar hún dagblöð í stað plastpoka til að hirða upp eftir hann. Dóra segir að móðir hennar hafi verið á undan samtímanum þegar kom að umhverfismálum. „Mamma saumaði til að mynda margnota jólapoka sem við fjölskyldan notum í stað umbúðapappírs. Fyrst fannst mér þetta hálfleiðinegt en núna eru þessi pokar bara heilagir,“ segir hún að lokum.
Umhverfismál Tengdar fréttir Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30
Íslendingar vilja banna plastpoka Nærri tveir af hverjum þremur Íslendingum eru hlynntir banni á einnota plastpokum í verslunum samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem fram fór í ágúst. 30. október 2018 06:15