Facebook sagt rúið öllu trausti Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. nóvember 2018 08:30 Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hefur átt erfitt ár. Vísir/getty Yfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, berja nú á samfélagsmiðlarisanum Facebook og það hvorki í fyrsta né annað skipti. Fáeinir mánuðir eru frá því Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, kom fyrir bandaríska þingið til að svara spurningum þingmanna um Cambridge Analytica-hneykslið, meðferð persónulegra gagna og aðra meinta misbresti. Þá kom Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildarinnar í september til að svara spurningum um misnotkun á samfélagsmiðlinum í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga ársins. Ósætti valdamanna nú kemur upp eftir að New York Times fjallaði á miðvikudaginn um krísustjórnunaraðferðir stjórnenda fyrirtækisins. Þar kom meðal annars fram að Facebook hafi ráðið fyrirtækið Definers Public Affairs sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana. Fyrirtækið skrifaði falsfréttir og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur Facebook við auðjöfurinn George Soros en sá er reglulega skotmark samsæriskenninga öfgaíhaldsmanna. Demókratinn Richard Blumenthal sagði að fregnirnar væru áminning um að það væri ekki lengur hægt að treysta stóru tæknifyrirtækjunum. „Við komumst að því að þegar Zuckerberg sagði þjóðinni að það væri „klikkuð hugmynd“ að halda því fram að Rússar væru að hafa óeðlileg afskipti af kosningum vissi hann að hann var að ljúga,“ sagði Blumenthal og hélt áfram: „Í stað þess að taka ábyrgð á málinu reyndu stjórnendur Facebook mánuðum saman að leyna upplýsingum og skella skuldinni á aðra. Það sem verra er, í tilraun til að skorast undan ábyrgð réð Facebook eitrað fyrirtæki í vinnu fyrir sig sem reyndi að afvegaleiða almenning og koma óorði á gagnrýnendur fyrirtækisins.“ Amy Klobuchar, Blumenthal og tveir aðrir Demókratar í öldungadeild, hafa sömuleiðis sent Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra bréf þar sem þau krefjast þess að dómsmálaráðuneytið stækki rannsókn sína á Cambridge Analytica-hneykslinu. Skoði að auki hvort Facebook eða aðilar samningsbundnir Facebook hafi beitt sér gegn gagnrýnendum, embættismönnum sem leituðust við að setja reglur um starfsemi miðilsins eða hafi leynt upplýsingum frá almenningi. Og Soros hefur svo sjálfur kallað eftir rannsókn. Facebook hefur svarað umfjöllun NYT af krafti. Zuckerberg sagðist hafa rift samningnum við Definers og birti 4.500 orða framtíðarsýn á verklag ritskoðunar Facebook-innleggja, Zuckerberg og Sandberg sögðust hvorugt hafa vitað af ráðningu Definers. Síðari punkturinn er áhugaverður í ljósi þess að í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að samstarfið við Definers hefði lengi verið á vitorði fjölmiðla. Það er rétt enda má finna umfjöllun frá til dæmis The Hill frá því í febrúar þar sem fjallað er um samstarfið, þó ekki Soros. Sú staðreynd gerir ummæli Zuckerbergs og Sandberg afar undarleg, enda eru þau æðstu stjórnendur fyrirtækisins. Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Yfirvöld í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, berja nú á samfélagsmiðlarisanum Facebook og það hvorki í fyrsta né annað skipti. Fáeinir mánuðir eru frá því Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, kom fyrir bandaríska þingið til að svara spurningum þingmanna um Cambridge Analytica-hneykslið, meðferð persónulegra gagna og aðra meinta misbresti. Þá kom Sheryl Sandberg framkvæmdastjóri fyrir upplýsingamálanefnd öldungadeildarinnar í september til að svara spurningum um misnotkun á samfélagsmiðlinum í aðdraganda miðkjörtímabilskosninga ársins. Ósætti valdamanna nú kemur upp eftir að New York Times fjallaði á miðvikudaginn um krísustjórnunaraðferðir stjórnenda fyrirtækisins. Þar kom meðal annars fram að Facebook hafi ráðið fyrirtækið Definers Public Affairs sem hefur stundað andstæðingarannsóknir fyrir Repúblikana. Fyrirtækið skrifaði falsfréttir og reyndi þannig að tengja gagnrýnendur Facebook við auðjöfurinn George Soros en sá er reglulega skotmark samsæriskenninga öfgaíhaldsmanna. Demókratinn Richard Blumenthal sagði að fregnirnar væru áminning um að það væri ekki lengur hægt að treysta stóru tæknifyrirtækjunum. „Við komumst að því að þegar Zuckerberg sagði þjóðinni að það væri „klikkuð hugmynd“ að halda því fram að Rússar væru að hafa óeðlileg afskipti af kosningum vissi hann að hann var að ljúga,“ sagði Blumenthal og hélt áfram: „Í stað þess að taka ábyrgð á málinu reyndu stjórnendur Facebook mánuðum saman að leyna upplýsingum og skella skuldinni á aðra. Það sem verra er, í tilraun til að skorast undan ábyrgð réð Facebook eitrað fyrirtæki í vinnu fyrir sig sem reyndi að afvegaleiða almenning og koma óorði á gagnrýnendur fyrirtækisins.“ Amy Klobuchar, Blumenthal og tveir aðrir Demókratar í öldungadeild, hafa sömuleiðis sent Rod Rosenstein aðstoðardómsmálaráðherra bréf þar sem þau krefjast þess að dómsmálaráðuneytið stækki rannsókn sína á Cambridge Analytica-hneykslinu. Skoði að auki hvort Facebook eða aðilar samningsbundnir Facebook hafi beitt sér gegn gagnrýnendum, embættismönnum sem leituðust við að setja reglur um starfsemi miðilsins eða hafi leynt upplýsingum frá almenningi. Og Soros hefur svo sjálfur kallað eftir rannsókn. Facebook hefur svarað umfjöllun NYT af krafti. Zuckerberg sagðist hafa rift samningnum við Definers og birti 4.500 orða framtíðarsýn á verklag ritskoðunar Facebook-innleggja, Zuckerberg og Sandberg sögðust hvorugt hafa vitað af ráðningu Definers. Síðari punkturinn er áhugaverður í ljósi þess að í yfirlýsingu frá miðlinum sagði að samstarfið við Definers hefði lengi verið á vitorði fjölmiðla. Það er rétt enda má finna umfjöllun frá til dæmis The Hill frá því í febrúar þar sem fjallað er um samstarfið, þó ekki Soros. Sú staðreynd gerir ummæli Zuckerbergs og Sandberg afar undarleg, enda eru þau æðstu stjórnendur fyrirtækisins.
Birtist í Fréttablaðinu Facebook Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira