Borgin hafi gefið frá sér gæði með lúsarleigu við Grandagarð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Alliance-húsið hýsir meðal annars veitingastaðinn Mat og drykk. fréttablaðið/ernir Reykjavíkurborg greiddi 106 milljónir króna fyrir að láta gera Alliance-húsið svokallaða upp að utan. Borgin keypti húsið að Grandagarði 2 af félagi athafnakonunnar Ingunnar Wernersdóttur árið 2012 á 350 milljónir. Nýverið var tilkynnt um sölu á húsinu og byggingarrétti á lóðinni í kring á 900 milljónir. Borgarfulltrúi gagnrýnir hagstæð leigukjör í húsinu og segir borgina hafa verið að gefa frá sér gæði. Sögusafnið og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu, þar er einnig Norðurljósasýning og nokkrir listamenn hafa haft aðstöðu á efri hæðum hússins. Húsið er selt með núverandi leigusamningum en þeir voru birtir með gögnum málsins í borgarráði. Þeir afhjúpa kostakjör leigjenda undanfarin ár. Fjórir leigjendur eru að nokkrum rýmum á efri hæð en stærð þeirra er ekki tilgreind. Samkvæmt samningunum, sem undirritaðir voru í nóvember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013, greiddu listamennirnir aðeins 15 þúsund krónur á mánuði í leigu. Meðal leigjenda að tveimur rýmum, bæði persónulega og í gegnum Gjörningaklúbbinn, er Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Hún er dóttir Hrólfs Jónssonar, sem var þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Skrifstofunnar sem gerði samningana. Samkvæmt svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins voru allir þessir leigjendur til staðar í húsinu þegar borgin keypti það og enginn þeirra greiddi leigu. Fréttablaðið spurði hvernig þessi leiguupphæð var ákvörðuð á sínum tíma en fékk aðeins þau svör að leiguupphæðin hafi verið samkomulag milli aðila. Kjörin eru ekki síður hagstæð á tveimur stærri rýmum hússins. Félagið Bismarck ehf. leigir samkvæmt leigusamningi 444 fermetra byggingu að norðanverðu við aðalbygginguna á 400 þúsund krónur á mánuði, eða um 900 krónur fermetrann. Sögusafnið Perlunni ehf. leigir svo alla 1. hæðina, alls 725,6 fermetra á 580.480 krónur, eða um 800 krónur fermetrann. Í öllum leigusamningunum er kveðið á um að upphæðir breytast með vísitölu til hækkunar eða lækkunar mánaðarlega. Hafa tölurnar því hækkað lítillega frá undirritun. Frá ársbyrjun 2013 hefur borgin því haft rúma milljón í leigutekjur af Grandagarði 2 á mánuði eða alls rúmar 72 milljónir á tímabilinu sem duga skammt upp í útlagðan kostnað við að gera upp húsið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sjálf lagt fram fyrirspurn um húsið í borgarráði og segir ljóst að ekki sé allt með felldu. „Ekki frekar en í öðrum verkefnum borgarinnar að undanförnu. Það er með ólíkindum að borgin sé sem leigusali að gera samninga á miklu hagstæðari kjörum en hún sjálf leigir húsnæði, á, til dæmis í Borgartúni,“ segir Vigdís. Ljóst er að fermetraleiguverðið í Alliance-húsinu hefur verið enn lægra en til dæmis í Mathöllinni á Hlemmi, sem þó hefur sætt gagnrýni eftir fjárútlát borgarinnar. „Þetta er svo úr takti við allt sem gengur og gerist,“ segir Vigdís um Alliance-húsið. „Borgin er beinlínis að gefa frá sér gæði, takmarkaða auðlind, á fyrstu og annarri hæð þessa húss. Að leigja svona á innan við þúsund krónur fermetrann, fólk mun verða brjálað.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira
Reykjavíkurborg greiddi 106 milljónir króna fyrir að láta gera Alliance-húsið svokallaða upp að utan. Borgin keypti húsið að Grandagarði 2 af félagi athafnakonunnar Ingunnar Wernersdóttur árið 2012 á 350 milljónir. Nýverið var tilkynnt um sölu á húsinu og byggingarrétti á lóðinni í kring á 900 milljónir. Borgarfulltrúi gagnrýnir hagstæð leigukjör í húsinu og segir borgina hafa verið að gefa frá sér gæði. Sögusafnið og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu, þar er einnig Norðurljósasýning og nokkrir listamenn hafa haft aðstöðu á efri hæðum hússins. Húsið er selt með núverandi leigusamningum en þeir voru birtir með gögnum málsins í borgarráði. Þeir afhjúpa kostakjör leigjenda undanfarin ár. Fjórir leigjendur eru að nokkrum rýmum á efri hæð en stærð þeirra er ekki tilgreind. Samkvæmt samningunum, sem undirritaðir voru í nóvember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013, greiddu listamennirnir aðeins 15 þúsund krónur á mánuði í leigu. Meðal leigjenda að tveimur rýmum, bæði persónulega og í gegnum Gjörningaklúbbinn, er Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Hún er dóttir Hrólfs Jónssonar, sem var þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Skrifstofunnar sem gerði samningana. Samkvæmt svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins voru allir þessir leigjendur til staðar í húsinu þegar borgin keypti það og enginn þeirra greiddi leigu. Fréttablaðið spurði hvernig þessi leiguupphæð var ákvörðuð á sínum tíma en fékk aðeins þau svör að leiguupphæðin hafi verið samkomulag milli aðila. Kjörin eru ekki síður hagstæð á tveimur stærri rýmum hússins. Félagið Bismarck ehf. leigir samkvæmt leigusamningi 444 fermetra byggingu að norðanverðu við aðalbygginguna á 400 þúsund krónur á mánuði, eða um 900 krónur fermetrann. Sögusafnið Perlunni ehf. leigir svo alla 1. hæðina, alls 725,6 fermetra á 580.480 krónur, eða um 800 krónur fermetrann. Í öllum leigusamningunum er kveðið á um að upphæðir breytast með vísitölu til hækkunar eða lækkunar mánaðarlega. Hafa tölurnar því hækkað lítillega frá undirritun. Frá ársbyrjun 2013 hefur borgin því haft rúma milljón í leigutekjur af Grandagarði 2 á mánuði eða alls rúmar 72 milljónir á tímabilinu sem duga skammt upp í útlagðan kostnað við að gera upp húsið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sjálf lagt fram fyrirspurn um húsið í borgarráði og segir ljóst að ekki sé allt með felldu. „Ekki frekar en í öðrum verkefnum borgarinnar að undanförnu. Það er með ólíkindum að borgin sé sem leigusali að gera samninga á miklu hagstæðari kjörum en hún sjálf leigir húsnæði, á, til dæmis í Borgartúni,“ segir Vigdís. Ljóst er að fermetraleiguverðið í Alliance-húsinu hefur verið enn lægra en til dæmis í Mathöllinni á Hlemmi, sem þó hefur sætt gagnrýni eftir fjárútlát borgarinnar. „Þetta er svo úr takti við allt sem gengur og gerist,“ segir Vigdís um Alliance-húsið. „Borgin er beinlínis að gefa frá sér gæði, takmarkaða auðlind, á fyrstu og annarri hæð þessa húss. Að leigja svona á innan við þúsund krónur fermetrann, fólk mun verða brjálað.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Virginia Giuffre tók sitt eigið líf Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Sjá meira