Hundur skaut eiganda sinn í bringuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2018 14:55 Charlie, sem skaut eiganda sinn, er Rottweiler-blendingur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Getty Bandaríkjamaðurinn Tex Harold Gilligan varð fyrir slysaskoti af völdum eins þriggja veiðihunda sinna þegar hann var við kanínuveiðar í New Mexico-fylki í Bandaríkjunum nú fyrir helgi. „Árásarmaðurinn“ sem um ræðir er 55 kílóa Rottweiler-blendingur að nafninu Charlie en hann sat í framsæti bíls eiganda síns þegar hann flækti loppuna í gikk riffils Gilligan. Það olli því að skoti var hleypt af, sem hæfði veiðimanninn í bringuna. Gilligan, sem er 74 ára, þrírifbeinsbrotnaði og viðbeinsbrotnaði, auk þess sem hann hlaut lungnaskaða af slysaskotinu. „Það [skotið] fór í gegn um lungun mín og rústaði hægra viðbeininu mínu,“ hefur ABC eftir Gilligan, sem sagðist fyrst um sinn hafa talið leyniskyttu hafa skotið á hann úr fjarlægð. „Ég hugsaði með mér hver þetta gæti verið. Ég var þarna einn, það var enginn nálægt mér.“ Þá sagðist veiðimaðurinn ekki leggja það í vana sinn að taka farsíma með sér á veiðar, en hann hefði ákveðið að hafa hann meðferðis að þessu sinni ef ske kynni að hann þyrfti að ná sambandi við börnin sín, vegna slæms veðurfars að undanförnu. Það varð til þess að Gilligan gat hringt í neyðarlínuna. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi á nærliggjandi spítala. Rannsakendur málsins telja næsta víst að hundurinn Charlie hafi flækt loppuna í gikk byssunnar sem olli því að skoti var hleypt af. Gilligan sagðist þó hafa húmor fyrir atvikinu. „Ég hélt að svona gæti ekki gerst. „Hundur skýtur mann.“ Hann [Charlie] ætlaði ekki að gera þetta, hann er góður hundur.“ Bandaríkin Dýr Lífið Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Tex Harold Gilligan varð fyrir slysaskoti af völdum eins þriggja veiðihunda sinna þegar hann var við kanínuveiðar í New Mexico-fylki í Bandaríkjunum nú fyrir helgi. „Árásarmaðurinn“ sem um ræðir er 55 kílóa Rottweiler-blendingur að nafninu Charlie en hann sat í framsæti bíls eiganda síns þegar hann flækti loppuna í gikk riffils Gilligan. Það olli því að skoti var hleypt af, sem hæfði veiðimanninn í bringuna. Gilligan, sem er 74 ára, þrírifbeinsbrotnaði og viðbeinsbrotnaði, auk þess sem hann hlaut lungnaskaða af slysaskotinu. „Það [skotið] fór í gegn um lungun mín og rústaði hægra viðbeininu mínu,“ hefur ABC eftir Gilligan, sem sagðist fyrst um sinn hafa talið leyniskyttu hafa skotið á hann úr fjarlægð. „Ég hugsaði með mér hver þetta gæti verið. Ég var þarna einn, það var enginn nálægt mér.“ Þá sagðist veiðimaðurinn ekki leggja það í vana sinn að taka farsíma með sér á veiðar, en hann hefði ákveðið að hafa hann meðferðis að þessu sinni ef ske kynni að hann þyrfti að ná sambandi við börnin sín, vegna slæms veðurfars að undanförnu. Það varð til þess að Gilligan gat hringt í neyðarlínuna. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi á nærliggjandi spítala. Rannsakendur málsins telja næsta víst að hundurinn Charlie hafi flækt loppuna í gikk byssunnar sem olli því að skoti var hleypt af. Gilligan sagðist þó hafa húmor fyrir atvikinu. „Ég hélt að svona gæti ekki gerst. „Hundur skýtur mann.“ Hann [Charlie] ætlaði ekki að gera þetta, hann er góður hundur.“
Bandaríkin Dýr Lífið Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira