Erlent

Kusu gegn sjálfstæði frá Frökkum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Emmanuel Macron heimsótti Nýju-Kaledóníu í mái á þessu ári,
Emmanuel Macron heimsótti Nýju-Kaledóníu í mái á þessu ári, Vísir/AP
Íbúar Nýju-Kaledóníu, eyjaklasa í Kyrrahafinu, kusu í dag gegn því að öðlast sjálfstæði frá Frakklandi. Lokaniðurstöður kosninganna voru á þá leið að 56,4 prósent kjósenda voru á móti sjálfstæði, en 43,6 fylgjandi.

Niðurstöðurnar voru naumari en margar kannanir höfðu gert ráð fyrir, en kjörsókn var rúmlega 80 prósent.

Aðdragandinn að kosningunum var heldur langur, en árið 1988 ákveðið að íbúar Nýju-Kaledóníu fengju að kjósa um sjálfstæði. Var það gert til þess að binda enda á ofbeldisfulla herferð aðskilnaðarsinna á þeim tíma.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagði niðurstöður kosninganna sýna fram á traust íbúa Nýju-Kaledóníu til Frakklands og franskra gilda.

„Ég verð að lýsa því yfir hve stoltur ég er af því að við höfum loksins yfirstigið þennan sögulega þröskuld saman,“ sagði forsetinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×