Pólitískar ástæður að baki handtökum á rússneskum stjórnarandstæðingi Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2018 15:40 Navalní í dómsal í Strasbourg áður en dómurinn var kveðinn upp í dag. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu telur að rússnesk stjórnvöld hafi gerst sek um tilraunir til þess að kveða niður „pólitískt fjölræði“ þegar þau létu handtaka Alexei Navalní, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu frá 2012 til 2014. Navalní var viðstaddur dómsuppkvaðninguna en upphaflega höfðu rússnesk yfirvöld meinað honum um leyfi til að yfirgefa landið. Navalní var handtekinn sjö sinnum á fyrrnefnda tímabilinu en hann skipulagði meðal annars fjöldamótmæli í Moskvu frá 2011 til 2012. Kvartaði hann undan handtökunum til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Kvað hann upp þann dóm í dag að pólitískar ástæður hefðu legið að baki handtökunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átjánda grein mannréttindasáttmála Evrópu kvæði á um að ekki mætti takmarka frelsi og réttindi fólks af pólitískum ástæðum. Rússar staðfestu mannréttindasáttmálann þegar þeir gengu í Evrópuráðið árið 1998. Fagnaði Navalní niðurstöðinni og sagði að ríkisstjórn Rússlands hefði verið „rústað“. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli í heimalandinu undanfarin ár, þar á meðal fjórum sinnum á þessu ári.Bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní einnig að bjóða sig fram til forseta fyrr á þessu ári. Vísuðu þau til dóms fyrir fjársvik sem hann hlaut. Navalní hefur sagt að það mál hafi einnig átt sér pólitískar rætur en hann hefur verið ötull gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta og spillingar í Rússlandi. Dómstóllinn dæmdi stjórnvöld í Kreml til að greiða Navalní skaðabætur og kostnað upp á 63.678 evrur, jafnvirði 8,9 milljóna íslenskra króna. Þegar Navalní var sakfelldur fyrir fjárdrátt frá ríkisreknum timburfyrirtæki árið 2013 taldi Mannréttindadómstóllinn að fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir honum hefði byggst á „gerræðislegri túlkun á lögunum“. Réttar var aftur yfir Navalní í Rússlandi í fyrra og var hann sakfelldur fyrir brotin á ný. Honum var gerð sama refsing og áður. Evrópa Rússland Tengdar fréttir Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu telur að rússnesk stjórnvöld hafi gerst sek um tilraunir til þess að kveða niður „pólitískt fjölræði“ þegar þau létu handtaka Alexei Navalní, helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu frá 2012 til 2014. Navalní var viðstaddur dómsuppkvaðninguna en upphaflega höfðu rússnesk yfirvöld meinað honum um leyfi til að yfirgefa landið. Navalní var handtekinn sjö sinnum á fyrrnefnda tímabilinu en hann skipulagði meðal annars fjöldamótmæli í Moskvu frá 2011 til 2012. Kvartaði hann undan handtökunum til Mannréttindadómstólsins í Strasbourg. Kvað hann upp þann dóm í dag að pólitískar ástæður hefðu legið að baki handtökunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Átjánda grein mannréttindasáttmála Evrópu kvæði á um að ekki mætti takmarka frelsi og réttindi fólks af pólitískum ástæðum. Rússar staðfestu mannréttindasáttmálann þegar þeir gengu í Evrópuráðið árið 1998. Fagnaði Navalní niðurstöðinni og sagði að ríkisstjórn Rússlands hefði verið „rústað“. Navalní hefur ítrekað verið handtekinn fyrir að skipuleggja mótmæli í heimalandinu undanfarin ár, þar á meðal fjórum sinnum á þessu ári.Bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Rússnesk stjórnvöld meinuðu Navalní einnig að bjóða sig fram til forseta fyrr á þessu ári. Vísuðu þau til dóms fyrir fjársvik sem hann hlaut. Navalní hefur sagt að það mál hafi einnig átt sér pólitískar rætur en hann hefur verið ötull gagnrýnandi Vladímírs Pútín forseta og spillingar í Rússlandi. Dómstóllinn dæmdi stjórnvöld í Kreml til að greiða Navalní skaðabætur og kostnað upp á 63.678 evrur, jafnvirði 8,9 milljóna íslenskra króna. Þegar Navalní var sakfelldur fyrir fjárdrátt frá ríkisreknum timburfyrirtæki árið 2013 taldi Mannréttindadómstóllinn að fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir honum hefði byggst á „gerræðislegri túlkun á lögunum“. Réttar var aftur yfir Navalní í Rússlandi í fyrra og var hann sakfelldur fyrir brotin á ný. Honum var gerð sama refsing og áður.
Evrópa Rússland Tengdar fréttir Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Andstæðingi Pútín meinað að fara frá Rússlandi Alexey Navalni ætlaði sér að fara til Frakklands og fylgjast með aðalmeðferð Mannréttindadómstólsins á máli hans gegn yfirvöldum Rússlands. 13. nóvember 2018 10:45