Hafna áframhaldandi afnámi réttinda starfsmanna NPA Sveinn Arnarsson skrifar 5. nóvember 2018 09:00 Um áramót renna út bráðabirgðalög um afnám lágmarksréttinda starfsfólks sem sinnir NPA. Fréttablaðið/Anton Brink Vinnueftirlitið og Alþýðusamband Íslands mótmæla fyrirhuguðu frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um að afnema lágmarksréttindi starfsmanna sem sinna þjónustu við fatlað fólk sem á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála, mælti fyrir frumvarpinu á dögunum. Til þess að tryggja þá þjónustu sem NPA gerir ráð fyrir telur ráðherra nauðsynlegt að heimild sé í lögunum til að afnema réttindi starfsmanna sem sinna þjónustunni varðandi hvíldartíma og lengd vinnutíma. Heimildin á að vera tímabundin til loka árs 2020 og á meðan á að finna nauðsynlega lausn á málinu. Þessa heimild er að finna í lögunum nú þegar og var hún veitt þegar NPA var tilraunaverkefni.Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar þingmaður VGNú er hins vegar búið að lögfesta NPA og því telja ASÍ og Vinnueftirlitið að þessi réttindi þurfi að vera til staðar. „Þar sem ekki er lengur um bráðabirgðaverkefni að ræða þá getur Vinnueftirlitið ekki fallist á að framlengja frávik frá lágmarksreglum um vinnutíma vegna þess starfsfólks sem vinnur við að aðstoða notendur NPA,“ segir í áliti Vinnueftirlitsins. Undir þetta tekur ASÍ. „Starfsfólk NPA á ekki síður en annað launafólk að njóta verndar í starfi, þar með talið hvað varðar hvíld og lengd vinnutíma. Í ljósi þess og að höfðu samráði við Starfsgreinasamband Íslands leggur Alþýðusamband Íslands til að efni frumvarpsins verði hafnað.“ Hins vegar telja öryrkjar eðlilegt að þessi heimild verði framlengd um sinn og unnið verði að því á næstu tveimur árum að finna varanlega lausn á málum. „Allir eiga rétt á sínu sjálfstæða lífi, fatlaðir sem ófatlaðir. NPA á að tryggja fólki það. Undanþágan hefur verið mikilvæg til að tryggja framgang NPA og reynslan af þessu fyrirkomulagi er almennt góð fyrir bæði fatlað fólk og aðstoðarmenn. Svona undanþágur eru líka á Norðurlöndum og eru ekki umdeildar. Síðan liggur fyrir að starfshópur með þátttöku ýmissa hagsmunaaðila mun leggja til framtíðarfyrirkomulag í þessum málum,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar og formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Vinnueftirlitið og Alþýðusamband Íslands mótmæla fyrirhuguðu frumvarpi félags- og jafnréttismálaráðherra um að afnema lágmarksréttindi starfsmanna sem sinna þjónustu við fatlað fólk sem á rétt á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismála, mælti fyrir frumvarpinu á dögunum. Til þess að tryggja þá þjónustu sem NPA gerir ráð fyrir telur ráðherra nauðsynlegt að heimild sé í lögunum til að afnema réttindi starfsmanna sem sinna þjónustunni varðandi hvíldartíma og lengd vinnutíma. Heimildin á að vera tímabundin til loka árs 2020 og á meðan á að finna nauðsynlega lausn á málinu. Þessa heimild er að finna í lögunum nú þegar og var hún veitt þegar NPA var tilraunaverkefni.Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar þingmaður VGNú er hins vegar búið að lögfesta NPA og því telja ASÍ og Vinnueftirlitið að þessi réttindi þurfi að vera til staðar. „Þar sem ekki er lengur um bráðabirgðaverkefni að ræða þá getur Vinnueftirlitið ekki fallist á að framlengja frávik frá lágmarksreglum um vinnutíma vegna þess starfsfólks sem vinnur við að aðstoða notendur NPA,“ segir í áliti Vinnueftirlitsins. Undir þetta tekur ASÍ. „Starfsfólk NPA á ekki síður en annað launafólk að njóta verndar í starfi, þar með talið hvað varðar hvíld og lengd vinnutíma. Í ljósi þess og að höfðu samráði við Starfsgreinasamband Íslands leggur Alþýðusamband Íslands til að efni frumvarpsins verði hafnað.“ Hins vegar telja öryrkjar eðlilegt að þessi heimild verði framlengd um sinn og unnið verði að því á næstu tveimur árum að finna varanlega lausn á málum. „Allir eiga rétt á sínu sjálfstæða lífi, fatlaðir sem ófatlaðir. NPA á að tryggja fólki það. Undanþágan hefur verið mikilvæg til að tryggja framgang NPA og reynslan af þessu fyrirkomulagi er almennt góð fyrir bæði fatlað fólk og aðstoðarmenn. Svona undanþágur eru líka á Norðurlöndum og eru ekki umdeildar. Síðan liggur fyrir að starfshópur með þátttöku ýmissa hagsmunaaðila mun leggja til framtíðarfyrirkomulag í þessum málum,“ segir Rúnar Björn Herrera Þorkelsson, formaður NPA-miðstöðvarinnar og formaður málefnahóps Öryrkjabandalagsins um sjálfstætt líf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira