Viðskiptajöfrar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 09:08 Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi telja að almenningur eigi að hafa lokaorðið um Brexit. Getty/David Cliff Rúmlega sjötíu framámenn í bresku viðskiptalífi birtu í dag opið bréf til stjórnvalda í breska dagblaðinu Sunday Times þar sem þess er krafist að lokasamningur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði borinn undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. Í opna bréfinu eru viðraðar áhyggjur af þróun mála. Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi óttast mjög að landið dragi sig úr Evrópusambandinu án lokasamnings og þá einnig að stjórnvöld geri samning við Evrópusambandið sem feli í sér takmarkanir á aðgengi að innri markaði Evrópusambandsins.Óvissa og „hart Brexit“ hafi ekki verið á kjörseðlinum Viðskiptafólkið telur að útgangan og óvissan muni áfram hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið og vinnandi fólk í landinu. Síðustu tvö ár hafi þegar leitt til samdráttar í fjárfestingum. Bréfritarar óttast annars vegar óvissuferðina sem felst í því að ganga að samningum með „bundið fyrir augun“ og hins vegar „skaðlegt hart Brexit“. „Með tilliti til þess að hvorugt var að finna á kjörseðlinum árið 2016 teljum við að þjóðin eigi að hafa lokaorðið um um samningana með þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Á meðal þeirra sem lögðu nafn sitt við bréfið sem birtist í Sunday Times eru framámenn í bresku viðskiptalífi á borð við framkvæmdastjóra Waterstone‘s bókabúðanna, Justin King, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sainsbury‘s, stjórnarmeðlimir Marks & Spencers. Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt. 20. október 2018 21:15 Skotar ætla að halda táknrænt þjóðaratkvæði um Brexit Þjóðaratkvæðisgreiðslan væri ekki bindandi en gæti verið vandræðaleg fyrir bresku ríkisstjórnina. 25. október 2018 16:28 Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Á tvíhliða fundi forsætisráðherranna kom í ljós skýr vilji til þess að tryggja réttindi Íslendinga og Breta þegar Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu eftir fimm mánuði. 30. október 2018 21:24 Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Rúmlega sjötíu framámenn í bresku viðskiptalífi birtu í dag opið bréf til stjórnvalda í breska dagblaðinu Sunday Times þar sem þess er krafist að lokasamningur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu verði borinn undir þjóðina með þjóðaratkvæðagreiðslu. Í opna bréfinu eru viðraðar áhyggjur af þróun mála. Áhrifafólk úr bresku viðskiptalífi óttast mjög að landið dragi sig úr Evrópusambandinu án lokasamnings og þá einnig að stjórnvöld geri samning við Evrópusambandið sem feli í sér takmarkanir á aðgengi að innri markaði Evrópusambandsins.Óvissa og „hart Brexit“ hafi ekki verið á kjörseðlinum Viðskiptafólkið telur að útgangan og óvissan muni áfram hafa neikvæð áhrif á efnahagslífið og vinnandi fólk í landinu. Síðustu tvö ár hafi þegar leitt til samdráttar í fjárfestingum. Bréfritarar óttast annars vegar óvissuferðina sem felst í því að ganga að samningum með „bundið fyrir augun“ og hins vegar „skaðlegt hart Brexit“. „Með tilliti til þess að hvorugt var að finna á kjörseðlinum árið 2016 teljum við að þjóðin eigi að hafa lokaorðið um um samningana með þjóðaratkvæðagreiðslu.“ Á meðal þeirra sem lögðu nafn sitt við bréfið sem birtist í Sunday Times eru framámenn í bresku viðskiptalífi á borð við framkvæmdastjóra Waterstone‘s bókabúðanna, Justin King, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sainsbury‘s, stjórnarmeðlimir Marks & Spencers.
Brexit Tengdar fréttir May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45 Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt. 20. október 2018 21:15 Skotar ætla að halda táknrænt þjóðaratkvæði um Brexit Þjóðaratkvæðisgreiðslan væri ekki bindandi en gæti verið vandræðaleg fyrir bresku ríkisstjórnina. 25. október 2018 16:28 Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Á tvíhliða fundi forsætisráðherranna kom í ljós skýr vilji til þess að tryggja réttindi Íslendinga og Breta þegar Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu eftir fimm mánuði. 30. október 2018 21:24 Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
May ávarpar Norðurlandaráð Þing Norðurlandaráðs hefst í Ósló í dag. Þar verður sjónum sérstaklega beint að ógnum við lýðræðið, frjálsa för á Norðurlöndunum og norrænt löggjafarsamstarf. 30. október 2018 07:45
Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt. 20. október 2018 21:15
Skotar ætla að halda táknrænt þjóðaratkvæði um Brexit Þjóðaratkvæðisgreiðslan væri ekki bindandi en gæti verið vandræðaleg fyrir bresku ríkisstjórnina. 25. október 2018 16:28
Theresa May og Katrín Jakobsdóttir funduðu Á tvíhliða fundi forsætisráðherranna kom í ljós skýr vilji til þess að tryggja réttindi Íslendinga og Breta þegar Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu eftir fimm mánuði. 30. október 2018 21:24