Áætluð breyting skammgóður vermir sem leysi ekki vandann Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Hluti eftirlitsdýralæknanna er ráðinn inn tímabundið í sláturtíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Dýralæknafélag Íslands (DÍ) leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr en þar er lagt til að fellt verði úr gildi það skilyrði að dýralæknar hér á landi hafi vald á íslensku. DÍ segir vandann hér á landi dýpri en svo að slík breyting dugi til. Í haust skilaði umboðsmaður Alþingis áliti í kjölfar kvörtunar DÍ. Félagið hafði bent á að það tíðkaðist hjá Matvælastofnun (MAST) að ráða inn erlenda eftirlitsdýralækna, sem meðal annars starfa í sláturhúsum, sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu. Félagið hafði bent ráðuneytinu á stöðu mála en ekkert hefði verið gert. Taldi umboðsmaður framkvæmdina ekki vera í samræmi við lög og að viðbrögð ráðuneytisins við ábendingum DÍ hefðu ekki verið fullnægjandi. Lögunum nú er ætlað að bregðast við þessu með því að fella skilyrðið um íslenskukunnáttu úr lögum. Dýralæknar hjá hinu opinbera skulu hafa kunnáttu í þeim lögum og reglum sem hér gilda en heimilt sé að kveða á um íslenskukunnáttu í reglugerð eftir því sem við á hverju sinni. „Okkur finnst undarlegt að tillaga sem þessi sé lögð fram þegar það liggur fyrir að það standi til að endurskoða lögin í heild,“ segir Charlotta Oddsdóttir formaður DÍ. Vísar hún þar til skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögunum en sá skilaði af sér í október í fyrra. Charlotta segir að vandinn sem blasir við snúi ekki aðeins að valdi dýralækna á íslensku. MAST glími við það að gífurlega erfitt sé að manna stöður sem séu því auglýstar trekk í tekk. Starfsskilyrðin séu slík að fáir sjái sér hag í því að sækja um starfið. „Það hafa borist kvartanir vegna þessa frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa þegið eftirlit. Oft er um að ræða dýralækna sem starfa tímabundið í sláturtíð og ekkert gert til að reyna að aðstoða þá við að læra íslensku eða aðlagast svo þeir geti starfað lengi,“ segir Charlotta. Í þessu felist að hluta tvíverknaður þar sem þýða þurfi skýrslur hlutaðeigandi dýralækna yfir á íslensku. Þá geti þetta skapað vesen þar sem erfitt er fyrir dýralæknana að eiga samskipti við yfirmenn á starfsstöðvunum. „Þetta er það ekki það eina. MAST hefur að auki mismunað starfsfólki í launasetningu og notar þá ástæðu að fólk sé ráðið tímabundið í sláturtíð til að greiða því lægri laun,“ segir Charlotta. „Það var nú vegna alls þessa sem við kvörtuðum til umboðsmanns til að pressa á ráðuneytið að laga þessi mál. Þá bregst ráðuneytið við með því að plástra lögin með þessum hætti. Það er í raun skammgóður vermir sem lagar ekki undirliggjandi vandann.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Dýralæknafélag Íslands (DÍ) leggst gegn fyrirhuguðum breytingum á lögum um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr en þar er lagt til að fellt verði úr gildi það skilyrði að dýralæknar hér á landi hafi vald á íslensku. DÍ segir vandann hér á landi dýpri en svo að slík breyting dugi til. Í haust skilaði umboðsmaður Alþingis áliti í kjölfar kvörtunar DÍ. Félagið hafði bent á að það tíðkaðist hjá Matvælastofnun (MAST) að ráða inn erlenda eftirlitsdýralækna, sem meðal annars starfa í sláturhúsum, sem ekki búa yfir íslenskukunnáttu. Félagið hafði bent ráðuneytinu á stöðu mála en ekkert hefði verið gert. Taldi umboðsmaður framkvæmdina ekki vera í samræmi við lög og að viðbrögð ráðuneytisins við ábendingum DÍ hefðu ekki verið fullnægjandi. Lögunum nú er ætlað að bregðast við þessu með því að fella skilyrðið um íslenskukunnáttu úr lögum. Dýralæknar hjá hinu opinbera skulu hafa kunnáttu í þeim lögum og reglum sem hér gilda en heimilt sé að kveða á um íslenskukunnáttu í reglugerð eftir því sem við á hverju sinni. „Okkur finnst undarlegt að tillaga sem þessi sé lögð fram þegar það liggur fyrir að það standi til að endurskoða lögin í heild,“ segir Charlotta Oddsdóttir formaður DÍ. Vísar hún þar til skýrslu starfshóps um endurskoðun á lögunum en sá skilaði af sér í október í fyrra. Charlotta segir að vandinn sem blasir við snúi ekki aðeins að valdi dýralækna á íslensku. MAST glími við það að gífurlega erfitt sé að manna stöður sem séu því auglýstar trekk í tekk. Starfsskilyrðin séu slík að fáir sjái sér hag í því að sækja um starfið. „Það hafa borist kvartanir vegna þessa frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa þegið eftirlit. Oft er um að ræða dýralækna sem starfa tímabundið í sláturtíð og ekkert gert til að reyna að aðstoða þá við að læra íslensku eða aðlagast svo þeir geti starfað lengi,“ segir Charlotta. Í þessu felist að hluta tvíverknaður þar sem þýða þurfi skýrslur hlutaðeigandi dýralækna yfir á íslensku. Þá geti þetta skapað vesen þar sem erfitt er fyrir dýralæknana að eiga samskipti við yfirmenn á starfsstöðvunum. „Þetta er það ekki það eina. MAST hefur að auki mismunað starfsfólki í launasetningu og notar þá ástæðu að fólk sé ráðið tímabundið í sláturtíð til að greiða því lægri laun,“ segir Charlotta. „Það var nú vegna alls þessa sem við kvörtuðum til umboðsmanns til að pressa á ráðuneytið að laga þessi mál. Þá bregst ráðuneytið við með því að plástra lögin með þessum hætti. Það er í raun skammgóður vermir sem lagar ekki undirliggjandi vandann.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent