Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 99-89 │Njarðvík ver heimavöllinn Magnús Einþór Áskelsson í Ljónagryfjunni skrifar 1. nóvember 2018 22:30 Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur. fréttablaðið/ernir Njarðvíkingar unnu Hauka í kaflaskpiptum leik í Ljónagryfjunni í kvöld 99-89. Leikurinn var jafn til að byrja með en Haukar náðu frumkvæðinu þegar líða fór á fyrsta leikhluta, spiuðu fast og voru að hitta vel. Jeb Ivey var áræðinn frá byrjun fyrir heimamenn og munurinn aðeins tvö stig að loknum fyrsta leikhluta 19-17. Eins og svo oft áður í vetur fóru Njarðvíkingar á hælana í öðrum leikhluta. Haukar splundruðu vörn heimamanna hvað eftir annað og misstu Njarðvíkingar oft klaufalega frá sér boltann í sókninni. Marcus Oliver var óstöðvandi fyrir gestina en hann skoraði, 22 stig í fyrri hálfleik. Haukar náðu mest 12 stiga forskoti þegar rúmlega 3 mínútur voru til hálfleiks. Njarðvíkingar spýttu í lófana og eftir að gestirnir fengu dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli gengu þeir á lagið og minnkuðu muninn jafnt og þétt en Haukar fóru til búingsherbergja með 4 stig forskot. 45-49. Í þriðja leikhluta komu heimamenn gríðarlega ákveðnir til leiks. Sér í lagi Jeb Ivey sem skoraði 6 fyrstu stig heimamann og ekki leið að löngu að þeir voru komnir yfir. Haukar náðu að svara en urðu fyrir áfalli þegar 5 mínútur voru liðar að Marcus Oliver fékk sína fjórðu villu fyrir litlar sakir. Leikurinn hélst þrátt fyrir það í járnum en Njarðvíkingar leiddu þó þegar skammt var eftir. Haukar komu með gott áhlaup í lokinn og voru skyndilega fjórum stigum yfir fyrir lokaleikhlutann eftir ótrúlegann klaufagang heimamanna í vörninni. Í fjórða leikhluta náðu heimamenn forskoti eftir eina og hálfa mínútu. Leikurinn hélst í járnum en þá kom þáttur Jeb Ivey s em var hreint út sagt frábær en hann skoraði 11 stig í leikhlutanum og sigldi sigrinum heim fyrir Njarðvíkinga sem unnu leikinn með tíu stiga mun, 99-89 sem gefur alls ekki rétta mynd af leiknum.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík vann leikinn út af þeim gæðum sem þeir eru með í liðinu og þá helst á leik Jeb Ivey en þetta var hans besti leikur í grænu treyjunni í haust. Njarðvíkingar bundu vörnina mun betur í síðari hálfleik og náðu að stöðva Marcus Oliver. Villuvandræði Hauka voru liðinu dýrkeypt en þeir spiluðu virkilega vel í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Jeb Ivey var frábær í kvöld en karlinn skoraði 32 stig . Mario Matasovic var einnig mjög góður, sér í lagi í seinni hálfleik þar sem hann spilaði frábærlega, barðist að krafti reif niður 14 fráköst og skoraði 15 stig Hjá Haukum var Marcus Oliver frábær, sér í lagi í fyrri hálfleik en hann skoraði 29 stig og tók 14 fráköst. Kristinn Marinósson skilaði 15 stigum.Hvað gekk illa? Haukarnir spiluð fast og lentu þeir í miklum villuvandræðum . Marcus Oliver fékk fjórðu villuna í þriðja leikhluta, hinn stóri maðurinn Kristjánn Sverrisson fékk einnig fjórðu villuna í þriðja leikhluta og Haukur Óskarsson fékk fimmtu villuna í fjórða leikhluta. Þetta reyndist mjög dýrt fyrir gestina.Tölfræði sem vekur athygli Nokkuð jöfn tölfræði eru á milli liðina, bæði lið hittu ágætlega og svipað var með þeim í fráköstum.Hvað næst? Haukar fá Skallagrím í heimsókn í Hafnarfjörðin meðan að Njarðvík fær Íslandsmeistara KR í heimsókn í Ljónagryfjuna.Kristinn Marinósson: Besti heili leikurinn okkar Kristinn Marinósson leikmaður Hauka var svekktur að fá ekkert úr þessum leiknum honum fannst þetta vera besti heili leikurinn sem liðið hefur spilað í vetur. Jeb Ivey reyndist þeim gríðarlega erfiður sérstaklega í lok leiksins. „Mér fannst við vera búnir að spila mjög vel, fast sérstaklega varnarlega í 30 mínútur en svo finnst mér við aðeins gefa eftir og hleypa Ivey sérstaklega í skotið sem hann tekur og hann nelgdi öllu niður á tímabil bæði á low post og fyrir utan. Mér fannst þetta besti heili leikurinn hjá okkur í vetur, sérstaklega varnarlega,” sagði Kristinn. Haukar lentu í talsverðum villuvandræðum í leiknum og fannst Kristinn dómararnir ekkert dæma þetta illa og benti á að hann hafi komist upp með að næstum nefbrjóta Maciek Baginksi leikmann Njarðvíkur án þess að það hafi verið flautað. Hann vildi þó meina að það hafi verið brotið mun meira á Marcus Oliver en dæmt var. „Við komumst upp með sumt ég næstum nefbraut Macieck en ég fékk ekki einu sinni villu fyrir það en það mér fannst stundum að Marcus hefði átt að fá meira en honum var oft ýtt frá körfunni þegar hann var að fara upp og svo var augljóst goaltending en það þýðir ekkert að væla yfir því.