Segir Lánasjóðinn komast upp með ósanngirni umfram aðra Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. nóvember 2018 07:45 Lánasjóður er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í Hæstarétti í síðasta mánuði. Fréttablaðið/GVA „Það er ójafnræði í meðhöndlun ábyrgðarmanna námslána, segir Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og vísar til dómafordæma Hæstaréttar. „Ef ekki var gert greiðslumat hjá aðalskuldara er ósanngjarnt af LÍN að halda ábyrgð upp á ábyrgðarmann, hafi hún verið veitt eftir 4. apríl 2009. Ef ábyrgðin var aftur á móti veitt fyrir 4. apríl 2009 er sama vinnulag talið sanngjarnt af Hæstarétti,“ segir Daníel Isebarn. Hann segir að ekki eigi að skipta máli þótt lög um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl 2009 enda sé jafn ósanngjarnt fyrir og eftir þá dagsetningu að halda ábyrgðinni uppi. „Hæstiréttur hefur staðfest þetta í fjölda dómsmála,“ segir Daníel. Hæstiréttur hafi oft fjallað um ábyrgðir sem veittar voru áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála hafi ábyrgðir sem veittar voru fyrir ýmiss konar lánum án greiðslumats á aðalskuldara talist ósanngjarnar og þær ógiltar. Þetta var þó ekki talið eiga við um ábyrgðarmenn námslána hjá LÍN. „Sú einkennilega staða kom upp að LÍN var eini stóri lánveitandinn sem mátti haga sér með hætti sem Hæstiréttur var trekk í trekk búinn að lýsa yfir að væri ósanngjarn í tilvikum allra annarra lánastofnana,“ segir Daníel. Dómarnir hafi vísað til samkomulags allra helstu lánastofnana landsins árið 1988 um notkun sjálfskuldarábyrgða. Daníel furðar sig á því að samkomulag sem átti að auka réttarvernd ábyrgðarmanna og var undirritað af bæði viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafi átt við um allar lánastofnanir nema LÍN sem sé þó opinber stofnun með félagslegt hlutverk. Daníel vísar sem dæmi til dóms Hæstaréttar frá 2015 sem varðaði námslán sem gengist var í ábyrgð fyrir áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Ekki var framkvæmt greiðslumat á aðalskuldara áður en ábyrgðin var veitt. Ábyrgðarmaðurinn í því máli, verkakona á miðjum aldri sem gengist hafði í ábyrgð fyrir son sinn, tapaði málinu því þetta taldist ekki ósanngjarnt að mati dómstóla. Sams konar ábyrgðir sem ábyrgðarmenn gengust undir á sama tíma höfðu aftur á móti talist ósanngjarnar og ógildar í tilvikum flestra annarra lánastofnana landsins. Í síðasta mánuði féll svo dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að ósanngjarnt væri af LÍN að ganga að ábyrgð fyrir námsláni eftir að framangreind skilyrði voru lögfest árið 2009. Í þessu felst ójafnræðið segir Daníel. Það sem töldust ósanngjarnir viðskiptahættir hjá öllum lánastofnunum væru að sjálfsögðu einnig ósanngjarnir viðskiptahættir hjá LÍN fyrir apríl 2009. Daníel segir þó aðalatriðið að dómurinn sé mikið gleðiefni enda sé nú loks ljóst að LÍN beri að stunda sanngjarna viðskiptahætti eins og aðrar lánastofnanir. Hann telur að LÍN hljóti að skoða stöðu ábyrgðarmanna sem gengust í sambærilegar ábyrgðir fyrir 4. apríl 2009 og íhuga að fella niður ábyrgðir þeirra. Lánasjóðurinn er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í síðasta mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
„Það er ójafnræði í meðhöndlun ábyrgðarmanna námslána, segir Daníel Isebarn Ágústsson lögmaður og vísar til dómafordæma Hæstaréttar. „Ef ekki var gert greiðslumat hjá aðalskuldara er ósanngjarnt af LÍN að halda ábyrgð upp á ábyrgðarmann, hafi hún verið veitt eftir 4. apríl 2009. Ef ábyrgðin var aftur á móti veitt fyrir 4. apríl 2009 er sama vinnulag talið sanngjarnt af Hæstarétti,“ segir Daníel Isebarn. Hann segir að ekki eigi að skipta máli þótt lög um ábyrgðarmenn hafi tekið gildi 4. apríl 2009 enda sé jafn ósanngjarnt fyrir og eftir þá dagsetningu að halda ábyrgðinni uppi. „Hæstiréttur hefur staðfest þetta í fjölda dómsmála,“ segir Daníel. Hæstiréttur hafi oft fjallað um ábyrgðir sem veittar voru áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Í yfirgnæfandi fjölda þeirra mála hafi ábyrgðir sem veittar voru fyrir ýmiss konar lánum án greiðslumats á aðalskuldara talist ósanngjarnar og þær ógiltar. Þetta var þó ekki talið eiga við um ábyrgðarmenn námslána hjá LÍN. „Sú einkennilega staða kom upp að LÍN var eini stóri lánveitandinn sem mátti haga sér með hætti sem Hæstiréttur var trekk í trekk búinn að lýsa yfir að væri ósanngjarn í tilvikum allra annarra lánastofnana,“ segir Daníel. Dómarnir hafi vísað til samkomulags allra helstu lánastofnana landsins árið 1988 um notkun sjálfskuldarábyrgða. Daníel furðar sig á því að samkomulag sem átti að auka réttarvernd ábyrgðarmanna og var undirritað af bæði viðskiptaráðherra og félagsmálaráðherra hafi átt við um allar lánastofnanir nema LÍN sem sé þó opinber stofnun með félagslegt hlutverk. Daníel vísar sem dæmi til dóms Hæstaréttar frá 2015 sem varðaði námslán sem gengist var í ábyrgð fyrir áður en lög um ábyrgðarmenn tóku gildi. Ekki var framkvæmt greiðslumat á aðalskuldara áður en ábyrgðin var veitt. Ábyrgðarmaðurinn í því máli, verkakona á miðjum aldri sem gengist hafði í ábyrgð fyrir son sinn, tapaði málinu því þetta taldist ekki ósanngjarnt að mati dómstóla. Sams konar ábyrgðir sem ábyrgðarmenn gengust undir á sama tíma höfðu aftur á móti talist ósanngjarnar og ógildar í tilvikum flestra annarra lánastofnana landsins. Í síðasta mánuði féll svo dómur í Hæstarétti þar sem því var slegið föstu að ósanngjarnt væri af LÍN að ganga að ábyrgð fyrir námsláni eftir að framangreind skilyrði voru lögfest árið 2009. Í þessu felst ójafnræðið segir Daníel. Það sem töldust ósanngjarnir viðskiptahættir hjá öllum lánastofnunum væru að sjálfsögðu einnig ósanngjarnir viðskiptahættir hjá LÍN fyrir apríl 2009. Daníel segir þó aðalatriðið að dómurinn sé mikið gleðiefni enda sé nú loks ljóst að LÍN beri að stunda sanngjarna viðskiptahætti eins og aðrar lánastofnanir. Hann telur að LÍN hljóti að skoða stöðu ábyrgðarmanna sem gengust í sambærilegar ábyrgðir fyrir 4. apríl 2009 og íhuga að fella niður ábyrgðir þeirra. Lánasjóðurinn er nú að meta fordæmisgildi dómsins sem féll í síðasta mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira