Stofna sjóð til minningar um fjölhæfan listamann Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 08:00 "Við minnumst Heimis á jákvæðan hátt með því að stofna sjóð með tónleikunum í Reykholti,“ segir Jónína Erna Við erum mörg sem ætlum að koma fram á tónleikum í Reykholtskirkju annað kvöld og gefa vinnuna okkar því aðgangseyririnn á að ganga í nýjan sjóð sem stofnaður hefur verið til að vera ungu borgfirsku tónlistarfólki bakhjarl. Með því viljum við heiðra minningu Heimis Klemenzsonar frá Dýrastöðum í Norðurárdal sem lést með sviplegum hætti fyrr á þessu ári,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, áður kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún kveðst hafa þekkt Heimi vel. „Heimir var nemandi minn frá því hann var sjö, átta ára, þegar hann byrjaði að læra á píanó í Varmalandsskóla. Hann var strax efnilegur og útskrifaðist með framhaldsstig 2013, og hélt þá glæsilega tónleika. Einstaka sinnum leysti hann mig líka af í píanókennslunni. Hann fór svo í í FÍH í rytmískt píanónám og var í kennaranámi þegar hann lést. Hann og kærastan hans Iðunn bjuggu um tíma á Snæfellsnesinu en voru flutt í Borgarnes og búin að eignast litla dóttur.“ Heimir lét til sín taka á tónlistarsviðinu með margvíslegum hætti, að sögn Jónínu. Var meðleikari hjá karlakórnum Söngbræðrum og vann með öðrum tónlistarmönnum, gaf út sólóplötu og var aktívur bæði í að spila og semja. „Það kom snemma í ljós að hann gat samið, það gerði hann oft hjá mér og spilaði frumsamin verk á öllum þremur áfangaprófunum,“ segir Jónína. „Hann var með nemendakór á Hvanneyri og hoppaði inn í starf organista í Stafholti, þegar með þurfti. Var bara mjög fjölhæfur tónlistarmaður sem dýrmætt var að eiga að og það varð sannarlega skarð fyrir skildi við fráfall hans. Við minnumst Heimis á jákvæðan hátt með því að stofna sjóð með tónleikunum í Reykholti á morgun. Þannig verður mögulegt að styrkja tónlistarfólk á Borgarfjarðarsvæðinu og því er miðaverð kannski svolítið hærra en fólk á að venjast. Flestir sem koma fram unnu með Heimi eða tengjast fjölskyldu hans á einhvern hátt,“ segir Jónína. „Við erum líka búin að stofna fésbókarsíðu, hún heitir einfaldlega Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar.“ Kirkjan verður opnuð klukkan 20 en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Miðaverð fyrir fullorðna er 4.000 krónur og 1.000 fyrir 16 ára og yngri. Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira
Við erum mörg sem ætlum að koma fram á tónleikum í Reykholtskirkju annað kvöld og gefa vinnuna okkar því aðgangseyririnn á að ganga í nýjan sjóð sem stofnaður hefur verið til að vera ungu borgfirsku tónlistarfólki bakhjarl. Með því viljum við heiðra minningu Heimis Klemenzsonar frá Dýrastöðum í Norðurárdal sem lést með sviplegum hætti fyrr á þessu ári,“ segir Jónína Erna Arnardóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, áður kennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Hún kveðst hafa þekkt Heimi vel. „Heimir var nemandi minn frá því hann var sjö, átta ára, þegar hann byrjaði að læra á píanó í Varmalandsskóla. Hann var strax efnilegur og útskrifaðist með framhaldsstig 2013, og hélt þá glæsilega tónleika. Einstaka sinnum leysti hann mig líka af í píanókennslunni. Hann fór svo í í FÍH í rytmískt píanónám og var í kennaranámi þegar hann lést. Hann og kærastan hans Iðunn bjuggu um tíma á Snæfellsnesinu en voru flutt í Borgarnes og búin að eignast litla dóttur.“ Heimir lét til sín taka á tónlistarsviðinu með margvíslegum hætti, að sögn Jónínu. Var meðleikari hjá karlakórnum Söngbræðrum og vann með öðrum tónlistarmönnum, gaf út sólóplötu og var aktívur bæði í að spila og semja. „Það kom snemma í ljós að hann gat samið, það gerði hann oft hjá mér og spilaði frumsamin verk á öllum þremur áfangaprófunum,“ segir Jónína. „Hann var með nemendakór á Hvanneyri og hoppaði inn í starf organista í Stafholti, þegar með þurfti. Var bara mjög fjölhæfur tónlistarmaður sem dýrmætt var að eiga að og það varð sannarlega skarð fyrir skildi við fráfall hans. Við minnumst Heimis á jákvæðan hátt með því að stofna sjóð með tónleikunum í Reykholti á morgun. Þannig verður mögulegt að styrkja tónlistarfólk á Borgarfjarðarsvæðinu og því er miðaverð kannski svolítið hærra en fólk á að venjast. Flestir sem koma fram unnu með Heimi eða tengjast fjölskyldu hans á einhvern hátt,“ segir Jónína. „Við erum líka búin að stofna fésbókarsíðu, hún heitir einfaldlega Minningarsjóður Heimis Klemenzsonar.“ Kirkjan verður opnuð klukkan 20 en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Miðaverð fyrir fullorðna er 4.000 krónur og 1.000 fyrir 16 ára og yngri.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarbyggð Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Sjá meira