“Einar Árni: Ég átti von á betra frá okkkur Einar Árni Jóhannesson fannst þessi leikur vera kaflaskiptur og lið sitt vera slakir varnarlega í fyrri hálfleik. Hann var ánægður með baráttuna í síðari hálfleik sem skilaði að lokum þessum sigri. „Þetta var kaflaskipt, vorum bara slakir varnarlega í fyrr hálfleik, fráköstuðum illa og héldum mönnum illa fyrir framan okkur og bara langt frá því að vera að sem við vildum standa fyrir í dag og það er svekkjandi því við erum búnir að djöflast í heila viku og bíða eftir því að fá að spila aftur eftir dapran dag á Króknum.“ Ég átti von á betra frá okkur en ég var ánægður með krafinn og vinnusemina í síðari hálfleik. Sóknarlega jú jú við getum alveg gert betur en við kvörtum ekki að skora upp undir hundrað stig en varnarleikurinn í fyrri hálfleik var bara ekki nógu góður.“ Einar hrósaði Haukaliðinu sem honum fannst vera virkilega góðir í kvöld, honum fannst lið sitt gera vel að stöðva hann í fjórða leikhluta. „Ég má til með að hrósa Haukaliðinu. Mér fannst þeir á löngum köflum bara virkilega góðir og mikil barátta og hittu boltanum inn á milli mjög vel. Marcus Oliver var okkur erfiður en við náðum að gera vel í að stoppa hann í fjórða leikhluta.“ Aðspurður um leik Jeb Ivey sem hefur fengið gangrýni eftir síðustu tvo leiki sagðist Einar vera skítasama um hana. Jeb væri sinn helsti gagnrýnir. „Skítsama um einhverja gagnrýni, hann er mjög gagnrýnin á sjálfan sig og hann vissi sem vel að hann var búinn að vera slakur í síðustu tveimur leikjum og hann var lang mest meðvitaður um það í þessari veröld og hann gerði vel. Hann var flottur í kvöld,“ sagði hann. Dominos-deild karla
Njarðvíkingar unnu Hauka í kaflaskpiptum leik í Ljónagryfjunni í kvöld 99-89. Leikurinn var jafn til að byrja með en Haukar náðu frumkvæðinu þegar líða fór á fyrsta leikhluta, spiuðu fast og voru að hitta vel. Jeb Ivey var áræðinn frá byrjun fyrir heimamenn og munurinn aðeins tvö stig að loknum fyrsta leikhluta 19-17. Eins og svo oft áður í vetur fóru Njarðvíkingar á hælana í öðrum leikhluta. Haukar splundruðu vörn heimamanna hvað eftir annað og misstu Njarðvíkingar oft klaufalega frá sér boltann í sókninni. Marcus Oliver var óstöðvandi fyrir gestina en hann skoraði, 22 stig í fyrri hálfleik. Haukar náðu mest 12 stiga forskoti þegar rúmlega 3 mínútur voru til hálfleiks. Njarðvíkingar spýttu í lófana og eftir að gestirnir fengu dæmda á sig tæknivillu fyrir mótmæli gengu þeir á lagið og minnkuðu muninn jafnt og þétt en Haukar fóru til búingsherbergja með 4 stig forskot. 45-49. Í þriðja leikhluta komu heimamenn gríðarlega ákveðnir til leiks. Sér í lagi Jeb Ivey sem skoraði 6 fyrstu stig heimamann og ekki leið að löngu að þeir voru komnir yfir. Haukar náðu að svara en urðu fyrir áfalli þegar 5 mínútur voru liðar að Marcus Oliver fékk sína fjórðu villu fyrir litlar sakir. Leikurinn hélst þrátt fyrir það í járnum en Njarðvíkingar leiddu þó þegar skammt var eftir. Haukar komu með gott áhlaup í lokinn og voru skyndilega fjórum stigum yfir fyrir lokaleikhlutann eftir ótrúlegann klaufagang heimamanna í vörninni. Í fjórða leikhluta náðu heimamenn forskoti eftir eina og hálfa mínútu. Leikurinn hélst í járnum en þá kom þáttur Jeb Ivey s em var hreint út sagt frábær en hann skoraði 11 stig í leikhlutanum og sigldi sigrinum heim fyrir Njarðvíkinga sem unnu leikinn með tíu stiga mun, 99-89 sem gefur alls ekki rétta mynd af leiknum.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík vann leikinn út af þeim gæðum sem þeir eru með í liðinu og þá helst á leik Jeb Ivey en þetta var hans besti leikur í grænu treyjunni í haust. Njarðvíkingar bundu vörnina mun betur í síðari hálfleik og náðu að stöðva Marcus Oliver. Villuvandræði Hauka voru liðinu dýrkeypt en þeir spiluðu virkilega vel í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Jeb Ivey var frábær í kvöld en karlinn skoraði 32 stig . Mario Matasovic var einnig mjög góður, sér í lagi í seinni hálfleik þar sem hann spilaði frábærlega, barðist að krafti reif niður 14 fráköst og skoraði 15 stig Hjá Haukum var Marcus Oliver frábær, sér í lagi í fyrri hálfleik en hann skoraði 29 stig og tók 14 fráköst. Kristinn Marinósson skilaði 15 stigum.Hvað gekk illa? Haukarnir spiluð fast og lentu þeir í miklum villuvandræðum . Marcus Oliver fékk fjórðu villuna í þriðja leikhluta, hinn stóri maðurinn Kristjánn Sverrisson fékk einnig fjórðu villuna í þriðja leikhluta og Haukur Óskarsson fékk fimmtu villuna í fjórða leikhluta. Þetta reyndist mjög dýrt fyrir gestina.Tölfræði sem vekur athygli Nokkuð jöfn tölfræði eru á milli liðina, bæði lið hittu ágætlega og svipað var með þeim í fráköstum.Hvað næst? Haukar fá Skallagrím í heimsókn í Hafnarfjörðin meðan að Njarðvík fær Íslandsmeistara KR í heimsókn í Ljónagryfjuna.Kristinn Marinósson: Besti heili leikurinn okkar Kristinn Marinósson leikmaður Hauka var svekktur að fá ekkert úr þessum leiknum honum fannst þetta vera besti heili leikurinn sem liðið hefur spilað í vetur. Jeb Ivey reyndist þeim gríðarlega erfiður sérstaklega í lok leiksins. „Mér fannst við vera búnir að spila mjög vel, fast sérstaklega varnarlega í 30 mínútur en svo finnst mér við aðeins gefa eftir og hleypa Ivey sérstaklega í skotið sem hann tekur og hann nelgdi öllu niður á tímabil bæði á low post og fyrir utan. Mér fannst þetta besti heili leikurinn hjá okkur í vetur, sérstaklega varnarlega,” sagði Kristinn. Haukar lentu í talsverðum villuvandræðum í leiknum og fannst Kristinn dómararnir ekkert dæma þetta illa og benti á að hann hafi komist upp með að næstum nefbrjóta Maciek Baginksi leikmann Njarðvíkur án þess að það hafi verið flautað. Hann vildi þó meina að það hafi verið brotið mun meira á Marcus Oliver en dæmt var. „Við komumst upp með sumt ég næstum nefbraut Macieck en ég fékk ekki einu sinni villu fyrir það en það mér fannst stundum að Marcus hefði átt að fá meira en honum var oft ýtt frá körfunni þegar hann var að fara upp og svo var augljóst goaltending en það þýðir ekkert að væla yfir því.“Einar Árni: Ég átti von á betra frá okkkur Einar Árni Jóhannesson fannst þessi leikur vera kaflaskiptur og lið sitt vera slakir varnarlega í fyrri hálfleik. Hann var ánægður með baráttuna í síðari hálfleik sem skilaði að lokum þessum sigri. „Þetta var kaflaskipt, vorum bara slakir varnarlega í fyrr hálfleik, fráköstuðum illa og héldum mönnum illa fyrir framan okkur og bara langt frá því að vera að sem við vildum standa fyrir í dag og það er svekkjandi því við erum búnir að djöflast í heila viku og bíða eftir því að fá að spila aftur eftir dapran dag á Króknum.“ Ég átti von á betra frá okkur en ég var ánægður með krafinn og vinnusemina í síðari hálfleik. Sóknarlega jú jú við getum alveg gert betur en við kvörtum ekki að skora upp undir hundrað stig en varnarleikurinn í fyrri hálfleik var bara ekki nógu góður.“ Einar hrósaði Haukaliðinu sem honum fannst vera virkilega góðir í kvöld, honum fannst lið sitt gera vel að stöðva hann í fjórða leikhluta. „Ég má til með að hrósa Haukaliðinu. Mér fannst þeir á löngum köflum bara virkilega góðir og mikil barátta og hittu boltanum inn á milli mjög vel. Marcus Oliver var okkur erfiður en við náðum að gera vel í að stoppa hann í fjórða leikhluta.“ Aðspurður um leik Jeb Ivey sem hefur fengið gangrýni eftir síðustu tvo leiki sagðist Einar vera skítasama um hana. Jeb væri sinn helsti gagnrýnir. „Skítsama um einhverja gagnrýni, hann er mjög gagnrýnin á sjálfan sig og hann vissi sem vel að hann var búinn að vera slakur í síðustu tveimur leikjum og hann var lang mest meðvitaður um það í þessari veröld og hann gerði vel. Hann var flottur í kvöld,“ sagði hann.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti