Íslenska ríkið sýknað vegna kaupa á jörðinni Felli Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2018 14:28 Jörðin Fell liggur að austanverðu Jökulsárlóni. Jökulsárlónið sjálft er hins vegar að langmestu leyti í ríkiseigu. Fréttablaðið ehf. Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrirtækisins Fögrusala ehf. vegna kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir töldu forkaupsréttinn hafa verið runninn út og töldu raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Fjórða nóvember árið 2016 átti fyrirtækið Fögrusalir hæsta boðið í jörðina og hafði félaginu verið tilkynnt að tilboðinu yrði tekið bærist greiðsla í samræmi við uppboðsskilmála 11. nóvember 2016. Með bréfi 4. nóvember 2016 var íslenska ríkinu tilkynnt um lögbundinn forkaupsrétt sinn að jörðinni og gefinn 5 daga frestur til að nýta sér hann með vísan til jarðalaga. Íslenska ríkið taldi hins vegar að sér bæri 60 daga frestur samkvæmt náttúruverndarlögum. Féllst sýslumaður á þær athugasemdir og framlengdi frestinn í 60 daga frá þeim tíma er tilboðinu yrði endanlega tekið, eða 11. nóvember 2016. Þann 8. janúar 2017 tilkynnti íslenska að það hygðist nýta sér forkaupsrétt sinn og gaf sýslumaður út afsal fyrir jörðinni til Í 15. febrúar sama ár. Höfðaði Fögrusalir ehf. í kjölfarið mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess að afsalið yrði ógilt og Í gert skylt að afsala sér jörðinni gegn greiðslu fjárhæðar sem samsvaraði hæsta boði félagsins í jörðina. Byggði fyrirtækið Fögrusalir einkum á því að frestur íslenska ríkisins til að nýta sér forkaupsréttinn hefði þegar verið liðinn 8. janúar 2017. Þannig hefði íslenska ríkinu einungis borið 5 daga frestur til þess að nýta sér forkaupsrétt sinn, en jafnvel þótt talið yrði að fresturinn hefði verið 60 dagar, hefði hann engu að síður verið liðinn þegar Í ákvað að nýta sér forkaupsréttinn þar sem miða hefði átt upphaf frestsins við 4. nóvember 2016. Í dómi Hæstaréttar, sem var kveðinn upp í gær, kom fram að Héraðsdómur Suðurlands taldi ljóst að 5 sólarhringa frestur jarðalaga hefði ekki átt við um íslenska ríkið heldur 60 daga frestur náttúruverndarlaga. Taldi héraðsdómur jafnframt að sá frestur hefði ekki byrjað að líða fyrr en 11. nóvember 2016, en þann dag hefði komist á bindandi samningur um sölu eignarinnar. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Fögrusala ehf. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu. Tengdar fréttir Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfu fyrirtækisins Fögrusala ehf. vegna kaupa á jörðinni Felli í Suðursveit sem liggur að Jökulsárlóni. Fögrusalir keyptu jörðina Fell á uppboði í nóvember 2016 á rúman 1,5 milljarð íslenskra króna. Ríkið keypti svo jörðina með forkaupsrétti í janúar 2017. Fögrusalir töldu forkaupsréttinn hafa verið runninn út og töldu raunar að óeðlilega hafi verið staðið að málum á fleiri stigum málsins. Fjórða nóvember árið 2016 átti fyrirtækið Fögrusalir hæsta boðið í jörðina og hafði félaginu verið tilkynnt að tilboðinu yrði tekið bærist greiðsla í samræmi við uppboðsskilmála 11. nóvember 2016. Með bréfi 4. nóvember 2016 var íslenska ríkinu tilkynnt um lögbundinn forkaupsrétt sinn að jörðinni og gefinn 5 daga frestur til að nýta sér hann með vísan til jarðalaga. Íslenska ríkið taldi hins vegar að sér bæri 60 daga frestur samkvæmt náttúruverndarlögum. Féllst sýslumaður á þær athugasemdir og framlengdi frestinn í 60 daga frá þeim tíma er tilboðinu yrði endanlega tekið, eða 11. nóvember 2016. Þann 8. janúar 2017 tilkynnti íslenska að það hygðist nýta sér forkaupsrétt sinn og gaf sýslumaður út afsal fyrir jörðinni til Í 15. febrúar sama ár. Höfðaði Fögrusalir ehf. í kjölfarið mál á hendur íslenska ríkinu og krafðist þess að afsalið yrði ógilt og Í gert skylt að afsala sér jörðinni gegn greiðslu fjárhæðar sem samsvaraði hæsta boði félagsins í jörðina. Byggði fyrirtækið Fögrusalir einkum á því að frestur íslenska ríkisins til að nýta sér forkaupsréttinn hefði þegar verið liðinn 8. janúar 2017. Þannig hefði íslenska ríkinu einungis borið 5 daga frestur til þess að nýta sér forkaupsrétt sinn, en jafnvel þótt talið yrði að fresturinn hefði verið 60 dagar, hefði hann engu að síður verið liðinn þegar Í ákvað að nýta sér forkaupsréttinn þar sem miða hefði átt upphaf frestsins við 4. nóvember 2016. Í dómi Hæstaréttar, sem var kveðinn upp í gær, kom fram að Héraðsdómur Suðurlands taldi ljóst að 5 sólarhringa frestur jarðalaga hefði ekki átt við um íslenska ríkið heldur 60 daga frestur náttúruverndarlaga. Taldi héraðsdómur jafnframt að sá frestur hefði ekki byrjað að líða fyrr en 11. nóvember 2016, en þann dag hefði komist á bindandi samningur um sölu eignarinnar. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfum Fögrusala ehf. og staðfesti Hæstiréttur þá niðurstöðu.
Tengdar fréttir Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Vænta þess að Hæstiréttur leiðrétti Jökulsárslónsdóminn í héraði Fjárfestirinn Gísli Hjálmtýsson og félagar hans í Fögrusölum ehf. hafa áfrýjað dómi í máli þeirra gegn íslenska ríkinu til Hæstaréttar. 29. nóvember 2017 14:18