Fengu uppsagnarbréf á meðan þeir voru á sjó Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 HB Grandi. Uppsagnarbréf sjómanna á Helgu Maríu AK, skipi HB Granda, bárust sjómönnum með ábyrgðarpósti þann 8. nóvember síðastliðinn, meðan þeir voru að veiðum. Áður hafði framkvæmdastjóri fyrirtækisins þverneitað að tekin hefði verið nokkur ákvörðun um að segja upp sjómönnum á skipinu. „Það er rétt. Ég get staðfest að þeir skipverjar sem hafa þrjá mánuði í uppsagnarfrest eða lengri hafa fengið uppsagnarbréf frá okkur. Við munum svo á næstu mánuðum meta stöðu skipsins og endurskoða reksturinn á skipinu,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri HB Granda. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð skipsins en allar hugmyndir uppi á borðinu hvað það varðar.“ Skipið hélt til veiða í lok október en áður var haldinn starfsmannafundur um borð þar sem skipverjum var tjáð að fram undan yrðu mögulegar uppsagnir og breytingar á útgerð skipsins. HB Grandi hefur á síðustu vikum hagrætt nokkuð í rekstri sínum með uppsögnum á starfsfólki, bæði á Akranesi og á Norðausturlandi, en fyrirtækið er umsvifamikið á Vopnafirði. Ekki er svo langt síðan fyrirtækið ákvað að flytja alla landvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. „Þetta er ekki gott, enn eitt höggið fyrir okkur á Akranesi en Helga María er sannarlega skráð hjá okkur. Það er alveg ljóst að fyrirtækið leitar nú gríðarlegrar hagræðingar sem birtist í uppsögnum þeirra sem búa til verðmætin. Það er aldrei gott þegar fólk missir vinnuna,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Maður veltir því fyrir sér hver ábyrgð lífeyrissjóðanna okkar sé sem eiga um helming í fyrirtækinu eins og staðan er núna,“ bætir Vilhjálmur við. HB Grandi hefur á síðustu misserum tekið í notkun þrjú ný og mjög afkastamikil ísfiskskip. Helga María er eitt elsta skipið í flota fyrirtækisins sem nú leitar allra leiða til að hagræða í rekstrinum. Ekki er á þessu stigi vitað hvort skipverjar á Helgu Maríu fái pláss á öðrum skipum fyrirtækisins verði þeirra skipi lagt og það selt.vísir/eyþór Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08 Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Uppsagnarbréf sjómanna á Helgu Maríu AK, skipi HB Granda, bárust sjómönnum með ábyrgðarpósti þann 8. nóvember síðastliðinn, meðan þeir voru að veiðum. Áður hafði framkvæmdastjóri fyrirtækisins þverneitað að tekin hefði verið nokkur ákvörðun um að segja upp sjómönnum á skipinu. „Það er rétt. Ég get staðfest að þeir skipverjar sem hafa þrjá mánuði í uppsagnarfrest eða lengri hafa fengið uppsagnarbréf frá okkur. Við munum svo á næstu mánuðum meta stöðu skipsins og endurskoða reksturinn á skipinu,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri HB Granda. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð skipsins en allar hugmyndir uppi á borðinu hvað það varðar.“ Skipið hélt til veiða í lok október en áður var haldinn starfsmannafundur um borð þar sem skipverjum var tjáð að fram undan yrðu mögulegar uppsagnir og breytingar á útgerð skipsins. HB Grandi hefur á síðustu vikum hagrætt nokkuð í rekstri sínum með uppsögnum á starfsfólki, bæði á Akranesi og á Norðausturlandi, en fyrirtækið er umsvifamikið á Vopnafirði. Ekki er svo langt síðan fyrirtækið ákvað að flytja alla landvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. „Þetta er ekki gott, enn eitt höggið fyrir okkur á Akranesi en Helga María er sannarlega skráð hjá okkur. Það er alveg ljóst að fyrirtækið leitar nú gríðarlegrar hagræðingar sem birtist í uppsögnum þeirra sem búa til verðmætin. Það er aldrei gott þegar fólk missir vinnuna,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Maður veltir því fyrir sér hver ábyrgð lífeyrissjóðanna okkar sé sem eiga um helming í fyrirtækinu eins og staðan er núna,“ bætir Vilhjálmur við. HB Grandi hefur á síðustu misserum tekið í notkun þrjú ný og mjög afkastamikil ísfiskskip. Helga María er eitt elsta skipið í flota fyrirtækisins sem nú leitar allra leiða til að hagræða í rekstrinum. Ekki er á þessu stigi vitað hvort skipverjar á Helgu Maríu fái pláss á öðrum skipum fyrirtækisins verði þeirra skipi lagt og það selt.vísir/eyþór
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08 Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23
Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08
Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00