Vinna minna og allir vinna Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2018 13:15 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Vinstri grænna um að hefja tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið hefur staðið yfir frá 2015 og nú taka um hundrað starfsstöðvar borgarinnar með um tvö þúsund starfsmenn þátt í verkefninu. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt kjara- og jafnréttismál. Þátttakendur geta stytt vinnuvikuna frá einni og upp í þrjár klukkustundir og eru útfærslur styttingar mismunandi eftir starfsstöðum. Ákveðið var að styttri vinnuvika myndi ekki leiða til launaskerðingar eða skerts þjónustustigs. Markmið verkefnisins er að kanna hvaða áhrif stytting vinnuvikuna hefur á álagsþætti í starfi sem geta valdið kulnum í starfi, samþættingu atvinnu og fjölskyldulífs og framleiðni. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á verkefninu og ber þeim öllum saman um að styttri vinnuvika auðveldi samræmingu vinnu og einkalífs og minnkað álag á heimili. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Mælingar benda einnig til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn sé mikill, bæði í bættri líðan og bættum samskiptum bæði í vinnu og heima. Þátttakendur í verkefninu nefna að með styttingu hafi starfsánægja aukist og starfsandi batnað. Minna verður um skrepp á vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskólaaldri upplifa meira svigrúm. Einnig nefna þátttakendur bætta andlega og líkamlega heilsu og að samræming vinnu og einkalífs valdi minni togstreitu. Stytting vinnuviku virðist auka þátttöku karla í ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi. Karlar upplifðu ánægju með að taka meiri þátt í uppeldi barna sinna og töldu að gæðastundum fjölskyldu hafi fjölgað. Konur virðast þó ennþá bera frumábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi og fundu lítinn mun á umfangi húsverka við það að stytta vinnuvikuna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að minnka við sig vinnu til þess að sinna börnum og heimili sem hefur áhrif á laun þeirra og framgang í starfi. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt innlegg inn í komandi kjarasamninga. Framhald verkefnisins ræðst því af því hvort að sátt náist í samningum um að stytta vinnuvikuna. Stytting vinnuvikunnar er góð leið til þess að auka jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilinu. Ég vona að fyrirtæki á hinum almenna vinnumarkaði sláist í för með hinu opinbera og taki þátt í þessum breytingum, vinnum minna, og allir vinna!Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Vinstri grænna um að hefja tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið hefur staðið yfir frá 2015 og nú taka um hundrað starfsstöðvar borgarinnar með um tvö þúsund starfsmenn þátt í verkefninu. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt kjara- og jafnréttismál. Þátttakendur geta stytt vinnuvikuna frá einni og upp í þrjár klukkustundir og eru útfærslur styttingar mismunandi eftir starfsstöðum. Ákveðið var að styttri vinnuvika myndi ekki leiða til launaskerðingar eða skerts þjónustustigs. Markmið verkefnisins er að kanna hvaða áhrif stytting vinnuvikuna hefur á álagsþætti í starfi sem geta valdið kulnum í starfi, samþættingu atvinnu og fjölskyldulífs og framleiðni. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á verkefninu og ber þeim öllum saman um að styttri vinnuvika auðveldi samræmingu vinnu og einkalífs og minnkað álag á heimili. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Mælingar benda einnig til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn sé mikill, bæði í bættri líðan og bættum samskiptum bæði í vinnu og heima. Þátttakendur í verkefninu nefna að með styttingu hafi starfsánægja aukist og starfsandi batnað. Minna verður um skrepp á vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskólaaldri upplifa meira svigrúm. Einnig nefna þátttakendur bætta andlega og líkamlega heilsu og að samræming vinnu og einkalífs valdi minni togstreitu. Stytting vinnuviku virðist auka þátttöku karla í ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi. Karlar upplifðu ánægju með að taka meiri þátt í uppeldi barna sinna og töldu að gæðastundum fjölskyldu hafi fjölgað. Konur virðast þó ennþá bera frumábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi og fundu lítinn mun á umfangi húsverka við það að stytta vinnuvikuna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að minnka við sig vinnu til þess að sinna börnum og heimili sem hefur áhrif á laun þeirra og framgang í starfi. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt innlegg inn í komandi kjarasamninga. Framhald verkefnisins ræðst því af því hvort að sátt náist í samningum um að stytta vinnuvikuna. Stytting vinnuvikunnar er góð leið til þess að auka jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilinu. Ég vona að fyrirtæki á hinum almenna vinnumarkaði sláist í för með hinu opinbera og taki þátt í þessum breytingum, vinnum minna, og allir vinna!Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar