Rústik greiðir laun: „Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. nóvember 2018 22:20 Veitingastaðurinn Rústik, sem nú hefur verið lokað. Vísir/Bára Guðmundsdóttir Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði. Samkvæmt Sigurlaugu Sunnu Hjaltested, 19 ára starfsmanni veitingastaðarins, hafa allir starfsmenn fengið greidd laun. Þá hafi stjórnendur staðarins beðist afsökunar á „tveggja daga töf á greiðslunum,“ þrátt fyrir að hafa tilkynnt starfsfólki sínu í síðustu viku að engin laun yrðu greidd.Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotÍ samtali við fréttastofu sagði Sigurlaug að um þremur tímum eftir að Vísir fjallaði um málið hafi stjórnendur staðarins sett færslu inn í lokaðan Facebook-hóp þar sem tilkynnt var að allir hefðu fengið laun og afsökunar var beðist á seinagangi við launagreiðslur. Sigurlaug sagði starfsfólk þó ekki hafa fengið neina útskýringu á því hvers vegna eigendur staðarins hafi ekki ætlað að greiða starfsfólki sínu laun eins og áður hafði verið tilkynnt, eða þá hvað varð til þess að þeir sáu sér fært að greiða starfsfólki staðarins fyrir vinnu sína.Í kvöld var starfsmönnum Rústik tilkynnt að þeim yrðu greidd laun. Þá báðust stjórnendur staðarins afsökunar á töfum við launagreiðslurnar.Skjáskot„Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað yfir höfuð,“ sagði Sigurlaug að lokum í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.Viðbót klukkan 23:25Jón Guðmundur Ottósson, stjórnarformaður Rústik, sendi fréttastofu neðangreinda tilkynningu í kvöld. „Vegna frétta af málefnum veitingastaðarins Rústik, vill stjórn félagsins upplýsa að unnið er að lausn málsins. Ógreidd laun voru greidd í dag og kröfur ríkissjóðs verða gerðar upp á næstu dögum.“ Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði. Samkvæmt Sigurlaugu Sunnu Hjaltested, 19 ára starfsmanni veitingastaðarins, hafa allir starfsmenn fengið greidd laun. Þá hafi stjórnendur staðarins beðist afsökunar á „tveggja daga töf á greiðslunum,“ þrátt fyrir að hafa tilkynnt starfsfólki sínu í síðustu viku að engin laun yrðu greidd.Starfsfólki hafði verið lofað að laun þeirra yrðu greidd út við mánaðamót en það var dregið til baka á fimmtudag.SkjáskotÍ samtali við fréttastofu sagði Sigurlaug að um þremur tímum eftir að Vísir fjallaði um málið hafi stjórnendur staðarins sett færslu inn í lokaðan Facebook-hóp þar sem tilkynnt var að allir hefðu fengið laun og afsökunar var beðist á seinagangi við launagreiðslur. Sigurlaug sagði starfsfólk þó ekki hafa fengið neina útskýringu á því hvers vegna eigendur staðarins hafi ekki ætlað að greiða starfsfólki sínu laun eins og áður hafði verið tilkynnt, eða þá hvað varð til þess að þeir sáu sér fært að greiða starfsfólki staðarins fyrir vinnu sína.Í kvöld var starfsmönnum Rústik tilkynnt að þeim yrðu greidd laun. Þá báðust stjórnendur staðarins afsökunar á töfum við launagreiðslurnar.Skjáskot„Það var búið að segja að við myndum ekki fá borgað yfir höfuð,“ sagði Sigurlaug að lokum í samtali við fréttastofu. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við Samúel Guðmundsson og Sæmund Kristjánsson, eigendur staðarins, án árangurs.Viðbót klukkan 23:25Jón Guðmundur Ottósson, stjórnarformaður Rústik, sendi fréttastofu neðangreinda tilkynningu í kvöld. „Vegna frétta af málefnum veitingastaðarins Rústik, vill stjórn félagsins upplýsa að unnið er að lausn málsins. Ógreidd laun voru greidd í dag og kröfur ríkissjóðs verða gerðar upp á næstu dögum.“
Kjaramál Veitingastaðir Tengdar fréttir Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Starfsfólk fær ekki greidd laun eftir skyndilega lokun: „Það svarar enginn neinu“ Veitingastaðnum Rústik við Hafnarstræti var lokað síðasta sunnudag eftir eitt ár í rekstri. Starfsfólki hefur verið tjáð að það fái ekki greidd laun. 4. nóvember 2018 16:00