Allt í plasti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 2. nóvember 2018 07:00 Plastumbúðirnar utan af Ömmupitsunni sem ég borðaði í sveitinni einn laugardag í bernsku minni gætu á þessari stundu verið syndandi um heimsins höf sem plastþræðir í sjávarlífverum. Þær gætu líka hreinlega legið í einhverri fjörunni eða verið búnar að leysast upp í litlar plastagnir, svokallað örplast, og flotið í sjónum sem slíkar. Plast getur haft ótvíræða kosti en of mikil notkun þess snýst upp í andhverfu sína. Plast er í ofanálag í stórum stíl einnota – hent eftir eina notkun. Þetta eru plastbollar sem drukkið var úr í fimm mínútur, matarumbúðir sem enduðu beint í ruslinu, plastpokar sem fóru í eina búðarferð. Nokkurra mínútna neysla þýðir plastúrgang sem gæti enn verið til eftir 100 ár og raunar miklu lengur. Til að framleiða allt þetta plast þarf olíu og plastið sjálft getur síðan verið skaðlegt fyrir lífríki Jarðar. Plastmálin eru eitt af forgangsmálum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Í sumar skipaði ég starfshóp sem falið var að vinna tillögu að plastaðgerðaáætlun og í honum voru fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær, alls 18 talsins. Um er að ræða blöndu af hagrænum hvötum, banni, fræðslu og nýsköpun. Tillögurnar eru fjölbreyttar og fagna ég þeim. Meðal þess sem lagt er til er bann bæði við burðarplastpokum í verslunum og ákveðnum tegundum af einnota plasti, s.s. plastdiskum og plasthnífapörum, þar sem til eru aðrar vistvænni lausnir. Einnig sem dæmi að ráðist verði í markvissa vitundarvakningu um ofnotkun á plasti, leidd verði í lög skylda rekstraraðila og sveitarfélaga til að flokka úrgang og stutt verði við nýjar lausnir sem komið geti í stað plasts. Tillögurnar fara nú í opið samráð og geta öll þau sem vilja gert athugasemdir við þær í Samráðsgátt stjórnvalda á netinu. Ef fram heldur sem horfir verður árið 2050 meira plast í hafinu en fiskar. Þessu verðum við að breyta og þora að taka stór skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Plastumbúðirnar utan af Ömmupitsunni sem ég borðaði í sveitinni einn laugardag í bernsku minni gætu á þessari stundu verið syndandi um heimsins höf sem plastþræðir í sjávarlífverum. Þær gætu líka hreinlega legið í einhverri fjörunni eða verið búnar að leysast upp í litlar plastagnir, svokallað örplast, og flotið í sjónum sem slíkar. Plast getur haft ótvíræða kosti en of mikil notkun þess snýst upp í andhverfu sína. Plast er í ofanálag í stórum stíl einnota – hent eftir eina notkun. Þetta eru plastbollar sem drukkið var úr í fimm mínútur, matarumbúðir sem enduðu beint í ruslinu, plastpokar sem fóru í eina búðarferð. Nokkurra mínútna neysla þýðir plastúrgang sem gæti enn verið til eftir 100 ár og raunar miklu lengur. Til að framleiða allt þetta plast þarf olíu og plastið sjálft getur síðan verið skaðlegt fyrir lífríki Jarðar. Plastmálin eru eitt af forgangsmálum mínum sem umhverfis- og auðlindaráðherra. Í sumar skipaði ég starfshóp sem falið var að vinna tillögu að plastaðgerðaáætlun og í honum voru fulltrúar atvinnulífs, sveitarfélaga, félagasamtaka, opinberra stofnana, Alþingis, ráðuneyta og fleiri. Hópurinn skilaði tillögum sínum í gær, alls 18 talsins. Um er að ræða blöndu af hagrænum hvötum, banni, fræðslu og nýsköpun. Tillögurnar eru fjölbreyttar og fagna ég þeim. Meðal þess sem lagt er til er bann bæði við burðarplastpokum í verslunum og ákveðnum tegundum af einnota plasti, s.s. plastdiskum og plasthnífapörum, þar sem til eru aðrar vistvænni lausnir. Einnig sem dæmi að ráðist verði í markvissa vitundarvakningu um ofnotkun á plasti, leidd verði í lög skylda rekstraraðila og sveitarfélaga til að flokka úrgang og stutt verði við nýjar lausnir sem komið geti í stað plasts. Tillögurnar fara nú í opið samráð og geta öll þau sem vilja gert athugasemdir við þær í Samráðsgátt stjórnvalda á netinu. Ef fram heldur sem horfir verður árið 2050 meira plast í hafinu en fiskar. Þessu verðum við að breyta og þora að taka stór skref.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar