Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2018 09:33 Trump forseti þegar hann tilkynnti að hann hygðist draga Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Sú ákvörðun tekur þó ekki gildi fyrr en árið 2020. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtók afneitun sína á vísindalegri þekkingu á eðli loftslagsbreytinga á jörðinni í nýlegu sjónvarpsviðtali þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki kynnt sér skýrslu eigin vísindamanna. Líkt og aðrir repúblikanar hefur Trump þrætt fyrir að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og hversu alvarlegar þær verði þrátt fyrir samhljóða álit vísindaheimsins um annað. Trump lýsti loftslagsbreytingum eitt sinn sem kínversku „gabbi“ og hefur fellt úr gildi fjölda loftslagsaðgerða sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt. Í viðtali við sjónvarpsþátt Axios-fréttasíðunnar hélt Trump uppteknum hætti, jafnvel eftir að fréttamaðurinn bar undir hann skýrslu sem nokkrar stofnanir alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir gáfu út í fyrra. „Eru loftslagsbreytingar? Já. Mun þetta fara aftur svona, ég meina mun þetta breytast til baka? Líklega,“ sagði Trump sem viðurkenndi þó að hann hefði ekki lesið vísindaskýrsluna. Fullyrðingar forsetans ganga þvert á það sem vísindamenn alríkisstjórnarinnar skrifuðu í skýrsluna. Þar kemur fram að aðeins hraður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda geti komið í veg fyrir að hiti andrúmsloft og sjávar aukist áfram og afleiðingar þess.Segir „skýrslur“ til sem sýna fram á annað Viðurkenndi Trump að menn hefðu lagt eitthvað til hnattrænnar hlýnunar. Það er í anda þess sem fleiri repúblikanar hafa sagt til þess að efast um að hversu miklu leyti menn beri ábyrgð eftir að afleiðingar loftslagsbreytingar tóku að verða augljósari. „Ég vil að allir skili skýrslu um hvað sem þeir vilja en á endanum er það ég sem tek úrslitaákvörðunina. Ég get líka gefið þér skýrslur þar sem fólk þrætir verulega fyrir það,“ sagði forsetinn. Engar slíkar skýrslur eru þó til á vegum alríkisstjórnar Bandaríkjanna og engar ritrýndar vísindagreinar. Þvert á móti telja vísindamenn að mannkynið beri ábyrgð á 100% af þeirri hnattrænu hlýnun sem mælst hefur frá iðnbyltingunni og gott betur. Ástæðan er sú að náttúrulegir þættir hafa vegið upp á móti hlýnun af völdum manna undanfarin fimmtíu ár. Ef ekki hefði verið fyrir þá hefði hlýnað enn meira en þegar er orðið vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar segir að engin önnur sannfærandi kenning sé um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Fjöldi alríkisstofnana átti þátt í skýrslunni, þar á meðal geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnunin NOAA og orkumálaráðuneytið. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti endurtók afneitun sína á vísindalegri þekkingu á eðli loftslagsbreytinga á jörðinni í nýlegu sjónvarpsviðtali þrátt fyrir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki kynnt sér skýrslu eigin vísindamanna. Líkt og aðrir repúblikanar hefur Trump þrætt fyrir að menn beri ábyrgð á loftslagsbreytingum og hversu alvarlegar þær verði þrátt fyrir samhljóða álit vísindaheimsins um annað. Trump lýsti loftslagsbreytingum eitt sinn sem kínversku „gabbi“ og hefur fellt úr gildi fjölda loftslagsaðgerða sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt. Í viðtali við sjónvarpsþátt Axios-fréttasíðunnar hélt Trump uppteknum hætti, jafnvel eftir að fréttamaðurinn bar undir hann skýrslu sem nokkrar stofnanir alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir gáfu út í fyrra. „Eru loftslagsbreytingar? Já. Mun þetta fara aftur svona, ég meina mun þetta breytast til baka? Líklega,“ sagði Trump sem viðurkenndi þó að hann hefði ekki lesið vísindaskýrsluna. Fullyrðingar forsetans ganga þvert á það sem vísindamenn alríkisstjórnarinnar skrifuðu í skýrsluna. Þar kemur fram að aðeins hraður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda geti komið í veg fyrir að hiti andrúmsloft og sjávar aukist áfram og afleiðingar þess.Segir „skýrslur“ til sem sýna fram á annað Viðurkenndi Trump að menn hefðu lagt eitthvað til hnattrænnar hlýnunar. Það er í anda þess sem fleiri repúblikanar hafa sagt til þess að efast um að hversu miklu leyti menn beri ábyrgð eftir að afleiðingar loftslagsbreytingar tóku að verða augljósari. „Ég vil að allir skili skýrslu um hvað sem þeir vilja en á endanum er það ég sem tek úrslitaákvörðunina. Ég get líka gefið þér skýrslur þar sem fólk þrætir verulega fyrir það,“ sagði forsetinn. Engar slíkar skýrslur eru þó til á vegum alríkisstjórnar Bandaríkjanna og engar ritrýndar vísindagreinar. Þvert á móti telja vísindamenn að mannkynið beri ábyrgð á 100% af þeirri hnattrænu hlýnun sem mælst hefur frá iðnbyltingunni og gott betur. Ástæðan er sú að náttúrulegir þættir hafa vegið upp á móti hlýnun af völdum manna undanfarin fimmtíu ár. Ef ekki hefði verið fyrir þá hefði hlýnað enn meira en þegar er orðið vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í loftslagsskýrslu bandarísku alríkisstjórnarinnar segir að engin önnur sannfærandi kenning sé um orsakir þeirra loftslagsbreytinga sem nú eiga sér stað. Fjöldi alríkisstofnana átti þátt í skýrslunni, þar á meðal geimvísindastofnunin NASA, Haf- og loftslagsstofnunin NOAA og orkumálaráðuneytið.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira