Formaður Eflingar ræðir kjaramálin við flokkana Sveinn Arnarsson skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Ég fagna öllum tækifærum til að fá að kynna kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Líka þessar hugmyndir um nýjan samfélagssáttmála sem við í Eflingu höfum verið að tala fyrir. Þessar kröfur sem snúa að stjórnvöldum um að laga þessa ömurlegu skattatilfærslu síðustu tveggja áratuga,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem verður meðal ræðumanna á stórfundi VG um verkalýðsmál á laugardaginn. Félagssvið Eflingar sendi stjórnmálaflokkum boð um að Sólveig Anna kæmi á fund hjá þeim til að ræða kjaramálin. Fjórir flokkar hafa þekkst boðið en auk VG eru það Sósíalistaflokkurinn, Samfylkingin og Píratar. Auk Sólveigar Önnu verða þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, frummælendur á fundinum á laugardag. Aðspurð hvort þetta sé ekki gott tækifæri til að ræða við forsætisráðherra um stöðuna játar Sólveig Anna því. „Aðallega finnst mér samt mikilvægt að hinn almenni flokksmaður, sama í hvaða flokki hann er, geti komið og hlustað.“ Sólveig Anna segir breytingartillögur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga hafa þau áhrif að fólk verði enn svartsýnna á að verið sé að hlusta af fullri alvöru. Niðurskurður á fram komnum tillögum til öryrkja hefur þar sérstaklega verið gagnrýndur. „Það var kannski búin til þannig stemning að það væri eitthvað sem ætti eftir að draga fram til að liðka frekar fyrir samningum. Ég var nú aldrei neitt sérstaklega vongóð um það. Ég get samt sagt það að brútalisminn í þessu er pínu sjokkerandi.“ Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins þar sem Sólveig Anna situr mun eiga fyrsta formlega viðræðufundinn með Samtökum atvinnulífsins á morgun. – sar Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45 Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
„Ég fagna öllum tækifærum til að fá að kynna kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Líka þessar hugmyndir um nýjan samfélagssáttmála sem við í Eflingu höfum verið að tala fyrir. Þessar kröfur sem snúa að stjórnvöldum um að laga þessa ömurlegu skattatilfærslu síðustu tveggja áratuga,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem verður meðal ræðumanna á stórfundi VG um verkalýðsmál á laugardaginn. Félagssvið Eflingar sendi stjórnmálaflokkum boð um að Sólveig Anna kæmi á fund hjá þeim til að ræða kjaramálin. Fjórir flokkar hafa þekkst boðið en auk VG eru það Sósíalistaflokkurinn, Samfylkingin og Píratar. Auk Sólveigar Önnu verða þær Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, frummælendur á fundinum á laugardag. Aðspurð hvort þetta sé ekki gott tækifæri til að ræða við forsætisráðherra um stöðuna játar Sólveig Anna því. „Aðallega finnst mér samt mikilvægt að hinn almenni flokksmaður, sama í hvaða flokki hann er, geti komið og hlustað.“ Sólveig Anna segir breytingartillögur fjárlaganefndar fyrir aðra umræðu fjárlaga hafa þau áhrif að fólk verði enn svartsýnna á að verið sé að hlusta af fullri alvöru. Niðurskurður á fram komnum tillögum til öryrkja hefur þar sérstaklega verið gagnrýndur. „Það var kannski búin til þannig stemning að það væri eitthvað sem ætti eftir að draga fram til að liðka frekar fyrir samningum. Ég var nú aldrei neitt sérstaklega vongóð um það. Ég get samt sagt það að brútalisminn í þessu er pínu sjokkerandi.“ Viðræðunefnd Starfsgreinasambandsins þar sem Sólveig Anna situr mun eiga fyrsta formlega viðræðufundinn með Samtökum atvinnulífsins á morgun. – sar
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30 Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45 Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Formaður VR segir Seðlabankann lýsa yfir stríði við verkalýðshreyfinguna Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti. 7. nóvember 2018 18:30
Viðskiptaráð segir „sterkar vísbendingar“ um lítið svigrúm til launahækkana Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á. 14. nóvember 2018 12:45
Telur könnun SA grímulausan áróður Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar. 10. nóvember 2018 20:00