Íslenska ríkið sýknað vegna kaupa á jörðinni Felli Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2018 14:28 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Fréttablaðið ehf. Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrirtækisins Fögrusala ehf. vegna kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir töldu forkaupsréttinn hafa verið runninn út og töldu raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Fjórða nóvember árið 2016 átti fyrirtækið Fögrusalir hæsta boðið í jörðina og hafði félaginu verið tilkynnt að tilboðinu yrði tekið bærist greiðsla í samræmi við uppboðsskilmála 11. nóvember 2016. Með bréfi 4. nóvember 2016 var íslenska ríkinu tilkynnt um lögbundinn forkaupsrétt sinn að jörðinni og gefinn 5 daga frestur til að nýta sér hann með vísan til jarðalaga. Íslenska ríkið taldi hins vegar að sér bæri 60 daga frestur samkvæmt náttúruverndarlögum. Féllst sýslumaður á þær athugasemdir og framlengdi frestinn í 60 daga frá þeim tíma er tilboðinu yrði endanlega tekið, eða 11. nóvember 2016. Þann 8. janúar 2017 tilkynnti íslenska að það hygðist nýta sér forkaupsrétt sinn og gaf sýslumaður út afsal fyrir jörðinni til Í 15. febrúar sama ár. Höfðaði Fögrusalir ehf. í kjölfarið mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess að afsalið yrði ógilt og Í gert skylt að afsala sér jörðinni gegn greiðslu fjárhæðar sem samsvaraði hæsta boði félagsins í jörðina. Byggði fyrirtækið Fögrusalir einkum á því að frestur íslenska ríkisins til að nýta sér forkaupsréttinn hefði þegar verið liðinn 8. janúar 2017. Þannig hefði íslenska ríkinu einungis borið 5 daga frestur til þess að nýta sér forkaupsrétt sinn, en jafnvel þótt talið yrði að fresturinn hefði verið 60 dagar, hefði hann engu að síður verið liðinn þegar Í ákvað að nýta sér forkaupsréttinn þar sem miða hefði átt upphaf frestsins við 4. nóvember 2016. Í dómi Hæstaréttar, sem var kveðinn upp í gær, kom fram að Héraðsdómur Suðurlands taldi ljóst að 5 sólarhringa frestur jarðalaga hefði ekki átt við um íslenska ríkið heldur 60 daga frestur náttúruverndarlaga. Taldi héraðsdómur jafnframt að sá frestur hefði ekki byrjað að líða fyrr en 11. nóvember 2016, en þann dag hefði komist á bindandi samningur um sölu eignarinnar. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Fögrusala ehf. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Tengdar fréttir Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrirtækisins Fögrusala ehf. vegna kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir töldu forkaupsréttinn hafa verið runninn út og töldu raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Fjórða nóvember árið 2016 átti fyrirtækið Fögrusalir hæsta boðið í jörðina og hafði félaginu verið tilkynnt að tilboðinu yrði tekið bærist greiðsla í samræmi við uppboðsskilmála 11. nóvember 2016. Með bréfi 4. nóvember 2016 var íslenska ríkinu tilkynnt um lögbundinn forkaupsrétt sinn að jörðinni og gefinn 5 daga frestur til að nýta sér hann með vísan til jarðalaga. Íslenska ríkið taldi hins vegar að sér bæri 60 daga frestur samkvæmt náttúruverndarlögum. Féllst sýslumaður á þær athugasemdir og framlengdi frestinn í 60 daga frá þeim tíma er tilboðinu yrði endanlega tekið, eða 11. nóvember 2016. Þann 8. janúar 2017 tilkynnti íslenska að það hygðist nýta sér forkaupsrétt sinn og gaf sýslumaður út afsal fyrir jörðinni til Í 15. febrúar sama ár. Höfðaði Fögrusalir ehf. í kjölfarið mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess að afsalið yrði ógilt og Í gert skylt að afsala sér jörðinni gegn greiðslu fjárhæðar sem samsvaraði hæsta boði félagsins í jörðina. Byggði fyrirtækið Fögrusalir einkum á því að frestur íslenska ríkisins til að nýta sér forkaupsréttinn hefði þegar verið liðinn 8. janúar 2017. Þannig hefði íslenska ríkinu einungis borið 5 daga frestur til þess að nýta sér forkaupsrétt sinn, en jafnvel þótt talið yrði að fresturinn hefði verið 60 dagar, hefði hann engu að síður verið liðinn þegar Í ákvað að nýta sér forkaupsréttinn þar sem miða hefði átt upphaf frestsins við 4. nóvember 2016. Í dómi Hæstaréttar, sem var kveðinn upp í gær, kom fram að Héraðsdómur Suðurlands taldi ljóst að 5 sólarhringa frestur jarðalaga hefði ekki átt við um íslenska ríkið heldur 60 daga frestur náttúruverndarlaga. Taldi héraðsdómur jafnframt að sá frestur hefði ekki byrjað að líða fyrr en 11. nóvember 2016, en þann dag hefði komist á bindandi samningur um sölu eignarinnar. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Fögrusala ehf. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu.
Tengdar fréttir Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Sjá meira
Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18