Kjóstu um leikmenn og tilþrif októbermánaðar Íþróttadeild skrifar 1. nóvember 2018 13:30 Tilnefningar um leikmann október í Domino's deild karla s2 sport Domino's Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport stendur fyrir kosningu á besta leikmanni og tilþrifum Domino's deildanna. Kosningin fer fram hér á Vísi. Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og því til mikils að vinna. Kosningin stendur yfir til mánudags en úrslitin verða kunngjörð í Domino's Körfuboltakvöldi föstudaginn 9. nóvember klukkan 22:00. Í Domino's deild karla eru þrír leikmenn tilnefndir sem leikmaður mánaðarins. Það eru Eyjólfur Ásberg Halldórsson, Urald King og Hörður Axel Vilhjálmsson. Eyjólfur spilar með nýliðum Skallagríms sem hafa gert gott mót og eru með tvo sigra úr fyrstu fimm leikjum sínum. Eyjólfur, sem er fæddur árið 1998, er með 21 stig að meðaltali í leikjunum fimm, 7 fráköst og 5,4 stoðsendingar. Urald King hefur farið á kostum með Tindastól í upphafi tímabils og er frammistaða hans ein af ástæðum þess að Stólarnir eru taplausir á toppi deildarinnar. King er frákastahæstur í deildinni með 13 fráköst að meðaltali í fjórum leikum auk þess að vera með 22 stig og 3,5 stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er lykilmaður í liði Keflavíkur sem er með þrjá sigra í fjórum leikjum. Hörður Axel er með 15,3 stig, 5,5 fráköst og 8 stoðsendingar að meðaltali í leik.Tilnefningar um leikmann október í Domino's deild kvennas2 sportÍ Domino's deild kvenna eru fjórar tilnefndar sem leikmaður mánaðarins og eru það bandarísku leikmenn fjögurra af fimm efstu liðunum. Danielle Rodriguez var frábær með Stjörnunni síðasta vetur og hefur haldið því áfram á þessu tímabili. Sömu sögu má segja um Kristen McCarthy hjá Snæfelli. Þær eru báðar stiga-, frákasta- og stoðsendingahæstar hjá sínum félögum í fyrstu leikjunum sex. Lele Hardy snéri aftur til Hauka í sumar og hefur komið inn í deildina af krafti. Hún er frákastahæst í deildinni eftir sex umferðir með 16,2 fráköst að meðaltali í leik. Brittany Dinkins er annar Bandaríkjamaður sem var áfram hjá sínu félagi í sumar. Hún hefur farið hamförum í stigaskorun með Keflavík, ekki síst í síðasta leik gegn Breiðabliki þar sem hún skoraði 51 stig. Það skilaði henni í efsta sæti stigalistans í deildinni með 33,8 stig að meðaltali í leik. Tilþrif október Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport stendur fyrir kosningu á besta leikmanni og tilþrifum Domino's deildanna. Kosningin fer fram hér á Vísi. Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og því til mikils að vinna. Kosningin stendur yfir til mánudags en úrslitin verða kunngjörð í Domino's Körfuboltakvöldi föstudaginn 9. nóvember klukkan 22:00. Í Domino's deild karla eru þrír leikmenn tilnefndir sem leikmaður mánaðarins. Það eru Eyjólfur Ásberg Halldórsson, Urald King og Hörður Axel Vilhjálmsson. Eyjólfur spilar með nýliðum Skallagríms sem hafa gert gott mót og eru með tvo sigra úr fyrstu fimm leikjum sínum. Eyjólfur, sem er fæddur árið 1998, er með 21 stig að meðaltali í leikjunum fimm, 7 fráköst og 5,4 stoðsendingar. Urald King hefur farið á kostum með Tindastól í upphafi tímabils og er frammistaða hans ein af ástæðum þess að Stólarnir eru taplausir á toppi deildarinnar. King er frákastahæstur í deildinni með 13 fráköst að meðaltali í fjórum leikum auk þess að vera með 22 stig og 3,5 stoðsendingar. Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson er lykilmaður í liði Keflavíkur sem er með þrjá sigra í fjórum leikjum. Hörður Axel er með 15,3 stig, 5,5 fráköst og 8 stoðsendingar að meðaltali í leik.Tilnefningar um leikmann október í Domino's deild kvennas2 sportÍ Domino's deild kvenna eru fjórar tilnefndar sem leikmaður mánaðarins og eru það bandarísku leikmenn fjögurra af fimm efstu liðunum. Danielle Rodriguez var frábær með Stjörnunni síðasta vetur og hefur haldið því áfram á þessu tímabili. Sömu sögu má segja um Kristen McCarthy hjá Snæfelli. Þær eru báðar stiga-, frákasta- og stoðsendingahæstar hjá sínum félögum í fyrstu leikjunum sex. Lele Hardy snéri aftur til Hauka í sumar og hefur komið inn í deildina af krafti. Hún er frákastahæst í deildinni eftir sex umferðir með 16,2 fráköst að meðaltali í leik. Brittany Dinkins er annar Bandaríkjamaður sem var áfram hjá sínu félagi í sumar. Hún hefur farið hamförum í stigaskorun með Keflavík, ekki síst í síðasta leik gegn Breiðabliki þar sem hún skoraði 51 stig. Það skilaði henni í efsta sæti stigalistans í deildinni með 33,8 stig að meðaltali í leik. Tilþrif október
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira