Dreymir um úrslitakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2018 12:30 KA/Þór fagnar sigrinum á Fram. mynd/egill bjarni friðjónsson Línumaðurinn ungi og efnilegi, Anna Þyrí Halldórsdóttir, tryggði nýliðum KA/Þórs frækinn sigur á Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Fram, í KA-heimilinu á þriðjudaginn. Gestirnir jöfnuðu í 23-23 og lokasókn heimakvenna, sem voru manni færri á þessum tímapunkti, var komin í öngstræti þegar Martha Hermannsdóttir fann Önnu Þyrí inni á línunni. Hún skilaði boltanum í netið, skoraði sitt fimmta mark og tryggði KA/Þór stigin tvö. „Við stefndum að því að vinna þennan leik eins og alla aðra. Eftir dapran leik á móti HK ætluðum við að svara fyrir okkur. Þetta var mjög sætt,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, í samtali við Fréttablaðið í gær. Sigurinn á Fram var fjórði sigur KA/Þórs í Olís-deildinni í vetur en liðið er í 4. sæti með átta stig, þremur stigum á eftir toppliði Vals. En hefur þessi góða byrjun komið leikmönnum KA/Þórs á óvart? „Í rauninni ekki. Þegar deildin byrjaði sáum við að allir geta unnið alla. Við erum kannski búnar að vinna leiki sem ekki margir bjuggust við að myndum vinna. En við erum með mikið sjálfstraust,“ svaraði Hulda en KA/Þór vann Grill 66 deildina á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í deild þeirra bestu. Varnarleikur KA/Þórs hefur verið sterkur það sem af er tímabili en aðeins Valur hefur fengið á sig færri mörk en nýliðarnir. „Við spilum mjög góða 6-0 vörn. Þegar við náum að stilla upp er erfitt að brjóta vörnina okkar á bak aftur. Svo höfum við hlaupið virkilega vel til baka,“ sagði Hulda sem játti því að lið KA/Þórs væri í góðu líkamlegu formi, eftir að hafa tekið vel á því á undirbúningstímabilinu. „Við byrjuðum snemma og höfum æft virkilega vel. Það skilar sér. Við þurftum að æfa svona eftir að hafa komið upp úr Grill 66 deildinni. Það voru alveg viðbrigði. Við höfum lyft meira en vorum samt líka í hörkuformi í fyrra.“ Þegar þriðjungur af Olís-deildinni er búinn er KA/Þór í góðri stöðu og mun nær toppi en botni. Hulda segir að Norðanstúlkur leyfi sér að dreyma um að komast í úrslitakeppnina. „Okkar markmið var fyrst og fremst að halda okkur uppi. Eins og staðan er núna lítur það vel út. Auðvitað horfir maður á úrslitakeppnina en samkeppnin er mikil. Það er draumur að komast þangað og við ætlum að reyna það,“ sagði Hulda. Næsti leikur KA/Þórs er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í Coca Cola bikarnum á morgun. Norðanstúlkur komust alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili og voru ekki langt frá því að komast í sjálfan úrslitaleikinn. KA/Þór tapaði með tveggja marka mun, 23-21, fyrir Haukum í undanúrslitunum. „Það var frábært. Okkur langar aftur í Höllina. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Hulda og bætti við að frammistaðan í bikarkeppninni á síðasta tímabili hafi gefið KA/Þór styrk og trú fyrir átökin í Olís-deildinni í vetur. „Við sáum að við vorum ekkert mikið lakari en Haukar og við erum búnar að vinna þá í vetur. Við vitum alveg hvað við getum,“ sagði Hulda að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Línumaðurinn ungi og efnilegi, Anna Þyrí Halldórsdóttir, tryggði nýliðum KA/Þórs frækinn sigur á Íslandsmeisturum síðustu tveggja ára, Fram, í KA-heimilinu á þriðjudaginn. Gestirnir jöfnuðu í 23-23 og lokasókn heimakvenna, sem voru manni færri á þessum tímapunkti, var komin í öngstræti þegar Martha Hermannsdóttir fann Önnu Þyrí inni á línunni. Hún skilaði boltanum í netið, skoraði sitt fimmta mark og tryggði KA/Þór stigin tvö. „Við stefndum að því að vinna þennan leik eins og alla aðra. Eftir dapran leik á móti HK ætluðum við að svara fyrir okkur. Þetta var mjög sætt,“ sagði Hulda Bryndís Tryggvadóttir, leikmaður KA/Þórs, í samtali við Fréttablaðið í gær. Sigurinn á Fram var fjórði sigur KA/Þórs í Olís-deildinni í vetur en liðið er í 4. sæti með átta stig, þremur stigum á eftir toppliði Vals. En hefur þessi góða byrjun komið leikmönnum KA/Þórs á óvart? „Í rauninni ekki. Þegar deildin byrjaði sáum við að allir geta unnið alla. Við erum kannski búnar að vinna leiki sem ekki margir bjuggust við að myndum vinna. En við erum með mikið sjálfstraust,“ svaraði Hulda en KA/Þór vann Grill 66 deildina á síðasta tímabili og tryggði sér þar með sæti í deild þeirra bestu. Varnarleikur KA/Þórs hefur verið sterkur það sem af er tímabili en aðeins Valur hefur fengið á sig færri mörk en nýliðarnir. „Við spilum mjög góða 6-0 vörn. Þegar við náum að stilla upp er erfitt að brjóta vörnina okkar á bak aftur. Svo höfum við hlaupið virkilega vel til baka,“ sagði Hulda sem játti því að lið KA/Þórs væri í góðu líkamlegu formi, eftir að hafa tekið vel á því á undirbúningstímabilinu. „Við byrjuðum snemma og höfum æft virkilega vel. Það skilar sér. Við þurftum að æfa svona eftir að hafa komið upp úr Grill 66 deildinni. Það voru alveg viðbrigði. Við höfum lyft meira en vorum samt líka í hörkuformi í fyrra.“ Þegar þriðjungur af Olís-deildinni er búinn er KA/Þór í góðri stöðu og mun nær toppi en botni. Hulda segir að Norðanstúlkur leyfi sér að dreyma um að komast í úrslitakeppnina. „Okkar markmið var fyrst og fremst að halda okkur uppi. Eins og staðan er núna lítur það vel út. Auðvitað horfir maður á úrslitakeppnina en samkeppnin er mikil. Það er draumur að komast þangað og við ætlum að reyna það,“ sagði Hulda. Næsti leikur KA/Þórs er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum í Coca Cola bikarnum á morgun. Norðanstúlkur komust alla leið í undanúrslit bikarkeppninnar á síðasta tímabili og voru ekki langt frá því að komast í sjálfan úrslitaleikinn. KA/Þór tapaði með tveggja marka mun, 23-21, fyrir Haukum í undanúrslitunum. „Það var frábært. Okkur langar aftur í Höllina. Það er ekkert leyndarmál,“ sagði Hulda og bætti við að frammistaðan í bikarkeppninni á síðasta tímabili hafi gefið KA/Þór styrk og trú fyrir átökin í Olís-deildinni í vetur. „Við sáum að við vorum ekkert mikið lakari en Haukar og við erum búnar að vinna þá í vetur. Við vitum alveg hvað við getum,“ sagði Hulda að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira