Íslandspóstur fái 1,5 milljarða í lán frá ríkinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. nóvember 2018 06:00 Íslandspóstur þarf að fá allt að einum og hálfum milljarði í fyrirgreiðslu frá ríkinu. Fréttablaðið/Ernir Efnahagsmál Að undirlagi fjármálaráðherra verður lagt til að lán til Íslandspósts nemi 1.500 milljónum króna í stað 500 eins og fyrirtækið hefur þegar fengið vilyrði fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tillaga þessa efnis lögð fram af meirihluta fjárlaganefndar sem breytingartillaga við fjárlög. Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu til fjárlaganefndar hafa lánalínur viðskiptabanka félagsins þegar verið fullnýttar og ekki er mögulegt að fá frekari fyrirgreiðslu þar. Fyrirgreiðsla ríkissjóðs mun eingöngu beinast að lausafjárvanda félagsins, að því er segir í minnisblaðinu, en ekki liggur fyrir hvort hann sé eina orsök rekstrarvanda félagsins. Fram kemur að það stefni í óviðunandi rekstrarafkomu á þessu ári og unnið sé að greiningu á orsökum vandans. Þá segir að í stað láns geti verið um aukningu eigin fjár að hluta eða öllu leyti að ræða enda kunni það að tryggja best hagsmuni fyrirtækisins og ríkissjóðs sem eiganda. Því verði auk heimildar til lánveitingar veitt heimild til að auka eigið fé félagsins. Lítið er vikið að ástæðum lausafjárvandans í minnisblaðinu en breytingar á einstökum þáttum umfram áætlanir eins og fækkun bréfa undir 50 grömmum, sem Íslandspóstur hefur einkarétt á, og launabreytingar gefi til kynna að viðbótarfjárþörf gæti numið allt að einum milljarði umfram þann hálfa milljarð sem fjallað er um í frumvarpi til fjáraukalaga. „Ég get ekki séð hvernig þessi rekstrarvandi getur verið eingöngu stöðunni í einkaréttinum að kenna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að í síðustu viku hafi Póst- og fjarskiptastofnun synjað fyrirtækinu um heimild til gjaldskrárhækkana enda afkoman í einkaréttinum talin ágæt og samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður félagsins í einkaréttinum numið 16 prósentum á árinu 2016, sem þýði að Íslandspóstur hafi ofrukkað viðskiptavini. „Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu,“ segir Ólafur og hvetur fjárlaganefnd eindregið til að fara rækilega yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu allt of dýrs dreifikerfis og margs konar samkeppnisrekstur sem félagið hafi ekki átt neitt erindi í og engum árangri hafi skilað. „Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“ spyr Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Efnahagsmál Að undirlagi fjármálaráðherra verður lagt til að lán til Íslandspósts nemi 1.500 milljónum króna í stað 500 eins og fyrirtækið hefur þegar fengið vilyrði fyrir. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður tillaga þessa efnis lögð fram af meirihluta fjárlaganefndar sem breytingartillaga við fjárlög. Samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu til fjárlaganefndar hafa lánalínur viðskiptabanka félagsins þegar verið fullnýttar og ekki er mögulegt að fá frekari fyrirgreiðslu þar. Fyrirgreiðsla ríkissjóðs mun eingöngu beinast að lausafjárvanda félagsins, að því er segir í minnisblaðinu, en ekki liggur fyrir hvort hann sé eina orsök rekstrarvanda félagsins. Fram kemur að það stefni í óviðunandi rekstrarafkomu á þessu ári og unnið sé að greiningu á orsökum vandans. Þá segir að í stað láns geti verið um aukningu eigin fjár að hluta eða öllu leyti að ræða enda kunni það að tryggja best hagsmuni fyrirtækisins og ríkissjóðs sem eiganda. Því verði auk heimildar til lánveitingar veitt heimild til að auka eigið fé félagsins. Lítið er vikið að ástæðum lausafjárvandans í minnisblaðinu en breytingar á einstökum þáttum umfram áætlanir eins og fækkun bréfa undir 50 grömmum, sem Íslandspóstur hefur einkarétt á, og launabreytingar gefi til kynna að viðbótarfjárþörf gæti numið allt að einum milljarði umfram þann hálfa milljarð sem fjallað er um í frumvarpi til fjáraukalaga. „Ég get ekki séð hvernig þessi rekstrarvandi getur verið eingöngu stöðunni í einkaréttinum að kenna,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann bendir á að í síðustu viku hafi Póst- og fjarskiptastofnun synjað fyrirtækinu um heimild til gjaldskrárhækkana enda afkoman í einkaréttinum talin ágæt og samkvæmt nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála hafi umframhagnaður félagsins í einkaréttinum numið 16 prósentum á árinu 2016, sem þýði að Íslandspóstur hafi ofrukkað viðskiptavini. „Við erum algjörlega sannfærð um að það eru rangar ákvarðanir og fjárfestingar á samkeppnishliðinni sem ráða mjög miklu um þessa stöðu,“ segir Ólafur og hvetur fjárlaganefnd eindregið til að fara rækilega yfir ákvarðanir stjórnenda fyrirtækisins, uppbyggingu allt of dýrs dreifikerfis og margs konar samkeppnisrekstur sem félagið hafi ekki átt neitt erindi í og engum árangri hafi skilað. „Það fer að verða áleitin spurning hver ætlar að axla ábyrgð á þeim röngu ákvörðunum sem leiddu til þessarar stöðu. Er það forstjóri fyrirtækisins, er það stjórnin eða er það ráðherra?“ spyr Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira