Sá sterki yfirleitt í stuttbuxum Benedikt Bóas skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Júlían, að sjálfsögðu í stuttbuxum eins og honum finnst best, með hundinum Stormi í Kópavogi. Fréttablaðið/Stefán „Ég á alveg gallabuxur en er ekkert sérstaklega mikið fyrir að vera í þannig buxum. Vil helst vera í stuttbuxum,“ segir heimsmethafinn Júlían J. K. Jóhannsson en tröllvaxnir fótleggir hans vekja athygli hvert sem hann fer. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fram fór í Halmstad í Svíþjóð fyrir skemmstu. Júlían reif þá upp 405 kíló nánast eins auðveldlega og að drekka vatn. Fyrra metið var 397,5 kíló sem Brad Gillingham frá Bandaríkjunum setti árið 2011. Þess má geta að Júlían lyfti 410 kílóum í hnébeygju og 300 kílóum í bekkpressu á mótinu. Samanlagt henti hann því upp einu tonni og 115 kílóum betur. Þyngdirnar skiluðu Júlían í 4. sæti en hann var 20 kílóum frá bronsi. Rússinn Andrey Konovalov varð heimsmeistari en sá lyfti alls 1.252,5 kílóum.JúlÃan J. K. Jóhannsson og StormurEins og gefur að skilja þegar menn eru farnir að henda upp einu tonni í þremur lyftum, og 115 kílóum betur, er ekki hægt að labba inn í 17 og biðja um skyrtu í Large. Júlían þarf því að fara í sérstakar búðir til að geta fengið á sig föt – þó hann kunni best við sig á stuttbuxunum. „Það eru nokkrar verslanir eins og Dressman XL sem hafa bjargað mér í gegnum tíðina. Þó ég sé ekkert mikið fyrir að vera í gallabuxum þá á ég alveg þannig buxur. Það nefnilega breytti öllu þegar gallabuxurnar voru gerðar úr teygjuefni. Þær gjörbreyttu leiknum,“ segir hann og hlær. Júlían er ekkert að stressa sig á að fara að rífa upp lóðin alveg strax enda tekur meira en nokkrar mínútur að jafna sig eftir svona átök. Hann býst þó við að vera kominn inn í salinn á ný í næstu viku, en kappinn æfir í Breiðablik. „Ég er þó Ármenningur,“ segir hann stoltur, og ánægður með að vera í stuttum buxum þrátt fyrir stóra leggi. Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Ég á alveg gallabuxur en er ekkert sérstaklega mikið fyrir að vera í þannig buxum. Vil helst vera í stuttbuxum,“ segir heimsmethafinn Júlían J. K. Jóhannsson en tröllvaxnir fótleggir hans vekja athygli hvert sem hann fer. Júlían tvíbætti heimsmetið í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, sem fram fór í Halmstad í Svíþjóð fyrir skemmstu. Júlían reif þá upp 405 kíló nánast eins auðveldlega og að drekka vatn. Fyrra metið var 397,5 kíló sem Brad Gillingham frá Bandaríkjunum setti árið 2011. Þess má geta að Júlían lyfti 410 kílóum í hnébeygju og 300 kílóum í bekkpressu á mótinu. Samanlagt henti hann því upp einu tonni og 115 kílóum betur. Þyngdirnar skiluðu Júlían í 4. sæti en hann var 20 kílóum frá bronsi. Rússinn Andrey Konovalov varð heimsmeistari en sá lyfti alls 1.252,5 kílóum.JúlÃan J. K. Jóhannsson og StormurEins og gefur að skilja þegar menn eru farnir að henda upp einu tonni í þremur lyftum, og 115 kílóum betur, er ekki hægt að labba inn í 17 og biðja um skyrtu í Large. Júlían þarf því að fara í sérstakar búðir til að geta fengið á sig föt – þó hann kunni best við sig á stuttbuxunum. „Það eru nokkrar verslanir eins og Dressman XL sem hafa bjargað mér í gegnum tíðina. Þó ég sé ekkert mikið fyrir að vera í gallabuxum þá á ég alveg þannig buxur. Það nefnilega breytti öllu þegar gallabuxurnar voru gerðar úr teygjuefni. Þær gjörbreyttu leiknum,“ segir hann og hlær. Júlían er ekkert að stressa sig á að fara að rífa upp lóðin alveg strax enda tekur meira en nokkrar mínútur að jafna sig eftir svona átök. Hann býst þó við að vera kominn inn í salinn á ný í næstu viku, en kappinn æfir í Breiðablik. „Ég er þó Ármenningur,“ segir hann stoltur, og ánægður með að vera í stuttum buxum þrátt fyrir stóra leggi.
Aflraunir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira