Sýslumenn andvígir því að færa innheimtu til Ríkisskattstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Ríkisskattstjóri á að sjá um innheimtu á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sýslumannafélag Íslands (SFÍ) furðar sig á fyrirhugaðri breytingu á tekjuskattslögum sem felur í sér að innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu verði flutt frá Tollstjóra til Ríkisskattstjóra (RSK). Drög að frumvarpi þess efnis voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar á dögunum. Í umsögn frá SFÍ er lýst yfir furðu á því að nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd hafi ekki haft samráð við innheimtumenn ríkissjóðs í héraði við störf sín. „Í skipulagsbreytingum, sem átt hafa sér stað síðari ár hjá hinu opinbera, hefur þess jafnan verið gætt að þær séu ekki til þess fallnar að stuðla að aukinni áhættu, m.t.t. vanhæfissjónarmiða og óheppilegrar samtvinnunar,“ segir í umsögn SFÍ. Er þar meðal annars vísað til aðskilnaðar dóms- og framkvæmdavalds, aðgreiningar lögregluvalds og fullnustu. Í frumvarpsdrögunum virðist því kveða við nýjan tón þar sem álagning, eftirlit og innheimta verði allt á sömu hendi hvað höfuðborgarsvæðið varðar. „Höfundar frumvarpsdraganna telja álagningu og innheimtu opinberra gjalda verða einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari með því að fela RSK innheimtuna. Ekki kemur þó fram í hverju nákvæmlega sparnaðurinn eða annar ávinningur felst, enda gert ráð fyrir óbreyttum fjölda starfsmanna og sömu húsnæðisþörf og verið hefur,“ segir í umsögninni. SFÍ telur það frekar stuðla að hagkvæmni og skilvirkni að innheimtuaðili sé ekki sá sami og leggur gjaldið á. Vísað er þar meðal annars til Danmerkur en þar hefur verið horfið frá því að hafa eina miðlæga stofnun vegna innheimtu skatta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Sýslumannafélag Íslands (SFÍ) furðar sig á fyrirhugaðri breytingu á tekjuskattslögum sem felur í sér að innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu verði flutt frá Tollstjóra til Ríkisskattstjóra (RSK). Drög að frumvarpi þess efnis voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar á dögunum. Í umsögn frá SFÍ er lýst yfir furðu á því að nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd hafi ekki haft samráð við innheimtumenn ríkissjóðs í héraði við störf sín. „Í skipulagsbreytingum, sem átt hafa sér stað síðari ár hjá hinu opinbera, hefur þess jafnan verið gætt að þær séu ekki til þess fallnar að stuðla að aukinni áhættu, m.t.t. vanhæfissjónarmiða og óheppilegrar samtvinnunar,“ segir í umsögn SFÍ. Er þar meðal annars vísað til aðskilnaðar dóms- og framkvæmdavalds, aðgreiningar lögregluvalds og fullnustu. Í frumvarpsdrögunum virðist því kveða við nýjan tón þar sem álagning, eftirlit og innheimta verði allt á sömu hendi hvað höfuðborgarsvæðið varðar. „Höfundar frumvarpsdraganna telja álagningu og innheimtu opinberra gjalda verða einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari með því að fela RSK innheimtuna. Ekki kemur þó fram í hverju nákvæmlega sparnaðurinn eða annar ávinningur felst, enda gert ráð fyrir óbreyttum fjölda starfsmanna og sömu húsnæðisþörf og verið hefur,“ segir í umsögninni. SFÍ telur það frekar stuðla að hagkvæmni og skilvirkni að innheimtuaðili sé ekki sá sami og leggur gjaldið á. Vísað er þar meðal annars til Danmerkur en þar hefur verið horfið frá því að hafa eina miðlæga stofnun vegna innheimtu skatta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira