Forseti Finnlands furðar sig á ummælum Trump um rakstur skóga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. nóvember 2018 18:58 Starfsbræðurnir tveir, Niinisto og Trump. Getty/Chip Somodevilla Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. Trump heimsótti á laugardaginn sviðin svæði Kaliforníu þar sem mannskæðir kjarreldar hafa geisað. 76 hafa látið lífið í eldunum. Í heimsókninni ræddi Trump við fjölmiðla þar sem hann lét ummælin falla. Þar sagði hann yfirvöld Kaliforníu mega taka hinn meinta skógarakstur Finna til fyrirmyndar. „Þú lítur á önnur lönd þar sem hlutirnir eru gerðir öðruvísi. Ég var með forseta Finnlands og hann sagði Finna vera „skógarþjóð.“ Það er það sem hann sagði. Finnar eyða miklum tíma í að raka og gera hluti, og þeir glíma ekki við þessi vandamál.“ Rekur ekki minni til þess að hafa rætt raksturNú hefur Finnlandsforseti tjáð sig um ummæli Trump og segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa stært sig af þessari áhugaverðu aðferð til þess að fyrirbyggja skógar- og kjarrelda. Starfsbræðurnir tveir hittust 11. nóvember síðastliðinn. Niinisto sagðist muna eftir því að skógarelda hefði borið á góma, en sagði samtalið aðallega hafa snúist um hamfarirnar í Kaliforníu og þær aðferðir sem Finnar beita til þess að fylgjast með skógum sínum, en skógar þekja yfir 70% flatarmáls Finnlands. Ummæli Trump ollu mikilli kátínu hjá finnskum netverjum sem þóttu ummælin afar afkáraleg eins og sjá má hér að neðan.Just an ordinary day in the Finnish forest ~ Ihan normipäivä suomalaisessa metsässä #Trump#forest#firesafety#raking#forestry#Finland#Finnish#CaliforniaFire#RakingAmericaGreatAgain#rakingtheforest#Suomi#haravointi#metsäpalot#rakingleavespic.twitter.com/YOKA3D6C2K — Pyry Luminen (@pyryluminen) November 18, 2018 In Finland even small kids rake forests.#raking#finland#forestrake#rakefinlandgreatagainpic.twitter.com/1eG7sJdLqM — Anders Furu (@ATFuru) November 18, 2018 Here I am just #raking around as all us #finns do to prevent forest fires. pic.twitter.com/lNFUiQoqmj — Iida Korhonen (@iidaKorhonen) November 18, 2018 Bandaríkin Donald Trump Finnland Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sauli Niinisto, forseti Finnlands, furðar sig á ummælum Donalds Trump þar sem hann heldur því fram að skógareldar séu ekki vandamál í Finnlandi vegna þess að finnsk stjórnvöld láti raka skógarbotninn og dragi þannig stórlega úr eldhættu. Finnlandsforseti gefur lítið fyrir þessar fullyrðingar. Trump heimsótti á laugardaginn sviðin svæði Kaliforníu þar sem mannskæðir kjarreldar hafa geisað. 76 hafa látið lífið í eldunum. Í heimsókninni ræddi Trump við fjölmiðla þar sem hann lét ummælin falla. Þar sagði hann yfirvöld Kaliforníu mega taka hinn meinta skógarakstur Finna til fyrirmyndar. „Þú lítur á önnur lönd þar sem hlutirnir eru gerðir öðruvísi. Ég var með forseta Finnlands og hann sagði Finna vera „skógarþjóð.“ Það er það sem hann sagði. Finnar eyða miklum tíma í að raka og gera hluti, og þeir glíma ekki við þessi vandamál.“ Rekur ekki minni til þess að hafa rætt raksturNú hefur Finnlandsforseti tjáð sig um ummæli Trump og segist hreinlega ekki muna eftir því að hafa stært sig af þessari áhugaverðu aðferð til þess að fyrirbyggja skógar- og kjarrelda. Starfsbræðurnir tveir hittust 11. nóvember síðastliðinn. Niinisto sagðist muna eftir því að skógarelda hefði borið á góma, en sagði samtalið aðallega hafa snúist um hamfarirnar í Kaliforníu og þær aðferðir sem Finnar beita til þess að fylgjast með skógum sínum, en skógar þekja yfir 70% flatarmáls Finnlands. Ummæli Trump ollu mikilli kátínu hjá finnskum netverjum sem þóttu ummælin afar afkáraleg eins og sjá má hér að neðan.Just an ordinary day in the Finnish forest ~ Ihan normipäivä suomalaisessa metsässä #Trump#forest#firesafety#raking#forestry#Finland#Finnish#CaliforniaFire#RakingAmericaGreatAgain#rakingtheforest#Suomi#haravointi#metsäpalot#rakingleavespic.twitter.com/YOKA3D6C2K — Pyry Luminen (@pyryluminen) November 18, 2018 In Finland even small kids rake forests.#raking#finland#forestrake#rakefinlandgreatagainpic.twitter.com/1eG7sJdLqM — Anders Furu (@ATFuru) November 18, 2018 Here I am just #raking around as all us #finns do to prevent forest fires. pic.twitter.com/lNFUiQoqmj — Iida Korhonen (@iidaKorhonen) November 18, 2018
Bandaríkin Donald Trump Finnland Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45