Verndarsjóður kynnir kosti fiskeldis á landi eða í lokuðum sjókvíum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. nóvember 2018 08:15 Sjókvíaeldi á laxi er umdeilt. Myndin er frá Súgandafirði. Nordicphotos/Getty Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund, hóf á fimmtudag kynningarátakið Á móti straumnum. Er það um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum. „Markmið átaksins er að kynna kosti fiskeldis í lokuðum sjókvíum, sem er hvort tveggja í senn öruggt og umhverfisvænt,“ er haft eftir talsmanni átaksins, Gísla Sigurðssyni íslenskufræðingi, í fréttatilkynningu. „Fiskeldi er mikilvæg atvinnugrein og mun hafa veigamiklu hlutverk að gegna þegar fram líða stundir. Ísland er ákjósanlegur staður til að byggja upp öflugt fiskeldi en það er mikilvægt að stunda fiskeldi í sátt við náttúruna og án þess að það skaði ímynd og orðspor Íslands,“ er áfram haft eftir Gísla. Í fréttatilkynningunni segir að talsverð umfjöllun hafi verið um fiskeldi í opnum sjókvíum við Ísland. „Minna hefur farið fyrir umræðu um heilbrigt og umhverfisvænt fiskeldi í lokuðum sjókvíum eða um eldi á landi. Markmið kynningarátaksins er að upplýsa frekar um neikvæð umhverfisáhrif opinna eldiskvía í sjó og kosti fiskeldis á landi og í lokuðum sjókvíum, sem er hvort tveggja í senn öruggara og umhverfisvænna.“ Eins og fyrr segir hófst átak Verndarsjóðs villtra laxastofna á fimmtudaginn. Var þá haldinn fundur í Norræna húsinu þar sem Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture, fjallaði um fiskeldi í lokuðum sjókvíum og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis- og fiskiræktarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, ræddi um áhættu af erfðablöndun vegna fiskeldis í opnum sjókvíum. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kokkar biðja Arnarlax afsökunar Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax. 2. nóvember 2018 16:41 Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Verndarsjóður villtra laxastofna, North Atlantic Salmon Fund, hóf á fimmtudag kynningarátakið Á móti straumnum. Er það um kosti þess að stunda fiskeldi á landi eða í lokuðum sjókvíum. „Markmið átaksins er að kynna kosti fiskeldis í lokuðum sjókvíum, sem er hvort tveggja í senn öruggt og umhverfisvænt,“ er haft eftir talsmanni átaksins, Gísla Sigurðssyni íslenskufræðingi, í fréttatilkynningu. „Fiskeldi er mikilvæg atvinnugrein og mun hafa veigamiklu hlutverk að gegna þegar fram líða stundir. Ísland er ákjósanlegur staður til að byggja upp öflugt fiskeldi en það er mikilvægt að stunda fiskeldi í sátt við náttúruna og án þess að það skaði ímynd og orðspor Íslands,“ er áfram haft eftir Gísla. Í fréttatilkynningunni segir að talsverð umfjöllun hafi verið um fiskeldi í opnum sjókvíum við Ísland. „Minna hefur farið fyrir umræðu um heilbrigt og umhverfisvænt fiskeldi í lokuðum sjókvíum eða um eldi á landi. Markmið kynningarátaksins er að upplýsa frekar um neikvæð umhverfisáhrif opinna eldiskvía í sjó og kosti fiskeldis á landi og í lokuðum sjókvíum, sem er hvort tveggja í senn öruggara og umhverfisvænna.“ Eins og fyrr segir hófst átak Verndarsjóðs villtra laxastofna á fimmtudaginn. Var þá haldinn fundur í Norræna húsinu þar sem Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture, fjallaði um fiskeldi í lokuðum sjókvíum og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis- og fiskiræktarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, ræddi um áhættu af erfðablöndun vegna fiskeldis í opnum sjókvíum.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kokkar biðja Arnarlax afsökunar Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax. 2. nóvember 2018 16:41 Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10 Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Kokkar biðja Arnarlax afsökunar Klúbbur matreiðslumeistara og Arnarlax segjast hafa náð sáttum í máli sem reis eftir að undirritaður var samstarfssamningur milli kokkalandsliðsins og Arnarlax. 2. nóvember 2018 16:41
Aukafundur hjá ríkisstjórn vegna laxeldismála Ráðherrar hafa verið að streyma inn í stjórnarráðið hver á fætur öðrum. 8. október 2018 12:10
Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00