Enn eitt hneykslið hjá Facebook komið upp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. nóvember 2018 11:00 Þótt þessi mynd sé sviðsett er vandamálið raunverulegt. Vísir/Getty Rússneskir tölvuþrjótar virðast hafa komist yfir og boðið til sölu einkaskilaboð 81.000 Facebook-notenda. BBC greindi frá málinu í gær og sagði að Rússarnir héldu því fram að í heild hefðu skilaboð 120 milljóna notenda verið til sölu. Þá tölu dró miðillinn hins vegar í efa. Flestir notendanna eru frá Rússlandi og Úkraínu en þó er einhverja að finna í gögnunum sem eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu og víðar. Skilaboð hvers notanda voru seld á um tíu krónur íslenskar en síðan var tekin niður eftir að BBC setti sig í samband við tölvuþrjótana. Auglýsing um að hægt væri að kaupa þessi gögn birtist fyrst á enskumælandi spjallborði í september þegar notandi sem kallaði sig FBSaler sagðist búa yfir skilaboðum 120 milljóna Facebook-notenda. BBC fékk netöryggisfyrirtækið Digital Shadows til að skoða þessa staðhæfingu og komst fyrirtækið að því að skilaboðum 81.000 notenda hefði verið stolið og að einnig hefði verið hægt að stela skilaboðum 176.000 notenda til viðbótar. Að sögn BBC setti miðillinn sig í samband við seljandann og sagðist hafa áhuga á að kaupa skilaboð tveggja milljóna notenda, spurði hvort málið tengdist annaðhvort Cambridge Analytica hneykslinu eða öryggisbresti sem greint var frá í september þegar milljónir aðganga voru í raun opnar tölvuþrjótum. Sölumaður undir nafninu John Smith svaraði og sagði málin ótengd. Þá sagði hann einnig að salan tengdist ekki rússneskum yfirvöldum eða nettröllabúum þeirra. Guy Rosen, stjórnandi hjá Facebook, sagði í gær að ekki hefði verið brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins. Hins vegar væri viðbótum við netvafra um að kenna. Fyrirtækið hefði því látið vafraframleiðendur vita af málinu til þess að tryggja að viðbæturnar væru teknar úr viðbótaverslunum vafranna. Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar virðast hafa komist yfir og boðið til sölu einkaskilaboð 81.000 Facebook-notenda. BBC greindi frá málinu í gær og sagði að Rússarnir héldu því fram að í heild hefðu skilaboð 120 milljóna notenda verið til sölu. Þá tölu dró miðillinn hins vegar í efa. Flestir notendanna eru frá Rússlandi og Úkraínu en þó er einhverja að finna í gögnunum sem eru frá Bretlandi, Bandaríkjunum, Brasilíu og víðar. Skilaboð hvers notanda voru seld á um tíu krónur íslenskar en síðan var tekin niður eftir að BBC setti sig í samband við tölvuþrjótana. Auglýsing um að hægt væri að kaupa þessi gögn birtist fyrst á enskumælandi spjallborði í september þegar notandi sem kallaði sig FBSaler sagðist búa yfir skilaboðum 120 milljóna Facebook-notenda. BBC fékk netöryggisfyrirtækið Digital Shadows til að skoða þessa staðhæfingu og komst fyrirtækið að því að skilaboðum 81.000 notenda hefði verið stolið og að einnig hefði verið hægt að stela skilaboðum 176.000 notenda til viðbótar. Að sögn BBC setti miðillinn sig í samband við seljandann og sagðist hafa áhuga á að kaupa skilaboð tveggja milljóna notenda, spurði hvort málið tengdist annaðhvort Cambridge Analytica hneykslinu eða öryggisbresti sem greint var frá í september þegar milljónir aðganga voru í raun opnar tölvuþrjótum. Sölumaður undir nafninu John Smith svaraði og sagði málin ótengd. Þá sagði hann einnig að salan tengdist ekki rússneskum yfirvöldum eða nettröllabúum þeirra. Guy Rosen, stjórnandi hjá Facebook, sagði í gær að ekki hefði verið brotist inn í tölvukerfi samfélagsmiðilsins. Hins vegar væri viðbótum við netvafra um að kenna. Fyrirtækið hefði því látið vafraframleiðendur vita af málinu til þess að tryggja að viðbæturnar væru teknar úr viðbótaverslunum vafranna.
Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira