Ábyrgð óábyrgra Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Theresa May hefur kynnt Brexit-samkomulagið fyrir ríkisstjórn sinni. Um er að ræða 585 síðna skjal sem á að verða undirstaða samninga Breta og Evrópusambandsins. Þegar May stóð fyrir utan dyrnar frægu við Downing-stræti númer 10 viðurkenndi hún að ekki væri samkomulagið fullkomið, en kostirnir væru bara þrír: að samþykkja samninginn, ganga úr Evrópusambandinu samningslaus eða hætta við útgöngu. Af þessu þrennu teldi hún samninginn skásta kostinn. Theresa May er praktískur pólitíkus. Hún varð leiðtogi með því að segja sem allra minnst um Brexit og mæta svo á vettvang eftir að David Cameron hrökklaðist frá. Hennar nálgun á Brexit ber keim af þessu. Hún er bundin af þjóðaratkvæði, og telur hlutverk sitt að klára samning sem veldur sem minnstu tjóni. Margir kollegar hennar í ríkisstjórn og Íhaldsflokknum eru annarrar gerðar. Sýn hinna svokölluðu Brexit-sinna, með spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, er úr takti við veruleikann og virðist eiga rætur í löngu úreltum breskum heimsveldisdraumum. Viðbrögð þessa arms mátti sjá fyrir. Nokkrir tugir þingmanna hafa lýst vantrausti á May, en 48 þingmenn þarf til að knýja fram leiðtogakjör. Að minnsta kosti fjórir ráðherrar hafa sagt af sér, þar á meðal Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála. May hefur misst tuttugu ráðherra úr ríkisstjórn frá því hún tók við völdum. Varla þarf að taka fram að það er met á ekki lengri valdatíma. Þessar væringar lögðust illa í markaði. Pundið hefur átt sína verstu daga frá þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, og gríðarlegar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Venjulegt fólk finnur fyrir þessu á ferðum sínum, í verðlagi og algeru frosti á fasteignamarkaði. Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmálamenn. Raunar hafa þessir sömu ábyrgðarlausu stjórnmálamenn ekki látið í ljós mikla efnislega gagnrýni á samkomulagið. Helst er að þeir hafi gagnrýnt að Bretland verður áfram í tollabandalagi við Evrópusambandið „þar til betri lausn finnst“. Þetta samþykkti May til að koma í veg fyrir að gamaldags landamæri risu milli Írlands og Norður-Írlands. Samningurinn er sömuleiðis þunnur um það sem mestu skiptir, viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið eftir Brexit, en um það fjalla aðeins 7 síður af 585. Enn eitt merkið um að Brexit snýst að stórum hluta um gamaldags sýn á veröldina þar sem aukaatriði verða aðalatriði. Allsendis óvíst er hvort May tekst að koma samningnum gegnum þingið, eða hvort hún lifir hreinlega af sem forsætisráðherra. Kannski verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla eftir allt. Til þess þyrfti að kveða við nýjan tón í stjórnmálunum, og leiðtogarnir að viðurkenna að betur hefði verið heima setið en af stað farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Sjá meira
Theresa May hefur kynnt Brexit-samkomulagið fyrir ríkisstjórn sinni. Um er að ræða 585 síðna skjal sem á að verða undirstaða samninga Breta og Evrópusambandsins. Þegar May stóð fyrir utan dyrnar frægu við Downing-stræti númer 10 viðurkenndi hún að ekki væri samkomulagið fullkomið, en kostirnir væru bara þrír: að samþykkja samninginn, ganga úr Evrópusambandinu samningslaus eða hætta við útgöngu. Af þessu þrennu teldi hún samninginn skásta kostinn. Theresa May er praktískur pólitíkus. Hún varð leiðtogi með því að segja sem allra minnst um Brexit og mæta svo á vettvang eftir að David Cameron hrökklaðist frá. Hennar nálgun á Brexit ber keim af þessu. Hún er bundin af þjóðaratkvæði, og telur hlutverk sitt að klára samning sem veldur sem minnstu tjóni. Margir kollegar hennar í ríkisstjórn og Íhaldsflokknum eru annarrar gerðar. Sýn hinna svokölluðu Brexit-sinna, með spjátrunginn Jacob Rees-Mogg í fararbroddi, er úr takti við veruleikann og virðist eiga rætur í löngu úreltum breskum heimsveldisdraumum. Viðbrögð þessa arms mátti sjá fyrir. Nokkrir tugir þingmanna hafa lýst vantrausti á May, en 48 þingmenn þarf til að knýja fram leiðtogakjör. Að minnsta kosti fjórir ráðherrar hafa sagt af sér, þar á meðal Dominic Raab, ráðherra Brexit-mála. May hefur misst tuttugu ráðherra úr ríkisstjórn frá því hún tók við völdum. Varla þarf að taka fram að það er met á ekki lengri valdatíma. Þessar væringar lögðust illa í markaði. Pundið hefur átt sína verstu daga frá þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016, og gríðarlegar sveiflur hafa orðið á hlutabréfamarkaði. Venjulegt fólk finnur fyrir þessu á ferðum sínum, í verðlagi og algeru frosti á fasteignamarkaði. Þetta er gjaldið sem almenningur greiðir fyrir óábyrga stjórnmálamenn. Raunar hafa þessir sömu ábyrgðarlausu stjórnmálamenn ekki látið í ljós mikla efnislega gagnrýni á samkomulagið. Helst er að þeir hafi gagnrýnt að Bretland verður áfram í tollabandalagi við Evrópusambandið „þar til betri lausn finnst“. Þetta samþykkti May til að koma í veg fyrir að gamaldags landamæri risu milli Írlands og Norður-Írlands. Samningurinn er sömuleiðis þunnur um það sem mestu skiptir, viðskiptasamband Breta við Evrópusambandið eftir Brexit, en um það fjalla aðeins 7 síður af 585. Enn eitt merkið um að Brexit snýst að stórum hluta um gamaldags sýn á veröldina þar sem aukaatriði verða aðalatriði. Allsendis óvíst er hvort May tekst að koma samningnum gegnum þingið, eða hvort hún lifir hreinlega af sem forsætisráðherra. Kannski verður önnur þjóðaratkvæðagreiðsla eftir allt. Til þess þyrfti að kveða við nýjan tón í stjórnmálunum, og leiðtogarnir að viðurkenna að betur hefði verið heima setið en af stað farið.
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar