Málefni mannvirkja verði áfram munaðarlaus Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. nóvember 2018 08:15 Málefni mannvirkja eru dreifð um stjórnarráðið. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Samtök iðnaðarins (SI) mótmæla harðlega tillögum um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. SI telja að með breytingunni verði málefni íbúðamarkaðar áfram munaðarlaus málaflokkur. Fyrirhuguð breyting felur meðal annars í sér að ráðherra félagsmála verður einnig barnamálaráðherra og þá munu jafnréttismálin færast inn í forsætisráðuneytið. Það sem SI leggst gegn er hins vegar sú fyrirætlan að flytja málefni er varða mannvirki úr umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til félagsmálaráðuneytisins. Er það gert með þeim rökum að undir það ráðuneyti heyri málefni er varða húsnæðislán, húsaleigu, fjöleignarhús o.s.frv. „Samtökin hafa bent á að málefni íbúðamarkaðar, þ.m.t. uppbygging íbúðarhúsnæðis og skipulagsmál, séu munaðarlaus málaflokkur í stjórnarráðinu í ljósi þess að húsnæðismál eru á verksviði velferðarráðuneytisins, skipulagsmál og málefni mannvirkja eru á forræði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og málefni sveitarfélaga eru á forræði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins,“ segir í umsögn SI. Þá segja samtökin að brýn þörf sé á að auka skilvirkni og einfalda framkvæmd innan málaflokksins en fyrirhuguð breyting sé ekki til þess fallin. Þvert á móti muni hún flækja kerfið. Málefni mannvirkja muni í raun fara úr því að vera jaðarmálaflokkur í einu ráðuneyti yfir í að vera jaðarmálaflokkur í öðru. „Að mati samtakanna ætti að færa húsnæðismál úr velferðarráðuneyti og bygginga- og skipulagsmál úr umhverfis- og auðlindaráðuneyti yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti þar sem þessi mikilvægi málaflokkur yrði í heild sinni,“ segir í umsögninni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Samtök iðnaðarins (SI) mótmæla harðlega tillögum um breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. SI telja að með breytingunni verði málefni íbúðamarkaðar áfram munaðarlaus málaflokkur. Fyrirhuguð breyting felur meðal annars í sér að ráðherra félagsmála verður einnig barnamálaráðherra og þá munu jafnréttismálin færast inn í forsætisráðuneytið. Það sem SI leggst gegn er hins vegar sú fyrirætlan að flytja málefni er varða mannvirki úr umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til félagsmálaráðuneytisins. Er það gert með þeim rökum að undir það ráðuneyti heyri málefni er varða húsnæðislán, húsaleigu, fjöleignarhús o.s.frv. „Samtökin hafa bent á að málefni íbúðamarkaðar, þ.m.t. uppbygging íbúðarhúsnæðis og skipulagsmál, séu munaðarlaus málaflokkur í stjórnarráðinu í ljósi þess að húsnæðismál eru á verksviði velferðarráðuneytisins, skipulagsmál og málefni mannvirkja eru á forræði umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og málefni sveitarfélaga eru á forræði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins,“ segir í umsögn SI. Þá segja samtökin að brýn þörf sé á að auka skilvirkni og einfalda framkvæmd innan málaflokksins en fyrirhuguð breyting sé ekki til þess fallin. Þvert á móti muni hún flækja kerfið. Málefni mannvirkja muni í raun fara úr því að vera jaðarmálaflokkur í einu ráðuneyti yfir í að vera jaðarmálaflokkur í öðru. „Að mati samtakanna ætti að færa húsnæðismál úr velferðarráðuneyti og bygginga- og skipulagsmál úr umhverfis- og auðlindaráðuneyti yfir í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti þannig að úr verði öflugt innviðaráðuneyti þar sem þessi mikilvægi málaflokkur yrði í heild sinni,“ segir í umsögninni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira