Uppgötva hvers vegna ofþyngd getur leitt til þunglyndis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2018 08:45 Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. vísir/getty Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna það að vera í ofþyngd geti leitt til þunglyndis. Ný rannsókn sem gerð var í Bretlandi og Ástralíu og tók til hálfrar milljónar einstaklinga á aldrinum 37 til 73 leiðir í ljós að það að hafa erfðafræðileg afbrigði sem tengjast of háum líkamsþyngdarstuðli (BMI) geti leitt til þunglyndis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. „Fólk sem er í ofþyngd glímir við meira þunglyndi og líklegt er að að hluti skýringarinnar sé að finna í áhrifum líkamsþyngdarstuðulsins á þunglyndi,“ segir Tim Frayling, prófessor við háskólann í Exeter og einn af höfundum rannsóknarinnar.Meiri áhrif á konur en karla Vísindamennirnir rannsökuðu 73 erfðafræðileg afbrigði sem tengd eru háum líkamsþyngdarstuðli og sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdómar. Þá skoðuðu þeir einnig fjórtán erfðafræðileg afbrigði sem tengjast hárri prósentu fitu í líkamanum. Af 500 þúsund þátttakendum í rannsókninni voru 49 þúsund sem voru vissir um að þjást af þunglyndi. Rannsakendur komust að því að fólk með hærri líkamsþyngdarstuðul var líklegra til að vera þunglynt. Þá komust vísindamennirnir einnig að því að það að vera útsettur fyrir háum líkamþyngdarstuðli erfðafræðilega tengdist þunglyndi, og hafði meiri áhrif hjá konum heldur en körlum.Rannsóknin takmörkunum háð Þannig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að fyrir hver 4,7 stig sem líkamsþyngdarstuðullinn hækkaði, jukust líkurnar á þunglyndi um 18 prósent á meðal allra þátttakenda, en sé litið til kvenna sérstaklega var aukningin um 23 prósent. Hafa ber í huga að rannsóknin er nokkrum takmörkunum háð; hún tók einungis til hvítra einstaklinga af evrópskum uppruna og byggðist að hluta til á gögnum frá þátttakendunum sjálfum. „Auðvitað geta margir þættir leitt til þunglyndis en þyngdartap gæti engu að síður reynst hjálplegt til að bæta andlega líðan hjá einhverjum einstaklingum og það að vera almennt grennri ætti að hjálpa til við að minnka líkurnar á þunglyndi,“ segir Naveed Sattar, prófessor í efnaskiptalækningum við háskólann í Glasgow. Bretland Eyjaálfa Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Vísindamenn telja sig nú hafa komist að því hvers vegna það að vera í ofþyngd geti leitt til þunglyndis. Ný rannsókn sem gerð var í Bretlandi og Ástralíu og tók til hálfrar milljónar einstaklinga á aldrinum 37 til 73 leiðir í ljós að það að hafa erfðafræðileg afbrigði sem tengjast of háum líkamsþyngdarstuðli (BMI) geti leitt til þunglyndis. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að of feitt fólk er líklegra til að vera með þunglyndi en óljóst hefur verið hvort þunglyndi leiði til þyngdaraukningar eða öfugt. „Fólk sem er í ofþyngd glímir við meira þunglyndi og líklegt er að að hluti skýringarinnar sé að finna í áhrifum líkamsþyngdarstuðulsins á þunglyndi,“ segir Tim Frayling, prófessor við háskólann í Exeter og einn af höfundum rannsóknarinnar.Meiri áhrif á konur en karla Vísindamennirnir rannsökuðu 73 erfðafræðileg afbrigði sem tengd eru háum líkamsþyngdarstuðli og sjúkdómum á borð við sykursýki og hjartasjúkdómar. Þá skoðuðu þeir einnig fjórtán erfðafræðileg afbrigði sem tengjast hárri prósentu fitu í líkamanum. Af 500 þúsund þátttakendum í rannsókninni voru 49 þúsund sem voru vissir um að þjást af þunglyndi. Rannsakendur komust að því að fólk með hærri líkamsþyngdarstuðul var líklegra til að vera þunglynt. Þá komust vísindamennirnir einnig að því að það að vera útsettur fyrir háum líkamþyngdarstuðli erfðafræðilega tengdist þunglyndi, og hafði meiri áhrif hjá konum heldur en körlum.Rannsóknin takmörkunum háð Þannig leiddu niðurstöður rannsóknarinnar í ljós að fyrir hver 4,7 stig sem líkamsþyngdarstuðullinn hækkaði, jukust líkurnar á þunglyndi um 18 prósent á meðal allra þátttakenda, en sé litið til kvenna sérstaklega var aukningin um 23 prósent. Hafa ber í huga að rannsóknin er nokkrum takmörkunum háð; hún tók einungis til hvítra einstaklinga af evrópskum uppruna og byggðist að hluta til á gögnum frá þátttakendunum sjálfum. „Auðvitað geta margir þættir leitt til þunglyndis en þyngdartap gæti engu að síður reynst hjálplegt til að bæta andlega líðan hjá einhverjum einstaklingum og það að vera almennt grennri ætti að hjálpa til við að minnka líkurnar á þunglyndi,“ segir Naveed Sattar, prófessor í efnaskiptalækningum við háskólann í Glasgow.
Bretland Eyjaálfa Heilbrigðismál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira