NFL-þjálfari eyðilagði brunabjölluna rétt fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2018 22:00 Sean Payton er að flestra mati einn besti þjálfari NFL-deildarinnar. Vísir/Getty New Orleans Saints er heitasta liðið í NFL-deildinni þessa daganna en strákarnir hans Sean Payton unnu sinn áttunda leik í röð um síðustu helgi. New Orleans Saints liðið er ekki aðeins að vinna sína leiki heldur er liðið að rústa þeim. New Orleans Saints vann 51-14 sigur á Cincinnati Bengals á útivelli um helgina. Það gekk hinsvegar mikið á í búningsklefa leiksins fyrir leik þar sem brunabjallan var alltaf að fara aftur og aftur í gang. Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, var búinn að fá nóg og hreinlega eyðilagði brunabjölluna þegar hún fór enn einu sinni í gang tíu mínútum fyrir leik. „Ég varð bara að stöðva þennan hávaða,“ sagði Sean Payton um atvikið. Það má sjá ástandið á brunabjöllunni hér fyrir neðan.The loud distraction before the game clearly didn’t throw off the Saints on Sunday as they thoroughly dominated the Bengals to win their eighth straight game. https://t.co/rWZMUOT374pic.twitter.com/1V6L6e5SgK — New Orleans Saints | NOLA.com (@SaintsNOW) November 11, 2018Sean Payton þvertók fyrir það að hann hafi ætlaði sér að kveikja í sínum leikmönnum með því að eyðileggja brunabjölluna. „Ég ætla að borga fyrir skemmdirnar. Ég lít á Brown fjölskulduna (eigendur Cincinnati Bengals) sem mína bandamenn og ber mikla virðingu fyrir þeim. Það sama get ég sagt um Marvin Lewis þjálfara,“ sagði Sean Payton. „Þetta var bara búið að vera í gangi í langan tíma í klefanum og ég taldi mikilvægt að stöðva þennan hávaða til að ég gæti undirbúið liðið fyrir leikinn,“ sagði Payton. Payton sagði líka full dramatískt að halda því fram að hann hafi eyðilagt brunabjölluna en eins og sjá má hér fyrir ofan þá má hún vissulega muna sinn fífil fegri. NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
New Orleans Saints er heitasta liðið í NFL-deildinni þessa daganna en strákarnir hans Sean Payton unnu sinn áttunda leik í röð um síðustu helgi. New Orleans Saints liðið er ekki aðeins að vinna sína leiki heldur er liðið að rústa þeim. New Orleans Saints vann 51-14 sigur á Cincinnati Bengals á útivelli um helgina. Það gekk hinsvegar mikið á í búningsklefa leiksins fyrir leik þar sem brunabjallan var alltaf að fara aftur og aftur í gang. Sean Payton, þjálfari New Orleans Saints, var búinn að fá nóg og hreinlega eyðilagði brunabjölluna þegar hún fór enn einu sinni í gang tíu mínútum fyrir leik. „Ég varð bara að stöðva þennan hávaða,“ sagði Sean Payton um atvikið. Það má sjá ástandið á brunabjöllunni hér fyrir neðan.The loud distraction before the game clearly didn’t throw off the Saints on Sunday as they thoroughly dominated the Bengals to win their eighth straight game. https://t.co/rWZMUOT374pic.twitter.com/1V6L6e5SgK — New Orleans Saints | NOLA.com (@SaintsNOW) November 11, 2018Sean Payton þvertók fyrir það að hann hafi ætlaði sér að kveikja í sínum leikmönnum með því að eyðileggja brunabjölluna. „Ég ætla að borga fyrir skemmdirnar. Ég lít á Brown fjölskulduna (eigendur Cincinnati Bengals) sem mína bandamenn og ber mikla virðingu fyrir þeim. Það sama get ég sagt um Marvin Lewis þjálfara,“ sagði Sean Payton. „Þetta var bara búið að vera í gangi í langan tíma í klefanum og ég taldi mikilvægt að stöðva þennan hávaða til að ég gæti undirbúið liðið fyrir leikinn,“ sagði Payton. Payton sagði líka full dramatískt að halda því fram að hann hafi eyðilagt brunabjölluna en eins og sjá má hér fyrir ofan þá má hún vissulega muna sinn fífil fegri.
NFL Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira