Erdogan segir Sáda hafa fyrirskipað morðið á Khashoggi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. nóvember 2018 21:44 Erdogan Tyrklandsforseti segir mörgum spurningum ósvarað um morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. Í greininni setur forsetinn fram nokkrar spurningar í tengslum við morðið á Khashoggi sem enn hefur ekki fengist svar við en sádi-arabíski blaðamaðurinn var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan. „Hvar eru líkamsleifar Khashoggi? Hver er „samstarfsmaðurinn“ sem Sádar segjast hafa afhent lík hans? Hver gaf skipun um að drepa þessa góðu sál? Því miður eru þetta spurningar sem yfirvöld Sádi-Arabíu hafa neitað að svara,“ skrifar forsetinn.Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Þá telur Erdogan upp það sem vitað er um málið. Að morðingjar Khashoggi séu meðal hinna 18 grunuðu sem nú eru í haldi og að þeir hafi haft ákveðnar skipanir sem sneru að því að myrða Khashoggi og koma sér síðan í burtu. Þá setur forsetinn fram þá fullyrðingu að þær skipanir hafi komið frá háttsettum aðilum innan ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. „Sumir virðast vona að þetta „vandamál“ hverfi með tíð og tíma, en við munum halda áfram að spyrja þessara spurninga sem eru geigvænlega mikilvægar í rannsókn málsins í Tyrklandi, en hafa einnig mikla þýðingu fyrir ástvini og aðstandendur Khashoggi sjálfs.Segir samband Tyrkja og Sáda „vinalegt“Þá leggur Erdogan áherslu á að þrátt fyrir að hann telji skipunina um morðið á Khashoggi hafa komið úr innsta hring ríkisstjórnar Sáda njóti ríkin tvö, Tyrkland og Sádi-Arabía, „vinsamlegra tengsla.“ „Ég trúi því ekki í eina sekúndu að Salman konungur, gæslumaður hinna heilögu moska, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til þess að trúa því að morðið tengist á neinn hátt opinberri stefnu Sádi-Arabíu.“ Þó bætti forsetinn við að góð tengsl ríkjanna tveggja myndu ekki verða þess valdandi að Tyrkir sæu sér fært að líta fram hjá því sem hann sjálfur kallaði „þaulskipulagt morð sem átti sér stað fyrir framan nefið á okkur öllum.“ Evrópa Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir að skipunin um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hafi komið úr innsta hring stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Washington Post birti í dag skoðanagrein eftir forsetann, þar sem hann heitir því að Tyrkir muni komast til botns í máli blaðamannsins og því verði ekki leyft að gleymast. Í greininni setur forsetinn fram nokkrar spurningar í tengslum við morðið á Khashoggi sem enn hefur ekki fengist svar við en sádi-arabíski blaðamaðurinn var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan. „Hvar eru líkamsleifar Khashoggi? Hver er „samstarfsmaðurinn“ sem Sádar segjast hafa afhent lík hans? Hver gaf skipun um að drepa þessa góðu sál? Því miður eru þetta spurningar sem yfirvöld Sádi-Arabíu hafa neitað að svara,“ skrifar forsetinn.Sjá einnig: Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið „leyst upp“ Þá telur Erdogan upp það sem vitað er um málið. Að morðingjar Khashoggi séu meðal hinna 18 grunuðu sem nú eru í haldi og að þeir hafi haft ákveðnar skipanir sem sneru að því að myrða Khashoggi og koma sér síðan í burtu. Þá setur forsetinn fram þá fullyrðingu að þær skipanir hafi komið frá háttsettum aðilum innan ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. „Sumir virðast vona að þetta „vandamál“ hverfi með tíð og tíma, en við munum halda áfram að spyrja þessara spurninga sem eru geigvænlega mikilvægar í rannsókn málsins í Tyrklandi, en hafa einnig mikla þýðingu fyrir ástvini og aðstandendur Khashoggi sjálfs.Segir samband Tyrkja og Sáda „vinalegt“Þá leggur Erdogan áherslu á að þrátt fyrir að hann telji skipunina um morðið á Khashoggi hafa komið úr innsta hring ríkisstjórnar Sáda njóti ríkin tvö, Tyrkland og Sádi-Arabía, „vinsamlegra tengsla.“ „Ég trúi því ekki í eina sekúndu að Salman konungur, gæslumaður hinna heilögu moska, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi. Þess vegna hef ég enga ástæðu til þess að trúa því að morðið tengist á neinn hátt opinberri stefnu Sádi-Arabíu.“ Þó bætti forsetinn við að góð tengsl ríkjanna tveggja myndu ekki verða þess valdandi að Tyrkir sæu sér fært að líta fram hjá því sem hann sjálfur kallaði „þaulskipulagt morð sem átti sér stað fyrir framan nefið á okkur öllum.“
Evrópa Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Sjá meira
Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. 27. október 2018 09:53
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Kyrktur um leið og hann kom inn og líkið bútað niður Sádiarabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi var kyrktur um leið og hann steig inn á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 31. október 2018 15:20
Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06