Segir borgina í forystu í húsnæðismálum Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. nóvember 2018 06:15 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Fréttablaðið/Anton „Reykjavík er í ótvíræðri forystu í húsnæðismálunum. Ekki bara í því að það er verið að byggja meira og hraðar hér en annars staðar eins og við sjáum í talningu Samtaka iðnaðarins. Líka í því að við erum að sinna húsnæðisuppbyggingu fyrir alla hópa. Það þurfa auðvitað öll sveitarfélög að gera sitt og það dugir ekki að Reykjavík ein og sér sé að draga vagninn í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um húsnæðisuppbygginguna í borginni. Samkvæmt nýrri greiningu um fasteignamarkaðinn sem Capacent hefur unnið fyrir borgina og kynnt verður formlega í dag eru tæplega fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Þá kemur fram í greiningunni að yfirstandandi ár verði metár í uppbyggingu íbúða en búist er við að bygging 1.400-1.500 íbúða verði hafin á árinu. Síðastliðin þrjú ár hefur þessi fjöldi verið um 900 íbúðir á ári. Dagur segir að á næstu árum sé verið að sigla inn í meira jafnvægi framboðs og eftirspurnar. „Stóru tíðindin í þessu er að það er lengi búið að kalla eftir uppbyggingu en nú er mjög mikill kraftur í henni og við erum bæði að fá inn á markaðinn í ár, á næsta og þarnæsta ári mjög mikið af íbúðum, inn á kaupendamarkað. Fyrstu mjög stóru árgangarnir getum við sagt af leiguíbúðum á lægra verði á vegum verkalýðshreyfingarinnar og töluvert á vegum stúdenta kemur inn á næsta ári og þarnæsta,“ segir Dagur. Húsnæðismálin hafa töluvert verið í umræðunni í tengslum við kjarasamninga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur til að mynda sagt að það vanti átta þúsund íbúðir og skipulag til framtíðar. Markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði hverju sinni heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks. „Ég kalla eftir því nú í tengslum við kjarasamninga að við í sameiningu leggjum á ráðin um það hvað eigi að byggja mikið í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir stúdenta, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir eldra fólk og hvert verði framlag stjórnvalda inn í þessa heildarmynd. Það mun ekki standa á borginni frekar en hingað til að eiga þetta samtal og leggja fram okkar áætlanir til þess að mæta þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Reykjavík er í ótvíræðri forystu í húsnæðismálunum. Ekki bara í því að það er verið að byggja meira og hraðar hér en annars staðar eins og við sjáum í talningu Samtaka iðnaðarins. Líka í því að við erum að sinna húsnæðisuppbyggingu fyrir alla hópa. Það þurfa auðvitað öll sveitarfélög að gera sitt og það dugir ekki að Reykjavík ein og sér sé að draga vagninn í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um húsnæðisuppbygginguna í borginni. Samkvæmt nýrri greiningu um fasteignamarkaðinn sem Capacent hefur unnið fyrir borgina og kynnt verður formlega í dag eru tæplega fimm þúsund íbúðir á framkvæmdastigi á 32 stöðum í borginni. Þá kemur fram í greiningunni að yfirstandandi ár verði metár í uppbyggingu íbúða en búist er við að bygging 1.400-1.500 íbúða verði hafin á árinu. Síðastliðin þrjú ár hefur þessi fjöldi verið um 900 íbúðir á ári. Dagur segir að á næstu árum sé verið að sigla inn í meira jafnvægi framboðs og eftirspurnar. „Stóru tíðindin í þessu er að það er lengi búið að kalla eftir uppbyggingu en nú er mjög mikill kraftur í henni og við erum bæði að fá inn á markaðinn í ár, á næsta og þarnæsta ári mjög mikið af íbúðum, inn á kaupendamarkað. Fyrstu mjög stóru árgangarnir getum við sagt af leiguíbúðum á lægra verði á vegum verkalýðshreyfingarinnar og töluvert á vegum stúdenta kemur inn á næsta ári og þarnæsta,“ segir Dagur. Húsnæðismálin hafa töluvert verið í umræðunni í tengslum við kjarasamninga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur til að mynda sagt að það vanti átta þúsund íbúðir og skipulag til framtíðar. Markaðsaðilar geti ekki stýrt framboði hverju sinni heldur þurfi að taka mið af raunverulegri þörf fólks. „Ég kalla eftir því nú í tengslum við kjarasamninga að við í sameiningu leggjum á ráðin um það hvað eigi að byggja mikið í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir stúdenta, hvað þurfi mikið af íbúðum fyrir eldra fólk og hvert verði framlag stjórnvalda inn í þessa heildarmynd. Það mun ekki standa á borginni frekar en hingað til að eiga þetta samtal og leggja fram okkar áætlanir til þess að mæta þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Kjaramál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira