Borgin tekur meira en ríkið Eyþór Arnalds skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Það kemur sennilega flestum ef ekki öllum á óvart að Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa en ríkið. Þannig er hlutfall borgarinnar í skatttekjum borgarbúa 56% á meðan hlutfall ríkisins er 44% samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins. Tökum dæmi um faglærðan leikskólakennara en hann fær samkvæmt kjarasamningi 469 þúsund krónur í mánaðarlaun. Skattur af þessum launum er í kringum 109 þúsund krónur sem skiptast þannig að 45 þúsund krónur renna inn í ríkissjóð á meðan borgin fær 64 þúsund. Þ.e.a.s. 41% fer til ríkissjóðs á meðan 59% fara inn í borgarsjóð. Reykjavíkurborg getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að bæta kjör borgarbúa enda eru fjárhæðirnar sem borgin fær talsvert stærri en þær sem ríkið fær. Það þýðir ekki alltaf fyrir borgarfulltrúa meirihlutans að benda á ríkið og kvarta yfir að fjármagn sé ekki nægjanlegt til þess að halda almennilega á mikilvægum málaflokkum. Útsvarslækkun ætti að vera framlag Reykjavíkurborgar í komandi kjaraviðræðum enda á launafólk mikið undir því að skattar lækki nú í stað þess að höfrungahlaupið fari af stað með verðbólgu. Við leggjum líka til að afslættir til aldraðra og öryrkja verði auknir en tekjutenging afsláttanna er tekjuskerðing fyrir bæði aldraða og öryrkja. Borgin á að leggja áherslu á að bæta kaupmátt Reykvíkinga með ábyrgum hætti og hætta að taka meira en nágrannasveitarfélögin af launum borgarbúa. Álögur eru í hæstu hæðum. Fasteignaskattar hækka mikið á milli ára, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef borgarstjórn breytir ekki frá þeim forsendum sem hér er lagt upp með fer hækkunin lóðbeint út í leiguverð með tilheyrandi neikvæðum áhrifum, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Útsvar er hæst á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum á svæðinu. Launaskattur er hvergi hærri en í Reykjavík. Útsvarið var hækkað af Samfylkingunni og núverandi borgarstjóra í topp. Önnur sveitarfélög í kringum okkur taka talsvert færri krónur af launafólki. Snúum af þessari braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Það kemur sennilega flestum ef ekki öllum á óvart að Reykjavíkurborg tekur mun fleiri krónur af launum borgarbúa en ríkið. Þannig er hlutfall borgarinnar í skatttekjum borgarbúa 56% á meðan hlutfall ríkisins er 44% samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins. Tökum dæmi um faglærðan leikskólakennara en hann fær samkvæmt kjarasamningi 469 þúsund krónur í mánaðarlaun. Skattur af þessum launum er í kringum 109 þúsund krónur sem skiptast þannig að 45 þúsund krónur renna inn í ríkissjóð á meðan borgin fær 64 þúsund. Þ.e.a.s. 41% fer til ríkissjóðs á meðan 59% fara inn í borgarsjóð. Reykjavíkurborg getur ekki skorast undan þeirri ábyrgð að taka þátt í að bæta kjör borgarbúa enda eru fjárhæðirnar sem borgin fær talsvert stærri en þær sem ríkið fær. Það þýðir ekki alltaf fyrir borgarfulltrúa meirihlutans að benda á ríkið og kvarta yfir að fjármagn sé ekki nægjanlegt til þess að halda almennilega á mikilvægum málaflokkum. Útsvarslækkun ætti að vera framlag Reykjavíkurborgar í komandi kjaraviðræðum enda á launafólk mikið undir því að skattar lækki nú í stað þess að höfrungahlaupið fari af stað með verðbólgu. Við leggjum líka til að afslættir til aldraðra og öryrkja verði auknir en tekjutenging afsláttanna er tekjuskerðing fyrir bæði aldraða og öryrkja. Borgin á að leggja áherslu á að bæta kaupmátt Reykvíkinga með ábyrgum hætti og hætta að taka meira en nágrannasveitarfélögin af launum borgarbúa. Álögur eru í hæstu hæðum. Fasteignaskattar hækka mikið á milli ára, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Ef borgarstjórn breytir ekki frá þeim forsendum sem hér er lagt upp með fer hækkunin lóðbeint út í leiguverð með tilheyrandi neikvæðum áhrifum, bæði af atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Útsvar er hæst á höfuðborgarsvæðinu af öllum sveitarfélögum á svæðinu. Launaskattur er hvergi hærri en í Reykjavík. Útsvarið var hækkað af Samfylkingunni og núverandi borgarstjóra í topp. Önnur sveitarfélög í kringum okkur taka talsvert færri krónur af launafólki. Snúum af þessari braut.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar