Markvisst unnið að fjölgun menntaðra á leikskólum Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Ágúst Bjarni Garðarsson stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Vilhelm Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir það verkefni næstu ára að auka menntun starfsmanna á leikskólum bæjarins og að um landlægt vandamál sé að ræða. Hann gagnrýnir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 29 prósent starfsmanna leikskóla Hafnarfjarðar væru með menntun sem leikskólakennarar. Ágúst Bjarni segir að unnið sé að því innan kerfisins að fjölga menntuðum kennurum. „Tölurnar eru auðvitað ekki eins og við vildum, en hér er um að ræða landlægt vandamál sem við, líkt og önnur sveitarfélög, erum að kljást við. Þetta tekur tíma og það þurfa fleiri að klára námið og við svo að búa til aðlaðandi starfsumhverfi og er vinna við það í gangi á báðum skólastigunum,“ segir Ágúst Bjarni. „Yfirvinnupotti hefur meðal annars verið komið á til að mæta faglegum verkefnum og unnar hafa verið rýmisáætlanir.“ Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, sagði það blekkingarleik að hægt sé að halda uppi faglegri vinnu með svo lágt hlutfall menntaðra kennara. Ágúst Bjarni er ósammála þeim fullyrðingum. „Við vonumst til að gera enn betur og ná að laða til okkar faglegt og gott starfsfólk. En ég get engan veginn tekið undir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins um að leikskólakerfið sé að grotna að innan. Þvert á móti, en við þurfum að gera betur. Það er verkefni næstu mánaða og ára.“ – sa Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Fáir starfandi einstaklingar á leikskólum Hafnarfjarðar eru með menntun sem slíkir eða 29 prósent. Oddviti Miðflokksins segir stöðuna grafalvarlega og það blekkingu að hægt sé að halda uppi öflugu skólastarfi með stefnu núverandi meirihluta. Formaður bæjarráðs vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. 31. október 2018 07:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir það verkefni næstu ára að auka menntun starfsmanna á leikskólum bæjarins og að um landlægt vandamál sé að ræða. Hann gagnrýnir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 29 prósent starfsmanna leikskóla Hafnarfjarðar væru með menntun sem leikskólakennarar. Ágúst Bjarni segir að unnið sé að því innan kerfisins að fjölga menntuðum kennurum. „Tölurnar eru auðvitað ekki eins og við vildum, en hér er um að ræða landlægt vandamál sem við, líkt og önnur sveitarfélög, erum að kljást við. Þetta tekur tíma og það þurfa fleiri að klára námið og við svo að búa til aðlaðandi starfsumhverfi og er vinna við það í gangi á báðum skólastigunum,“ segir Ágúst Bjarni. „Yfirvinnupotti hefur meðal annars verið komið á til að mæta faglegum verkefnum og unnar hafa verið rýmisáætlanir.“ Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, sagði það blekkingarleik að hægt sé að halda uppi faglegri vinnu með svo lágt hlutfall menntaðra kennara. Ágúst Bjarni er ósammála þeim fullyrðingum. „Við vonumst til að gera enn betur og ná að laða til okkar faglegt og gott starfsfólk. En ég get engan veginn tekið undir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins um að leikskólakerfið sé að grotna að innan. Þvert á móti, en við þurfum að gera betur. Það er verkefni næstu mánaða og ára.“ – sa
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Fáir starfandi einstaklingar á leikskólum Hafnarfjarðar eru með menntun sem slíkir eða 29 prósent. Oddviti Miðflokksins segir stöðuna grafalvarlega og það blekkingu að hægt sé að halda uppi öflugu skólastarfi með stefnu núverandi meirihluta. Formaður bæjarráðs vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. 31. október 2018 07:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Sjá meira
Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Fáir starfandi einstaklingar á leikskólum Hafnarfjarðar eru með menntun sem slíkir eða 29 prósent. Oddviti Miðflokksins segir stöðuna grafalvarlega og það blekkingu að hægt sé að halda uppi öflugu skólastarfi með stefnu núverandi meirihluta. Formaður bæjarráðs vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. 31. október 2018 07:00